Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg lönd i Afríku?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar.

Á heimasíðunni Global Geografia er listi þar sem löndum Afríku er raðað bæði eftir flatarmáli og íbúafjölda. Þar má sjá að Súdan í Norður-Afríku er stærst að flatarmáli, alls rúmlega 2,5 milljónir ferkílómetra (km2). Þar á eftir koma Alsír í Norður-Afríku (tæplega 2,38 milljónir km2) og Lýðveldið Kongó í Mið-Afríku (2,35 milljónir km2). Þessi þrjú lönd eru í tíunda til tólfta sæti yfir stærstu lönd heims.

Minnsta land Afríku samkvæmt listanum á Global Geografia eru Seychelleseyjar úti fyrir austurströnd Afríku en þær eru 456 km2 að flatarmáli. Það samsvarar um 0,4% af flatarmáli Íslands. Seychelleseyjar eru ekki bara minnstar að flatarmáli, þær eru einnig fámennasta ríki Afríku þar sem íbúarnir voru einungis taldir vera 79.700 árið 2001.

Næst minnsta ríki Afríku eru eyjarnar Saó Tóme og Prinsípe úti fyrir Gabon og Miðbaugs-Gíneu, en eyjarnar eru 1.000 km2 að flatarmáli. Þær eru líka næst fámennasta ríki álfunnar með 165.000 íbúa árið 2001.

Ef eyjum er sleppt og aðeins eru tekin með lönd á meginlandi Afríku þá er Gambía á vesturströndinni minnsta land álfunnar, 10.691 km2. Þar á eftir kemur Svasíland í sunnanverðri Afríku sem er 17.367 km2 að flatarmáli. Þetta eru þó ekki fámennustu löndin á meginlandi Afríku heldur er það Djíbútí í Austur-Afríku sem er þess heiðurs aðnjótandi með sína 460.700 íbúa. Næst fámennasta land á meginlandi Afríku er Miðbaugs-Gínea í Mið-Afríku þar sem íbúar voru taldir vera um 486.060 árið 2001.

Nánar má lesa um íbúafjölda í Afríku, þar með talið fjölmennustu ríki álfunnar, í svari sama höfundar við spurningunni Hversu margir búa í Afríku?

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.10.2002

Spyrjandi

Snorri Pétursson, f. 1990

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru mörg lönd i Afríku?“ Vísindavefurinn, 2. október 2002, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2751.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 2. október). Hvað eru mörg lönd i Afríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2751

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru mörg lönd i Afríku?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2002. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2751>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg lönd i Afríku?
Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar.

Á heimasíðunni Global Geografia er listi þar sem löndum Afríku er raðað bæði eftir flatarmáli og íbúafjölda. Þar má sjá að Súdan í Norður-Afríku er stærst að flatarmáli, alls rúmlega 2,5 milljónir ferkílómetra (km2). Þar á eftir koma Alsír í Norður-Afríku (tæplega 2,38 milljónir km2) og Lýðveldið Kongó í Mið-Afríku (2,35 milljónir km2). Þessi þrjú lönd eru í tíunda til tólfta sæti yfir stærstu lönd heims.

Minnsta land Afríku samkvæmt listanum á Global Geografia eru Seychelleseyjar úti fyrir austurströnd Afríku en þær eru 456 km2 að flatarmáli. Það samsvarar um 0,4% af flatarmáli Íslands. Seychelleseyjar eru ekki bara minnstar að flatarmáli, þær eru einnig fámennasta ríki Afríku þar sem íbúarnir voru einungis taldir vera 79.700 árið 2001.

Næst minnsta ríki Afríku eru eyjarnar Saó Tóme og Prinsípe úti fyrir Gabon og Miðbaugs-Gíneu, en eyjarnar eru 1.000 km2 að flatarmáli. Þær eru líka næst fámennasta ríki álfunnar með 165.000 íbúa árið 2001.

Ef eyjum er sleppt og aðeins eru tekin með lönd á meginlandi Afríku þá er Gambía á vesturströndinni minnsta land álfunnar, 10.691 km2. Þar á eftir kemur Svasíland í sunnanverðri Afríku sem er 17.367 km2 að flatarmáli. Þetta eru þó ekki fámennustu löndin á meginlandi Afríku heldur er það Djíbútí í Austur-Afríku sem er þess heiðurs aðnjótandi með sína 460.700 íbúa. Næst fámennasta land á meginlandi Afríku er Miðbaugs-Gínea í Mið-Afríku þar sem íbúar voru taldir vera um 486.060 árið 2001.

Nánar má lesa um íbúafjölda í Afríku, þar með talið fjölmennustu ríki álfunnar, í svari sama höfundar við spurningunni Hversu margir búa í Afríku?

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:Heimildir: