Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fæðast sniglar með skel?

Jón Már Halldórsson

Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að meðal sæsnigla verður frjóvgun útvortis, en hún er hins vegar innvortis hjá landsniglum.

Sniglar geta bæði verið einkynja, það er með aðskilin kyn, eða tvíkynja, sami einstaklingur er bæði með kvenkyns og karlkyns æxlunarfæri. Þrátt fyrir þetta hafa allir sniglar aðeins einn kynkirtil. Tvíkynja form er algengast meðal bertálkna (Opistobranchia) og lungnasnigla (Pulmonata). Þrátt fyrir að vera tvíkynja verða þeir að æxlast við annan einstakling til að frjóvgun eigi sér stað, sem þýðir að einstaklingar geta ekki frjóvgað sig sjálfir. Þessi æxlun er þá ýmist á þann veg að báðir einstaklingar skiptast á sæði á sama tíma, eða þá að annar einstaklingurinn hegðar sér eins og kvendýr við æxlun en hinn eins og karldýr. Það er auk þess vel þekkt meðal nokkurra tegunda að hver einstaklingur skipti um kyn á lífsleiðinni, sé þá karlkyns fyrst í stað en kvenkyns þegar hann eldist. Það fer svo eftir umhverfisaðstæðum hvenær kynskiptin verða.

Höfundi er ekki kunnugt um að rannsóknir hafi verið gerðar á íslenskum sniglum, en breskar rannsóknir á þarlendum garðsniglum hafa leitt í ljós að þeir geta losað út allt að 400 egg sem þeir verpa í jarðveginn. Þau eru oftast í hvítum klösum sem telja um 20-80 egg hver. Klakið tekur svo allt að 2 vikur hjá flestum breskum garðsniglum.



Helix aspersa.

Rannsóknir á tegundinni Helix aspersa, sem er stór og nokkuð algengur evrópskur landsnigill, hafa sýnt að mök standa yfir í 4-12 klukkustundir. Tegundir Helix-ættkvíslarinnar gera sér lítið hreiður eða skál í rakan jarðveginn, 1,5 til 3 cm djúpa. Þremur dögum eftir að frjóvgun á sér stað losar snigillinn eggin, sem eru á bilinu 50-100, í hreiðurholuna.

Á meðan ungviðið þroskast í egginu myndast skelin einnig. Þegar afkvæmin skríða úr eggi eru þau eins og litlar eftirmyndir foreldranna en skelin er þó afar viðkvæm til að byrja með. Ungviðið vex hratt fyrstu vikurnar og með vextinum styrkist skelin til muna og verður þá fyrst raunveruleg vörn fyrir snigilinn.

Hægt er að lesa meira um snigla í svörum sama höfundar við spurningunum:

Mynd: Picture from Scotland

Heimildir:

  • Anderson, D.T. 1962. The reproduction and early life histories of the gastropods Bembicium auratum (Quoy & Gaimard) (Fam. Littorinidae), Cellana tramoserica (Sower.)(Fam. Patellidae) and Melanerita melanotragus (Smith) (Fam. Neritidae). Proceedings of the Linnean Society of New South Wales 87.
  • Brusca, R.C. and Brusca G.J. 2002. Invertebrates. Sinauer Associates, Inc, Sunderland, Massachusetts.
  • Ruppert, E.E. and Barnes, R.D. 1996. Invertebrate Zoology. Saunders College Publishing, Fort Worth, Philadelphia.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.11.2005

Spyrjandi

Birta Hrund Ingadóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Fæðast sniglar með skel?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2005, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5380.

Jón Már Halldórsson. (2005, 4. nóvember). Fæðast sniglar með skel? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5380

Jón Már Halldórsson. „Fæðast sniglar með skel?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2005. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5380>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fæðast sniglar með skel?
Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að meðal sæsnigla verður frjóvgun útvortis, en hún er hins vegar innvortis hjá landsniglum.

Sniglar geta bæði verið einkynja, það er með aðskilin kyn, eða tvíkynja, sami einstaklingur er bæði með kvenkyns og karlkyns æxlunarfæri. Þrátt fyrir þetta hafa allir sniglar aðeins einn kynkirtil. Tvíkynja form er algengast meðal bertálkna (Opistobranchia) og lungnasnigla (Pulmonata). Þrátt fyrir að vera tvíkynja verða þeir að æxlast við annan einstakling til að frjóvgun eigi sér stað, sem þýðir að einstaklingar geta ekki frjóvgað sig sjálfir. Þessi æxlun er þá ýmist á þann veg að báðir einstaklingar skiptast á sæði á sama tíma, eða þá að annar einstaklingurinn hegðar sér eins og kvendýr við æxlun en hinn eins og karldýr. Það er auk þess vel þekkt meðal nokkurra tegunda að hver einstaklingur skipti um kyn á lífsleiðinni, sé þá karlkyns fyrst í stað en kvenkyns þegar hann eldist. Það fer svo eftir umhverfisaðstæðum hvenær kynskiptin verða.

Höfundi er ekki kunnugt um að rannsóknir hafi verið gerðar á íslenskum sniglum, en breskar rannsóknir á þarlendum garðsniglum hafa leitt í ljós að þeir geta losað út allt að 400 egg sem þeir verpa í jarðveginn. Þau eru oftast í hvítum klösum sem telja um 20-80 egg hver. Klakið tekur svo allt að 2 vikur hjá flestum breskum garðsniglum.



Helix aspersa.

Rannsóknir á tegundinni Helix aspersa, sem er stór og nokkuð algengur evrópskur landsnigill, hafa sýnt að mök standa yfir í 4-12 klukkustundir. Tegundir Helix-ættkvíslarinnar gera sér lítið hreiður eða skál í rakan jarðveginn, 1,5 til 3 cm djúpa. Þremur dögum eftir að frjóvgun á sér stað losar snigillinn eggin, sem eru á bilinu 50-100, í hreiðurholuna.

Á meðan ungviðið þroskast í egginu myndast skelin einnig. Þegar afkvæmin skríða úr eggi eru þau eins og litlar eftirmyndir foreldranna en skelin er þó afar viðkvæm til að byrja með. Ungviðið vex hratt fyrstu vikurnar og með vextinum styrkist skelin til muna og verður þá fyrst raunveruleg vörn fyrir snigilinn.

Hægt er að lesa meira um snigla í svörum sama höfundar við spurningunum:

Mynd: Picture from Scotland

Heimildir:

  • Anderson, D.T. 1962. The reproduction and early life histories of the gastropods Bembicium auratum (Quoy & Gaimard) (Fam. Littorinidae), Cellana tramoserica (Sower.)(Fam. Patellidae) and Melanerita melanotragus (Smith) (Fam. Neritidae). Proceedings of the Linnean Society of New South Wales 87.
  • Brusca, R.C. and Brusca G.J. 2002. Invertebrates. Sinauer Associates, Inc, Sunderland, Massachusetts.
  • Ruppert, E.E. and Barnes, R.D. 1996. Invertebrate Zoology. Saunders College Publishing, Fort Worth, Philadelphia.
...