Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er flatarmál Afríku?

Afríka er önnur stærsta heimsálfan, um 30.365.000 km2 að flatarmáli eða rúmlega fimmtungur af þurrlendi jarðar. Aðeins Asía er stærri. Frá norðri til suðurs spannar Afríka um 8.000 km en mesta vegalengd frá austri til vesturs er um 7.400 km.

Strandlína Afríku er um 30.500 km löng eða 7.500 km styttri en strandlína Evrópu sem þó er þrisvar sinnum minni að flatarmáli. Ástæðan er sú að miðað við Evrópu er Afríka tiltölulega lítið vogskorin og ekki mikið um stóra flóa og firði.

Lesa má um stærð einstakra landa Afríku í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru mörg lönd í Afríku? og fræðast má um íbúafjölda álfunnar í svarinu Hversu margir búa í Afríku? einnig eftir sama höfund.

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

7.8.2003

Spyrjandi

Sigríður Gunnarsdóttir, f. 1989
Harpa Rún Víglundsdóttir, f. 1989

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hvert er flatarmál Afríku?“ Vísindavefurinn, 7. ágúst 2003. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=3643.

EDS. (2003, 7. ágúst). Hvert er flatarmál Afríku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3643

EDS. „Hvert er flatarmál Afríku?“ Vísindavefurinn. 7. ágú. 2003. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3643>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Gunnar Bernburg

1973

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns Gunnars spanna fjölmörg svið félagsfræðinnar. Núverandi rannsóknarefni hans eru fjöldamótmæli í samtímanum, en hann hefur einnig fengist við rannsóknir sem tengjast vandamálum ungmenna og afbrotum, svo dæmi séu tekin.