Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?

Jón Már Halldórsson

Perlusnekkjur (Nautilus pompilius) er tegund frumstæðra höfuðfætlinga af ætt snekkja (Nautilidae). Snekkjuættin skiptist í tvær ættkvíslir, Nautilus sem telur fjórar tegundir, þar á meðal perlusnekkjur, og Allonautilus en tvær tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Nokkrar útdauðar tegundir hafa einnig tilheyrt þessari ætt.

Snekkjur líkt og perlusnekkjur eru á margan hátt frumstæðari eða „upprunalegri“ en frændur þeirra kolkrabbar eða smokkar. Snekkjur eru meðal annars ólíkar öðrum höfuðfætlingum vegna þess að ytri skel þekur þær, hjá smokkum og kolkröbbum er skelin innvortis. Þessi ytri skel telst upprunalegri en innri skelin. Einnig eru snekkjur mun hægari í hreyfingum og hafa vanþróaðri augu. Þær virðast skorta þá „greind“ sem til dæmis kolkrabbar ráða yfir og hafa nánast enga hæfileika til náms líkt og kolkrabbar.

Perlusnekkja (Nautilus pompilius).

Á vissan hátt eru snekkjur eins konar „lifandi steingervingar“ þar sem ættin var ákaflega blómleg á frumlífsöld fyrir um hálfum milljarði ára. Hún var ekki aðeins tegundarík (2.500 tegundir eru þekktar úr steingervingalögum) heldur var lífmassi hennar mikill í úthöfum frumlífsaldar og má segja að snekkjur hafi verið meðal ráðandi tegunda í vistkerfi hafanna á fornlífsöld.

Snekkjur lifa í hlýsjónum á Indlands- og Kyrrahafi frá 30°N og suður til 30°S. Þær finnast í úthöfunum, bæði í uppsjónum og við sjávarbotn á allt að 500 metra dýpi, og við strendur eyja Indónesíu, Nýju-Kaledóníu og víðar á því svæði. Því miður eru skeljar snekkjanna eftirsóknarverðar meðal ferðamanna og annarra og er talið að flestar tegundir séu ofveiddar. Við það bætist að viðkoma einstaklinga ættarinnar er mjög hæg (miðað við kolkrabba og smokka), einstaklingarnir af ættkvíslinni Nautilius verða til að mynda kynþroska við 5-10 ára aldur og verpa fáum eggjum á ári. Þetta þýðir að stofn sem hefur verið ofveiddur lengi er lengi á ná sér á ný.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.2.2015

Spyrjandi

Jóhanna Gabriela Lecka

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2015. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68732.

Jón Már Halldórsson. (2015, 25. febrúar). Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68732

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2015. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68732>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?
Perlusnekkjur (Nautilus pompilius) er tegund frumstæðra höfuðfætlinga af ætt snekkja (Nautilidae). Snekkjuættin skiptist í tvær ættkvíslir, Nautilus sem telur fjórar tegundir, þar á meðal perlusnekkjur, og Allonautilus en tvær tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Nokkrar útdauðar tegundir hafa einnig tilheyrt þessari ætt.

Snekkjur líkt og perlusnekkjur eru á margan hátt frumstæðari eða „upprunalegri“ en frændur þeirra kolkrabbar eða smokkar. Snekkjur eru meðal annars ólíkar öðrum höfuðfætlingum vegna þess að ytri skel þekur þær, hjá smokkum og kolkröbbum er skelin innvortis. Þessi ytri skel telst upprunalegri en innri skelin. Einnig eru snekkjur mun hægari í hreyfingum og hafa vanþróaðri augu. Þær virðast skorta þá „greind“ sem til dæmis kolkrabbar ráða yfir og hafa nánast enga hæfileika til náms líkt og kolkrabbar.

Perlusnekkja (Nautilus pompilius).

Á vissan hátt eru snekkjur eins konar „lifandi steingervingar“ þar sem ættin var ákaflega blómleg á frumlífsöld fyrir um hálfum milljarði ára. Hún var ekki aðeins tegundarík (2.500 tegundir eru þekktar úr steingervingalögum) heldur var lífmassi hennar mikill í úthöfum frumlífsaldar og má segja að snekkjur hafi verið meðal ráðandi tegunda í vistkerfi hafanna á fornlífsöld.

Snekkjur lifa í hlýsjónum á Indlands- og Kyrrahafi frá 30°N og suður til 30°S. Þær finnast í úthöfunum, bæði í uppsjónum og við sjávarbotn á allt að 500 metra dýpi, og við strendur eyja Indónesíu, Nýju-Kaledóníu og víðar á því svæði. Því miður eru skeljar snekkjanna eftirsóknarverðar meðal ferðamanna og annarra og er talið að flestar tegundir séu ofveiddar. Við það bætist að viðkoma einstaklinga ættarinnar er mjög hæg (miðað við kolkrabba og smokka), einstaklingarnir af ættkvíslinni Nautilius verða til að mynda kynþroska við 5-10 ára aldur og verpa fáum eggjum á ári. Þetta þýðir að stofn sem hefur verið ofveiddur lengi er lengi á ná sér á ný.

Mynd:

...