Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa margir í Asíu?

Asía er fjölmennasta heimsálfa jarðar. Talið er að um mitt ár 2012 hafi Asíubúar verið um 4,2 milljarðar. Þetta er um 60% alls mannkyns.Asía.

Kína er fjölmennasta ríki Asíu og jafnframt fjölmennasta ríki heims. Þar búa rúmlega 1,3 milljarðar manna eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?

Næst fjölmennasta ríki heims, Indland, er einnig í Asíu. Talið er að Indverjar séu rúmlega 1,2 milljarðar.

Maldíveyjar í Indlandshafi eru hins vegar fámennasta ríki Asíu. Þar búa aðeins um 320.000 eða litlu fleiri en á Íslandi.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um fólksfjölda, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

Útgáfudagur

14.6.2007

Spyrjandi

Dagný Ósk, f. 1994

Höfundar

Tilvísun

Stefán Friðbjarnarson og Þórólfur Marel Jónasson. „Hvað búa margir í Asíu?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2007. Sótt 8. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6681.

Stefán Friðbjarnarson og Þórólfur Marel Jónasson. (2007, 14. júní). Hvað búa margir í Asíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6681

Stefán Friðbjarnarson og Þórólfur Marel Jónasson. „Hvað búa margir í Asíu?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2007. Vefsíða. 8. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6681>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

1957

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.