Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hafa kolkrabbar marga arma?

Margrét Björk Sigurðardóttir

Kolkrabbar kallast á ensku octopus og á latínu Octopoda, en bein íslensk þýðing á þessum orðum myndi vera áttfætlingur eða átta arma dýr. Þetta er mjög lýsandi fyrir útlit kolkrabba þar sem þeir hafa átta arma, en reyndar geta armarnir stundum verið færri þar sem eitt af varnarviðbrögðum kolkrabba er að aflima sig.

Kolkrabbar teljast til fylkingar lindýra (Mollusca) líkt og til dæmis sniglar (Gastropoda), nökkvar (Polyplacophora), samlokur (Bivalvia) og sætennur (Scaphopoda). Þeir tilheyra flokki svokallaðra höfuðfætlinga (Cephalopoda) en innan þess flokks eru, auk kolkrabba, perlusnekkjur (e. nautilus), blekfiskar (e. cuttlefish) og smokkfiskar (e. squid). Flokkun kolkrabba er eftirfarandi:

RíkiAnimalia (dýraríki)
Fylking Mollusca (lindýr)
FlokkurCephalopoda (höfuðfætlur)
UndirflokkurColeoida
YfirættbálkurOctopodiformes
ÆttbálkurOctopoda (kolkrabbar)

Til eru um 289 tegundir kolkrabba innan 14 ætta og tveggja undirættbálka. Þetta er því margbreytilegur hópur sem lifir á fjölbreytilegum sjávarbúsvæðum, þótt flestar tegundir sé að finna á grunnsævi, á eða við kóralrif.



Kolkrabbar hafa átta arma með sogskálum

Armar kolkrabbans eru venjulega þaktir sogskálum. Þessar sogskálar eru mjög næmar og á þeim eru efnanemar sem gera kolkröbbum kleyft að "smakka" það sem þeir snerta. Armarnir eru því helsta skynfæri kolkrabbans jafnframt því að gera þeim kleift að synda eða skríða á sjávarbotninum. Annað helsta skynfæri kolkrabba er sjónin, en þeir hafa mjög góða sjón þó að þeir sjái ekki í lit. Búkur kolkrabba líkist einna mest stóru höfði sem gengur út frá miðpunkti armanna. Ólíkt öðrum lindýrum hafa flestir þeirra hvorki ytri né innri skel, en eini harði hluti þeirra er goggur sem minnir um margt á páfagauksgogg. Þetta gerir kolkrabba einkar sveigjanlega og auðveldar þeim að smjúga á milli steina eða inn í þröngar rifur til að flýja rándýr. Önnur varnarviðbrögð sem kolkrabbar hafa eru felulitir, blekpokar og sjálfsaflimun (e. autotomy).



Kolkrabbar geta lagað sig að umhverfi sínu með felulitum

Kolkrabbar hafa sérstakar húðfrumur sem gera þeim bæði kleift að skipta litum og endurspegla ljósi. Þennan eiginleika nota þeir til þess að renna saman við umhverfi sitt og fela sig þannig, hafa samskipti sín á milli eða sem aðvörun. Sem dæmi má nefna að tegundir af ættkvíslinni Hapalochlaena eru mjög eitraðar og þegar þær verða fyrir áreiti verða þær skærgular að lit með bláa hringi eða línur.


Kolkrabbi af ættkvíslinni Hapalochlaena sem hefur orðið fyrir áreiti

Flestir kolkrabbar geta einnig sprautað þykku svörtu bleki úr sérstökum blekpokum, sem hjálpar þeim að fela sig og sleppa þannig frá afræningjum. Íslenskt heiti þeirra mun vera dregið af þessu, þar sem blekið er svart eins og kol. Sumir kolkrabbar geta svo einnig aflimað sig sjálfir, það er losað sig við einn af örmum sínum, þegar þeir eru áreittir. Aflimaði armurinn dregur þá athygli afræningja frá kolkrabbanum og hann getur forðað sér.

Kolkrabbar eru tiltölulega greindar skepnur og eru yfirleitt taldir greindastir allra hryggleysingja. Þeir hafa mjög flókið taugakerfi og sýnt hefur verið fram á að þeir hafa bæði skammtíma- og langtímaminni. Skammur líftími þeirra takmarkar þó hvað þeir geta lært, en líftími kolkrabba er um 6 mánuðir hjá þeim smæstu og svo allt upp í 3-5 ár hjá þeim stærstu. Tilraunir hafa leitt í ljós að hægt er að þjálfa kolkrabba í að þekkja í sundur ólík mynstur og lögun. Þeir hafa lært að opna krukkur og eru þekktir fyrir að geta sloppið úr mjög rammgerðum búrum. Þeir hafa einnig sýnt atferli sem minnir á leik, til dæmis með því að sleppa flöskum eða leikföngum inn í loftstraum fiskabúra og svo grípa þau þegar þau skjótast upp.

Frekari upplýsingar má finna í svörum Jóns Más Halldórssonar við eftirfarandi spurningum:

Heimildir:

  • Brusca, R.C. and Brusca, G.J. 2002. Invertebrates. Sinauer Associates, Inc. Sunderland, Massachusetts.
  • Wikipedia

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

10.11.2005

Spyrjandi

5.-6. bekkur Akraskóla

Tilvísun

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað hafa kolkrabbar marga arma?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2005, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5396.

Margrét Björk Sigurðardóttir. (2005, 10. nóvember). Hvað hafa kolkrabbar marga arma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5396

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað hafa kolkrabbar marga arma?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2005. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5396>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hafa kolkrabbar marga arma?
Kolkrabbar kallast á ensku octopus og á latínu Octopoda, en bein íslensk þýðing á þessum orðum myndi vera áttfætlingur eða átta arma dýr. Þetta er mjög lýsandi fyrir útlit kolkrabba þar sem þeir hafa átta arma, en reyndar geta armarnir stundum verið færri þar sem eitt af varnarviðbrögðum kolkrabba er að aflima sig.

Kolkrabbar teljast til fylkingar lindýra (Mollusca) líkt og til dæmis sniglar (Gastropoda), nökkvar (Polyplacophora), samlokur (Bivalvia) og sætennur (Scaphopoda). Þeir tilheyra flokki svokallaðra höfuðfætlinga (Cephalopoda) en innan þess flokks eru, auk kolkrabba, perlusnekkjur (e. nautilus), blekfiskar (e. cuttlefish) og smokkfiskar (e. squid). Flokkun kolkrabba er eftirfarandi:

RíkiAnimalia (dýraríki)
Fylking Mollusca (lindýr)
FlokkurCephalopoda (höfuðfætlur)
UndirflokkurColeoida
YfirættbálkurOctopodiformes
ÆttbálkurOctopoda (kolkrabbar)

Til eru um 289 tegundir kolkrabba innan 14 ætta og tveggja undirættbálka. Þetta er því margbreytilegur hópur sem lifir á fjölbreytilegum sjávarbúsvæðum, þótt flestar tegundir sé að finna á grunnsævi, á eða við kóralrif.



Kolkrabbar hafa átta arma með sogskálum

Armar kolkrabbans eru venjulega þaktir sogskálum. Þessar sogskálar eru mjög næmar og á þeim eru efnanemar sem gera kolkröbbum kleyft að "smakka" það sem þeir snerta. Armarnir eru því helsta skynfæri kolkrabbans jafnframt því að gera þeim kleift að synda eða skríða á sjávarbotninum. Annað helsta skynfæri kolkrabba er sjónin, en þeir hafa mjög góða sjón þó að þeir sjái ekki í lit. Búkur kolkrabba líkist einna mest stóru höfði sem gengur út frá miðpunkti armanna. Ólíkt öðrum lindýrum hafa flestir þeirra hvorki ytri né innri skel, en eini harði hluti þeirra er goggur sem minnir um margt á páfagauksgogg. Þetta gerir kolkrabba einkar sveigjanlega og auðveldar þeim að smjúga á milli steina eða inn í þröngar rifur til að flýja rándýr. Önnur varnarviðbrögð sem kolkrabbar hafa eru felulitir, blekpokar og sjálfsaflimun (e. autotomy).



Kolkrabbar geta lagað sig að umhverfi sínu með felulitum

Kolkrabbar hafa sérstakar húðfrumur sem gera þeim bæði kleift að skipta litum og endurspegla ljósi. Þennan eiginleika nota þeir til þess að renna saman við umhverfi sitt og fela sig þannig, hafa samskipti sín á milli eða sem aðvörun. Sem dæmi má nefna að tegundir af ættkvíslinni Hapalochlaena eru mjög eitraðar og þegar þær verða fyrir áreiti verða þær skærgular að lit með bláa hringi eða línur.


Kolkrabbi af ættkvíslinni Hapalochlaena sem hefur orðið fyrir áreiti

Flestir kolkrabbar geta einnig sprautað þykku svörtu bleki úr sérstökum blekpokum, sem hjálpar þeim að fela sig og sleppa þannig frá afræningjum. Íslenskt heiti þeirra mun vera dregið af þessu, þar sem blekið er svart eins og kol. Sumir kolkrabbar geta svo einnig aflimað sig sjálfir, það er losað sig við einn af örmum sínum, þegar þeir eru áreittir. Aflimaði armurinn dregur þá athygli afræningja frá kolkrabbanum og hann getur forðað sér.

Kolkrabbar eru tiltölulega greindar skepnur og eru yfirleitt taldir greindastir allra hryggleysingja. Þeir hafa mjög flókið taugakerfi og sýnt hefur verið fram á að þeir hafa bæði skammtíma- og langtímaminni. Skammur líftími þeirra takmarkar þó hvað þeir geta lært, en líftími kolkrabba er um 6 mánuðir hjá þeim smæstu og svo allt upp í 3-5 ár hjá þeim stærstu. Tilraunir hafa leitt í ljós að hægt er að þjálfa kolkrabba í að þekkja í sundur ólík mynstur og lögun. Þeir hafa lært að opna krukkur og eru þekktir fyrir að geta sloppið úr mjög rammgerðum búrum. Þeir hafa einnig sýnt atferli sem minnir á leik, til dæmis með því að sleppa flöskum eða leikföngum inn í loftstraum fiskabúra og svo grípa þau þegar þau skjótast upp.

Frekari upplýsingar má finna í svörum Jóns Más Halldórssonar við eftirfarandi spurningum:

Heimildir:

  • Brusca, R.C. and Brusca, G.J. 2002. Invertebrates. Sinauer Associates, Inc. Sunderland, Massachusetts.
  • Wikipedia

Myndir: