Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Steinþórsson

Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar.

Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. East African Rift) en Austur-Afríku gjástykkið mikla er 6.400 km löng gliðnunarsprunga sem myndast hefur á síðustu 30 milljón árum við klofnun Arabíu frá Austur-Afríku. Sprungan nær frá Jórdaníu í norðri um Rauðahaf og gegnum Eþíópíu, Kenía og Tansaníu, til strandar Indlandshafs í Mósambík. Sprungan er ennþá virk eins og kemur fram í eldvirkni og landsigi.

Dauðahafið er miklu saltara en sjórinn. Ástæðan fyrir seltu þess er sú að þar ríkir ekki jafnvægi á milli innstreymis og útstreymis. Áin Jórdan streymir í Dauðahafið, auk þess sem minni ár leggja því til vatn. Hins vegar er ekkert útstreymi úr vatninu enda er það undir sjávarmáli. Uppgufun er í jafnvægi við innstreymið eða var það áður en nýting árinnar til áveitna og fleira kom til sögunnar, þannig að nú lækkar vatnsborðið stöðugt. Ef uppgufun og innstreymi eru í jafnvægi helst yfirborðið það sama þó ekkert útstreymi sé. Hins vegar gufa uppleystu efnin sem berast með árvatninu ekki upp heldur sitja eftir og þannig eykst seltan með tímanum. Hún er nú 26-35%, um 10 sinnum meiri en selta hafsins, og vatnið við mettun — það er: salt fellur út jafnhratt og það bætist við.


Eðlismassi Dauðahafsins er það mikill að menn geta hvorki synt þar né sokkið!

Þessi mikla selta gerir það að verkum að eðlismassi Dauðahafsins eru um 1,24 kg/l sem er mun meiri en eðlismassi sjávar sem er um 1,03 kg/l. Þetta er ástæða þess menn sem baða sig í Dauðahafinu geta eiginlega hvorki synt né sokkið heldur fljóta eins og korktappar um vatnið.

Yfirborð Dauðahafsins er meira en 420 m undir sjávarmáli og er það lægsti staður á yfirborði jarðar. Um þessar mundir er rúmmál þess um 132 km3 og yfirborðsflatarmál um 625 km2. Þessar tölur hafa allar tekið breytingum á undanförnum áratugum og munu halda áfram að breytast. Á tuttugustu öldinni lækkaði yfirborð Dauðahafsins til dæmis um rúma 25 metra og er sú þróun orðin enn hraðari. Mælingar sýna að á síðustu 10 árum hefur yfirborð Dauðahafsins lækkað um 1 metra á ári og er talið að ef ekkert verður að gert muni það halda áfram að lækka um allt að 150 m í viðbót á næstu áratugum og öldum.



Samanburður á stærð og lögun Dauðahafsins í upphafi 20. og 21. aldar.

Það er að mestu mannanna verk að yfirborð Dauðahafsins fer lækkandi. Eins og áður var vikið að er vatn sem áður streymdi í Dauðahafið nýtt í annað, svo sem áveitur. Einnig hefur iðnaður á svæðinu haft sitt að segja, til dæmis vinnsla á salti þar sem vatni er dælt úr Dauðahafinu, það látið gufu upp og saltið falla út.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er Dauðahafið stórt?
  • Því heitir Dauðahafið Dauðahafið?
  • Getið þið sagt mér helstu atriðin um Dauðahafið?
  • Hver er eðlismassi Dauðahafsins?

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

11.10.2010

Spyrjandi

Aðalheiður Kristín Aðalsteinsdóttir, Tinna Ýr, Adolf Unnarsson, Áslaug Svavarsdóttir, Aron Hjalti Björnsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Steinþórsson. „Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?“ Vísindavefurinn, 11. október 2010, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49375.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Steinþórsson. (2010, 11. október). Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49375

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Steinþórsson. „Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2010. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49375>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?
Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar.

Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. East African Rift) en Austur-Afríku gjástykkið mikla er 6.400 km löng gliðnunarsprunga sem myndast hefur á síðustu 30 milljón árum við klofnun Arabíu frá Austur-Afríku. Sprungan nær frá Jórdaníu í norðri um Rauðahaf og gegnum Eþíópíu, Kenía og Tansaníu, til strandar Indlandshafs í Mósambík. Sprungan er ennþá virk eins og kemur fram í eldvirkni og landsigi.

Dauðahafið er miklu saltara en sjórinn. Ástæðan fyrir seltu þess er sú að þar ríkir ekki jafnvægi á milli innstreymis og útstreymis. Áin Jórdan streymir í Dauðahafið, auk þess sem minni ár leggja því til vatn. Hins vegar er ekkert útstreymi úr vatninu enda er það undir sjávarmáli. Uppgufun er í jafnvægi við innstreymið eða var það áður en nýting árinnar til áveitna og fleira kom til sögunnar, þannig að nú lækkar vatnsborðið stöðugt. Ef uppgufun og innstreymi eru í jafnvægi helst yfirborðið það sama þó ekkert útstreymi sé. Hins vegar gufa uppleystu efnin sem berast með árvatninu ekki upp heldur sitja eftir og þannig eykst seltan með tímanum. Hún er nú 26-35%, um 10 sinnum meiri en selta hafsins, og vatnið við mettun — það er: salt fellur út jafnhratt og það bætist við.


Eðlismassi Dauðahafsins er það mikill að menn geta hvorki synt þar né sokkið!

Þessi mikla selta gerir það að verkum að eðlismassi Dauðahafsins eru um 1,24 kg/l sem er mun meiri en eðlismassi sjávar sem er um 1,03 kg/l. Þetta er ástæða þess menn sem baða sig í Dauðahafinu geta eiginlega hvorki synt né sokkið heldur fljóta eins og korktappar um vatnið.

Yfirborð Dauðahafsins er meira en 420 m undir sjávarmáli og er það lægsti staður á yfirborði jarðar. Um þessar mundir er rúmmál þess um 132 km3 og yfirborðsflatarmál um 625 km2. Þessar tölur hafa allar tekið breytingum á undanförnum áratugum og munu halda áfram að breytast. Á tuttugustu öldinni lækkaði yfirborð Dauðahafsins til dæmis um rúma 25 metra og er sú þróun orðin enn hraðari. Mælingar sýna að á síðustu 10 árum hefur yfirborð Dauðahafsins lækkað um 1 metra á ári og er talið að ef ekkert verður að gert muni það halda áfram að lækka um allt að 150 m í viðbót á næstu áratugum og öldum.



Samanburður á stærð og lögun Dauðahafsins í upphafi 20. og 21. aldar.

Það er að mestu mannanna verk að yfirborð Dauðahafsins fer lækkandi. Eins og áður var vikið að er vatn sem áður streymdi í Dauðahafið nýtt í annað, svo sem áveitur. Einnig hefur iðnaður á svæðinu haft sitt að segja, til dæmis vinnsla á salti þar sem vatni er dælt úr Dauðahafinu, það látið gufu upp og saltið falla út.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er Dauðahafið stórt?
  • Því heitir Dauðahafið Dauðahafið?
  • Getið þið sagt mér helstu atriðin um Dauðahafið?
  • Hver er eðlismassi Dauðahafsins?
...