Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var á þessa leið:
Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta.

Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fram snemma á kambríumskeiði fornlífsaldar eða fyrir um 530 milljónum ára. Fundist hafa steingerðar leifar frá kambríumtímabilinu af litlu möttuldýri með greinilega seil eða baklægan taugastreng. Þetta dýr hefur hlotið nafnið Pikaia og bendir margt til þess að það hafi verið forfaðir fiska. Fáir steingervingar eru þekktir frá þessum tíma og því er líklegt að fjöldi tegunda á þessu skeiði fornlífsaldar hafi ekki verið mikill.

Steingerðar leifar Pikaia sem fundust í Burgess-steingervingalögum í Bresku-Kólumbíu í Kanada.

Frumstæðustu tegundir fiska voru svokallaðir vankjálkar (Agnatha) sem þróuðust út frá möttuldýrum. Dæmi um fiska frá þessum tíma eru tegundir af ættkvíslinni Haikouichthys. Þessir vankjálkar voru smávaxnir eða aðeins um 2,5 cm á lengd og vógu örfá grömm. Þess má geta að vankjálkar eru til enn þann dag í dag en það eru svokallaðir hringmunnar (Cyclostomata) sem taldir eru vera frumstæðasti hópur núlifandi hryggdýra. Hringmunnar greinast í tvo undirhópa, steinsugur (Hyperoartia) og slímála (Myxini).

Steinsuga af tegundinni Lampetra fluviatilis. Steinsugur tilheyra vankjálkum eins og fyrstu fiskarnir. Þær eru meðal frumstæðustu hryggdýrana sem lifa í dag. Allflestar steinsugur eru svokölluð ytri sníkjudýr á fiskum sem bíta sig fasta við fiska og sjúga blóð úr þeim.

Mikilvægt skref í þróun fiska varð fyrir um 400 milljón árum með tilkomu hreyfanlegs kjálka. Þá varð mjög mikil tegundaútgeislun meðal fiska og fram komu tegundir eins og brynháfar (Placodermi) sem eru meðal fyrstu fulltrúa kjálkafiska. Með kjálkum kom öflugri veiðifærni og öndunarhæfileikar fiska breyttust sem gerði þessum merka hópi hryggdýra kleift að breiðast út um heimshöfin.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.3.2018

Spyrjandi

Þórdís Lilja Guðnadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu? “ Vísindavefurinn, 15. mars 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75418.

Jón Már Halldórsson. (2018, 15. mars). Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75418

Jón Már Halldórsson. „Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu? “ Vísindavefurinn. 15. mar. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75418>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?
Upprunalega spurningin var á þessa leið:

Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta.

Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fram snemma á kambríumskeiði fornlífsaldar eða fyrir um 530 milljónum ára. Fundist hafa steingerðar leifar frá kambríumtímabilinu af litlu möttuldýri með greinilega seil eða baklægan taugastreng. Þetta dýr hefur hlotið nafnið Pikaia og bendir margt til þess að það hafi verið forfaðir fiska. Fáir steingervingar eru þekktir frá þessum tíma og því er líklegt að fjöldi tegunda á þessu skeiði fornlífsaldar hafi ekki verið mikill.

Steingerðar leifar Pikaia sem fundust í Burgess-steingervingalögum í Bresku-Kólumbíu í Kanada.

Frumstæðustu tegundir fiska voru svokallaðir vankjálkar (Agnatha) sem þróuðust út frá möttuldýrum. Dæmi um fiska frá þessum tíma eru tegundir af ættkvíslinni Haikouichthys. Þessir vankjálkar voru smávaxnir eða aðeins um 2,5 cm á lengd og vógu örfá grömm. Þess má geta að vankjálkar eru til enn þann dag í dag en það eru svokallaðir hringmunnar (Cyclostomata) sem taldir eru vera frumstæðasti hópur núlifandi hryggdýra. Hringmunnar greinast í tvo undirhópa, steinsugur (Hyperoartia) og slímála (Myxini).

Steinsuga af tegundinni Lampetra fluviatilis. Steinsugur tilheyra vankjálkum eins og fyrstu fiskarnir. Þær eru meðal frumstæðustu hryggdýrana sem lifa í dag. Allflestar steinsugur eru svokölluð ytri sníkjudýr á fiskum sem bíta sig fasta við fiska og sjúga blóð úr þeim.

Mikilvægt skref í þróun fiska varð fyrir um 400 milljón árum með tilkomu hreyfanlegs kjálka. Þá varð mjög mikil tegundaútgeislun meðal fiska og fram komu tegundir eins og brynháfar (Placodermi) sem eru meðal fyrstu fulltrúa kjálkafiska. Með kjálkum kom öflugri veiðifærni og öndunarhæfileikar fiska breyttust sem gerði þessum merka hópi hryggdýra kleift að breiðast út um heimshöfin.

Myndir:

...