Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað búa margir í Evrópu?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Árið 2000 voru íbúar Evrópu um 12% jarðarbúa eða tæplega 728 milljónir talsins og hafði þeim fjölgað um rúmlega 180 milljónir á fimmtíu ára tímabili. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun haldi áfram eins og myndin hér að neðan sýnir (sjá einnig svar sama höfundar við spurningu um fólksfjöldaspár). Í raun er áætlað að um miðja þessa öld verði Evrópubúar tæplega 632 milljónir eða svipað margir og þeir voru í kringum 1965.



Ef við skoðum afmörkuð svæði í Evrópu þá bjuggu tæplega 305 milljónir manna í Austur–Evrópu árið 2000, eða 41,8% íbúa álfunnar. Um fjórðungur Evrópubúa var búsettur í löndum Vestur-Evrópu (183,5 milljónir), fimmtungur í Suður-Evrópu (145,8 milljónir) og tæplega 13% í Norður-Evrópu (94 milljónir).

Rússland er fjölmennasta ríki Evrópu með tæplega 146 milljónir íbúa árið 2000, eða svipað marga íbúa og er að finna í allri Suður-Evrópu. Reyndar ber að geta þess að Rússland telst bæði til Evrópu og Asíu en mikill meirihluti íbúa býr í Evrópuhluta landsins. Þjóðverjar eru næstfjölmennasta þjóð Evrópu (82 milljónir) og þar á eftir koma Frakkar og Bretar en hvor þjóð um sig telur um það bil 59 milljónir. Ítalía er svo fimmta fjölmennasta land Evrópu með tæplega 58 milljónir íbúa.

Fimm Evrópulönd höfðu færri en 100.000 íbúa árið 2000. Það eru Andorra (66.000), Liechtenstein (33.000), Mónakó (33.000), San Marínó (27.000) og Páfagarður (890). Þess má geta að Ísland er í sjötta neðsta sæti á þessum lista með 288.000 íbúa árið 2002.

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.8.2003

Spyrjandi

Gauti Rafn Ólafsson, f. 1987

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir í Evrópu?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3637.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 6. ágúst). Hvað búa margir í Evrópu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3637

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir í Evrópu?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3637>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir í Evrópu?
Árið 2000 voru íbúar Evrópu um 12% jarðarbúa eða tæplega 728 milljónir talsins og hafði þeim fjölgað um rúmlega 180 milljónir á fimmtíu ára tímabili. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun haldi áfram eins og myndin hér að neðan sýnir (sjá einnig svar sama höfundar við spurningu um fólksfjöldaspár). Í raun er áætlað að um miðja þessa öld verði Evrópubúar tæplega 632 milljónir eða svipað margir og þeir voru í kringum 1965.



Ef við skoðum afmörkuð svæði í Evrópu þá bjuggu tæplega 305 milljónir manna í Austur–Evrópu árið 2000, eða 41,8% íbúa álfunnar. Um fjórðungur Evrópubúa var búsettur í löndum Vestur-Evrópu (183,5 milljónir), fimmtungur í Suður-Evrópu (145,8 milljónir) og tæplega 13% í Norður-Evrópu (94 milljónir).

Rússland er fjölmennasta ríki Evrópu með tæplega 146 milljónir íbúa árið 2000, eða svipað marga íbúa og er að finna í allri Suður-Evrópu. Reyndar ber að geta þess að Rússland telst bæði til Evrópu og Asíu en mikill meirihluti íbúa býr í Evrópuhluta landsins. Þjóðverjar eru næstfjölmennasta þjóð Evrópu (82 milljónir) og þar á eftir koma Frakkar og Bretar en hvor þjóð um sig telur um það bil 59 milljónir. Ítalía er svo fimmta fjölmennasta land Evrópu með tæplega 58 milljónir íbúa.

Fimm Evrópulönd höfðu færri en 100.000 íbúa árið 2000. Það eru Andorra (66.000), Liechtenstein (33.000), Mónakó (33.000), San Marínó (27.000) og Páfagarður (890). Þess má geta að Ísland er í sjötta neðsta sæti á þessum lista með 288.000 íbúa árið 2002.

Heimildir:...