Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?

Jón Már Halldórsson

Hryggdýr (Vertebrate) er undirfylking svonefndra seildýra (Cordata). Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra en helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en kemur fyrir á einhverjum stigum í þroskaferli annarra seildýra. Seilin verður að hrygg og hauskúpu hjá hryggdýrum.

Hryggurinn er afar merkilegt fyrirbæri. Hann ver mænuna sem er hluti af miðtaugakerfi hryggdýra auk þess sem hann er mikilvægur í stoðkerfi dýranna og leikur stærsta hlutverkið í að halda þeim í nauðsynlegri líkamsstöðu.

Hryggdýr eru mjög fjölbreyttur hópur dýra en öll eiga þau það sameiginlegt að vera með baklægan taugastreng varinn af hryggsúlu.

Annað einkenni hryggdýra, sem þó er ekki einstakt meðal þeirra, er að þau hafa öll tvíhliða líkamsgerð og lokað flutningskerfi, það er æðakerfi, en slíkt finnst einnig hjá mörgum hryggleysingjum. Í lokuðum æðakerfum, líkt og finnst hjá hryggdýrum, er þrýstingi viðhaldið af slagæðum en oftast er eitt hjarta sem dælir blóði um líkama hryggdýra.

Hryggdýr skiptast í fimm flokka: fiska, froskdýr, fugla, skriðdýr og spendýr. Öll hryggdýr eru eins í grunninn, það er hafa höfuð og hryggjarsúlu sem ver miðtaugakerfið. Öll landhryggdýr eru með fjóra útlimi sem hafa á langri þróunarsögu þróast í vængi hjá fuglum. Hjá fiskum má auðveldlega sjá tengingu við þessa grunnlíkamsbyggingu þótt líkamsgerð þeirra sé aðlöguð lífi í vatni. Allt þetta bendir sterklega til sameiginlegs forföður hryggdýra sem var uppi fyrir rúmum hálfum milljarði ára.

Fiskar eru fyrstu hryggdýrin sem komu fram en elsta hryggdýrið sem vitað er um, og kannski má kalla það formóður allra hryggdýra, er talið hafa verið uppi fyrir um 525 miljónum ára. Þetta dýr hefur verið nefnt Myllokunmingia og er smávaxinn vankjálki, en svo kallast fiskar sem hafa ekki kjálka. Þetta dýr fannst í jarðlögum í Kína. Það hafði höfuð og stoðgrind gerða úr brjóski og hrygg sem umlukti viðkvæman baklægan taugastreng.

Steingerðar leifar Myllokunmingia, elsta hryggdýrsins sem vitað er um.

Talið er að landnám hryggdýra hafi hafist fyrir tæpum 400 milljónum ára og er það eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni. Um það má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.5.2013

Síðast uppfært

1.11.2022

Spyrjandi

Jóhanna Líf Halldórsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2013, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64136.

Jón Már Halldórsson. (2013, 27. maí). Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64136

Jón Már Halldórsson. „Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2013. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64136>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?
Hryggdýr (Vertebrate) er undirfylking svonefndra seildýra (Cordata). Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra en helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en kemur fyrir á einhverjum stigum í þroskaferli annarra seildýra. Seilin verður að hrygg og hauskúpu hjá hryggdýrum.

Hryggurinn er afar merkilegt fyrirbæri. Hann ver mænuna sem er hluti af miðtaugakerfi hryggdýra auk þess sem hann er mikilvægur í stoðkerfi dýranna og leikur stærsta hlutverkið í að halda þeim í nauðsynlegri líkamsstöðu.

Hryggdýr eru mjög fjölbreyttur hópur dýra en öll eiga þau það sameiginlegt að vera með baklægan taugastreng varinn af hryggsúlu.

Annað einkenni hryggdýra, sem þó er ekki einstakt meðal þeirra, er að þau hafa öll tvíhliða líkamsgerð og lokað flutningskerfi, það er æðakerfi, en slíkt finnst einnig hjá mörgum hryggleysingjum. Í lokuðum æðakerfum, líkt og finnst hjá hryggdýrum, er þrýstingi viðhaldið af slagæðum en oftast er eitt hjarta sem dælir blóði um líkama hryggdýra.

Hryggdýr skiptast í fimm flokka: fiska, froskdýr, fugla, skriðdýr og spendýr. Öll hryggdýr eru eins í grunninn, það er hafa höfuð og hryggjarsúlu sem ver miðtaugakerfið. Öll landhryggdýr eru með fjóra útlimi sem hafa á langri þróunarsögu þróast í vængi hjá fuglum. Hjá fiskum má auðveldlega sjá tengingu við þessa grunnlíkamsbyggingu þótt líkamsgerð þeirra sé aðlöguð lífi í vatni. Allt þetta bendir sterklega til sameiginlegs forföður hryggdýra sem var uppi fyrir rúmum hálfum milljarði ára.

Fiskar eru fyrstu hryggdýrin sem komu fram en elsta hryggdýrið sem vitað er um, og kannski má kalla það formóður allra hryggdýra, er talið hafa verið uppi fyrir um 525 miljónum ára. Þetta dýr hefur verið nefnt Myllokunmingia og er smávaxinn vankjálki, en svo kallast fiskar sem hafa ekki kjálka. Þetta dýr fannst í jarðlögum í Kína. Það hafði höfuð og stoðgrind gerða úr brjóski og hrygg sem umlukti viðkvæman baklægan taugastreng.

Steingerðar leifar Myllokunmingia, elsta hryggdýrsins sem vitað er um.

Talið er að landnám hryggdýra hafi hafist fyrir tæpum 400 milljónum ára og er það eitt af stærstu skrefum í þróun lífs á jörðunni. Um það má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvað þurfti til þess að hryggdýr gætu hafið landnám?

Heimildir og myndir:...