Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:38 • Sest 00:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:35 • Síðdegis: 22:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:26 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:38 • Sest 00:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:35 • Síðdegis: 22:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:26 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lifa slímálar?

Jón Már Halldórsson

Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum öðrum hryggdýrum.

Tegundir slímálaflokksins (Myxini) eru langar og mjóslegnar, fölbleikar að lit og eru eflaust best þekktar fyrir undarlegan kjaft sem þær hafa, auk fjölda króka sem gegna meðal annars því hlutverki að bora gegnum hreistur fiska. Þeir sem hafa handfjatlað þessi sérstöku dýr kannast eflaust við allt það slím sem þau gefa frá sér og getur verið afar hvimleitt. Sennilegt er að slímið sé til varnar, slímkirtlar kringum allan líkamann bregðist við ágengni manna eða dýra með því að seyta slími.

Til slímála teljast sennilega 32 tegundir. Auk þess að tilheyra slímálaflokknum (Myxini), teljast þeir flokkunafræðilega til ættbálksins holgóma (Myxiniformes) og ættarinnar Myxinidae eða slímálaætt. Þekktar eru 6 ættkvíslir meðal slímála.

Slímálar eru oftast sníkjudýr og sjúga sig fasta við önnur dýr, yfirleitt hægsynda fiska, og sjúga úr þeim blóð og annan líkamsvessa. Þeir eru einnig meðal fyrstu gesta í hræ stærri dýra sem liggja á hafsbotninum. Slímálar hafa afar lélega sjón og styðjast að mestu við vel þróað þefskyn sitt til að rata á bráð eða hræ. Snertiskyn þeirra er líka afar næmt og umhverfis kjaftinn hafa þeir hafa fjóra anga, eða þreifara, sem þeir nota til að leita sér að æti á hafsbotninum.

Margt í líffræði slímála skilur þá frá fiskum. Til dæmis hafa slímálar þrjú hjörtu en hvorki maga né kjálka. Uppbygging taugakerfis er mjög frábrugðin fiskum og seilin, eða hryggstrengurinn, er aðeins til staðar í fóstrinu en vantar í fullorðin dýr.

Slímálar ganga ekki gegnum lirfustig heldur er ungviðið nákvæm eftirlíking af fullorðnu dýrunum. Á ungviðisstiginu eru dýrin bæði með karl- og kvenkynfæri en verða á síðari stigum lífs síns annað hvort karl- eða kvenkyns. Þó þekkist það meðal margra tegunda að hver einstaklingur skipti um kyn eftir árstíma. Hver hrygna gýtur ekki mörgum eggjum en mikið er lagt í hvert egg, þau eru stór og tiltölulega fyrirferðarmikil. Þrátt fyrir þetta eru slímálar margir. Á einu smáu svæði undan austurströnd Bandaríkjanna töldu líffræðingar allt að 15 þúsund einstaklinga og hafa margir vísindamenn metið það svo að dánarhlutfall þessara dýra sé afar lágt.

Eins og áður var minnst á þá sækja slímálar talsvert í hræ og leita sér næringar með því að festa sig við aðra fiska og sjúga úr þeim blóð. En samkvæmt rannsóknum eru burstaormar sem halda sig í mjúkri botnleðjunni að öllum líkindum mikilvægasta fæða slímála. Efnaskipti slímála eru svo hæg að þeir geta verið án matar í mjög langan tíma, jafnvel nokkra mánuði.

Slímálar finnast á tempruðum og köldum hafsvæðum báðum megin við miðbaug. Atlantshafsslímállinn (Myxine glutinosa) sem finnst hér við land getur orðið allt að 75 cm á lengd. Tegundin Myxine ios hefur einnig fundist í hafinu kringum Ísland.

Heimildir og myndir:
  • D. Jensen. 1966. „The hagfish.“ Scientific American 214(2): 82-90
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík, 1990
  • Filin.km.ru
  • Cyhaus.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.6.2003

Spyrjandi

Inga Sigurbjörnsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig lifa slímálar?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2003, sótt 12. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3535.

Jón Már Halldórsson. (2003, 27. júní). Hvernig lifa slímálar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3535

Jón Már Halldórsson. „Hvernig lifa slímálar?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2003. Vefsíða. 12. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3535>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lifa slímálar?
Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum öðrum hryggdýrum.

Tegundir slímálaflokksins (Myxini) eru langar og mjóslegnar, fölbleikar að lit og eru eflaust best þekktar fyrir undarlegan kjaft sem þær hafa, auk fjölda króka sem gegna meðal annars því hlutverki að bora gegnum hreistur fiska. Þeir sem hafa handfjatlað þessi sérstöku dýr kannast eflaust við allt það slím sem þau gefa frá sér og getur verið afar hvimleitt. Sennilegt er að slímið sé til varnar, slímkirtlar kringum allan líkamann bregðist við ágengni manna eða dýra með því að seyta slími.

Til slímála teljast sennilega 32 tegundir. Auk þess að tilheyra slímálaflokknum (Myxini), teljast þeir flokkunafræðilega til ættbálksins holgóma (Myxiniformes) og ættarinnar Myxinidae eða slímálaætt. Þekktar eru 6 ættkvíslir meðal slímála.

Slímálar eru oftast sníkjudýr og sjúga sig fasta við önnur dýr, yfirleitt hægsynda fiska, og sjúga úr þeim blóð og annan líkamsvessa. Þeir eru einnig meðal fyrstu gesta í hræ stærri dýra sem liggja á hafsbotninum. Slímálar hafa afar lélega sjón og styðjast að mestu við vel þróað þefskyn sitt til að rata á bráð eða hræ. Snertiskyn þeirra er líka afar næmt og umhverfis kjaftinn hafa þeir hafa fjóra anga, eða þreifara, sem þeir nota til að leita sér að æti á hafsbotninum.

Margt í líffræði slímála skilur þá frá fiskum. Til dæmis hafa slímálar þrjú hjörtu en hvorki maga né kjálka. Uppbygging taugakerfis er mjög frábrugðin fiskum og seilin, eða hryggstrengurinn, er aðeins til staðar í fóstrinu en vantar í fullorðin dýr.

Slímálar ganga ekki gegnum lirfustig heldur er ungviðið nákvæm eftirlíking af fullorðnu dýrunum. Á ungviðisstiginu eru dýrin bæði með karl- og kvenkynfæri en verða á síðari stigum lífs síns annað hvort karl- eða kvenkyns. Þó þekkist það meðal margra tegunda að hver einstaklingur skipti um kyn eftir árstíma. Hver hrygna gýtur ekki mörgum eggjum en mikið er lagt í hvert egg, þau eru stór og tiltölulega fyrirferðarmikil. Þrátt fyrir þetta eru slímálar margir. Á einu smáu svæði undan austurströnd Bandaríkjanna töldu líffræðingar allt að 15 þúsund einstaklinga og hafa margir vísindamenn metið það svo að dánarhlutfall þessara dýra sé afar lágt.

Eins og áður var minnst á þá sækja slímálar talsvert í hræ og leita sér næringar með því að festa sig við aðra fiska og sjúga úr þeim blóð. En samkvæmt rannsóknum eru burstaormar sem halda sig í mjúkri botnleðjunni að öllum líkindum mikilvægasta fæða slímála. Efnaskipti slímála eru svo hæg að þeir geta verið án matar í mjög langan tíma, jafnvel nokkra mánuði.

Slímálar finnast á tempruðum og köldum hafsvæðum báðum megin við miðbaug. Atlantshafsslímállinn (Myxine glutinosa) sem finnst hér við land getur orðið allt að 75 cm á lengd. Tegundin Myxine ios hefur einnig fundist í hafinu kringum Ísland.

Heimildir og myndir:
  • D. Jensen. 1966. „The hagfish.“ Scientific American 214(2): 82-90
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík, 1990
  • Filin.km.ru
  • Cyhaus.com
...