Afríka er önnur stærsta heimsálfan, um 30.365.000 km2 að flatarmáli eða rúmlega fimmtungur af þurrlendi jarðar. Aðeins Asía er stærri. Frá norðri til suðurs spannar Afríka um 8.000 km en mesta vegalengd frá austri til vesturs er um 7.400 km.
Strandlína Afríku er um 30.500 km löng eða 7.500 km styttri en strandlína Evrópu sem þó er þrisvar sinnum minni að flatarmáli. Ástæðan er sú að miðað við Evrópu er Afríka tiltölulega lítið vogskorin og ekki mikið um stóra flóa og firði.
Lesa má um stærð einstakra landa Afríku í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru mörg lönd í Afríku? og fræðast má um íbúafjölda álfunnar í svarinu Hversu margir búa í Afríku? einnig eftir sama höfund.
Heimild og mynd:- Britannica Online
- Maps Worldwide. Myndin er tekin úr Landsat-gervihnettinum í rúmlega 700 km hæð.