Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta fuglar flogið?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar.

Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið. Vængirnir eru oft tiltölulega stórir miðað við skrokk fuglsins og yfirleitt fljúga fuglarnir því betur sem þetta hlutfall er hagstæðara. Fuglarnir hreyfa vængina á ákveðinn hátt sem verður til þess að þeir lyftast frá jörð og hreyfast yfirleitt fram á við um leið. Þetta gerist vegna þess að vængirnir spyrna í loftið þegar þeir eru á leið niður á við miðað við bol fuglsins. Vegna lögunar vængjanna og fleiri atriða er þessi spyrna upp á við miklu meiri en spyrnan niður á við þegar vængurinn færist upp.



Þetta er einna líkast því sem gerist þegar við syndum. Við spyrnum þá í vatnið aftur á bak og niður á við með höndum og fótum og vatnið spyrnir okkur þá fram og upp á við á móti. Þegar við hreyfum hendurnar eða fætur aftur fram á við gætum við þess að spyrnan frá vatninu á okkur aftur á bak verði sem minnst.

Flug fugla er hins vegar ekki líkt sundi fiska enda heldur vatnið lifandi fiskum uppi og þeir þurfa þess vegna frekar lítið að hafa fyrir því að hreyfa sig í vatninu. Eins er flug fugla ólíkt flugi loftbelgja, af svipuðum ástæðum. Sömuleiðis fljúga fuglar á allt annan hátt en venjulegar flugvélar því að flug þeirra byggist á hraða loftsins miðað við flugvélarvænginn.

Flug fugla kostar þá mikla orku, miklu meiri en flestar aðrar hreyfingar dýra. Þeir þurfa því að vera mjög duglegir að afla sér orkuríkrar fæðu og nýta hana vel. En þetta helst í hendur eins og margt annað í náttúrunni: Af því að fuglarnir geta flogið hafa þeir einmitt góða yfirsýn og geta aflað mikillar fæðu.

Þess ber einnig að geta að fuglarnir eru ekki einu dýrin sem geta flogið. Leðurblökurnar geta það líka en þær eru spendýr. Sá sem þetta ritar hefur einu sinni séð leðurblökur úti í náttúrunni. Þær héngu í stórum hópum niður úr greinum á trjám og flugu svo öðru hverju. En flugið var í rauninni furðu líkt flugi venjulegra fugla, þó að þær séu að ýmsu leyti ólíkar fuglum, til dæmis ekki fiðraðar.

Það getur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með flugi fugla og sjá til að mynda hvað það getur verið ólíkt. Sumir fuglar eiga greinilega erfitt með flug, þurfa að taka eins konar tilhlaup til að komast á loft og eru þungir í loftinu. Dæmi um þetta eru ýmsar endur og gæsir. Aðrir virðast léttir eins og fis, geta haldið sér kyrrum í loftinu og jafnframt verið mjög snöggir í hreyfingum. Dæmi um þetta er krían sem Íslendingar þekkja vel. Hún er líka mikill ferðalangur því að hún fer næstum fram og aftur milli heimskautanna á hverju ári. Svo er líka gaman að skoða ýmsa bjargfugla sem nýta sér uppstreymi lofts við bjargbrúnina til að svífa þar án fyrirhafnar.

Vegna þess að fuglarnir geta einmitt flogið hafa þeir lagt undir sig af sjálfsdáðum nær allt land á jörðinni. Það hafa spendýrin hins vegar ekki gert nema þá helst leðurblökurnar. Þannig voru til dæmis engin spendýr á ýmsum afskekktum eyjum þegar mennirnir komu þar fyrst. Þetta á til að mynda við um Galapagos-eyjar og Nýja-Sjáland. Charles Darwin tók vel eftir þessu þegar hann fór kringum hnöttinn kringum 1830 og það var eitt af því sem leiddi síðar til þróunarkenningarinnar.

Hægt er lesa meira um efni tengt spurningunni með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Mynd: Skolestua til Åskollen

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Margrét Finnbogadóttir, f. 1995

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig geta fuglar flogið?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4897.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2005, 18. apríl). Hvernig geta fuglar flogið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4897

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig geta fuglar flogið?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4897>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta fuglar flogið?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar.

Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið. Vængirnir eru oft tiltölulega stórir miðað við skrokk fuglsins og yfirleitt fljúga fuglarnir því betur sem þetta hlutfall er hagstæðara. Fuglarnir hreyfa vængina á ákveðinn hátt sem verður til þess að þeir lyftast frá jörð og hreyfast yfirleitt fram á við um leið. Þetta gerist vegna þess að vængirnir spyrna í loftið þegar þeir eru á leið niður á við miðað við bol fuglsins. Vegna lögunar vængjanna og fleiri atriða er þessi spyrna upp á við miklu meiri en spyrnan niður á við þegar vængurinn færist upp.



Þetta er einna líkast því sem gerist þegar við syndum. Við spyrnum þá í vatnið aftur á bak og niður á við með höndum og fótum og vatnið spyrnir okkur þá fram og upp á við á móti. Þegar við hreyfum hendurnar eða fætur aftur fram á við gætum við þess að spyrnan frá vatninu á okkur aftur á bak verði sem minnst.

Flug fugla er hins vegar ekki líkt sundi fiska enda heldur vatnið lifandi fiskum uppi og þeir þurfa þess vegna frekar lítið að hafa fyrir því að hreyfa sig í vatninu. Eins er flug fugla ólíkt flugi loftbelgja, af svipuðum ástæðum. Sömuleiðis fljúga fuglar á allt annan hátt en venjulegar flugvélar því að flug þeirra byggist á hraða loftsins miðað við flugvélarvænginn.

Flug fugla kostar þá mikla orku, miklu meiri en flestar aðrar hreyfingar dýra. Þeir þurfa því að vera mjög duglegir að afla sér orkuríkrar fæðu og nýta hana vel. En þetta helst í hendur eins og margt annað í náttúrunni: Af því að fuglarnir geta flogið hafa þeir einmitt góða yfirsýn og geta aflað mikillar fæðu.

Þess ber einnig að geta að fuglarnir eru ekki einu dýrin sem geta flogið. Leðurblökurnar geta það líka en þær eru spendýr. Sá sem þetta ritar hefur einu sinni séð leðurblökur úti í náttúrunni. Þær héngu í stórum hópum niður úr greinum á trjám og flugu svo öðru hverju. En flugið var í rauninni furðu líkt flugi venjulegra fugla, þó að þær séu að ýmsu leyti ólíkar fuglum, til dæmis ekki fiðraðar.

Það getur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með flugi fugla og sjá til að mynda hvað það getur verið ólíkt. Sumir fuglar eiga greinilega erfitt með flug, þurfa að taka eins konar tilhlaup til að komast á loft og eru þungir í loftinu. Dæmi um þetta eru ýmsar endur og gæsir. Aðrir virðast léttir eins og fis, geta haldið sér kyrrum í loftinu og jafnframt verið mjög snöggir í hreyfingum. Dæmi um þetta er krían sem Íslendingar þekkja vel. Hún er líka mikill ferðalangur því að hún fer næstum fram og aftur milli heimskautanna á hverju ári. Svo er líka gaman að skoða ýmsa bjargfugla sem nýta sér uppstreymi lofts við bjargbrúnina til að svífa þar án fyrirhafnar.

Vegna þess að fuglarnir geta einmitt flogið hafa þeir lagt undir sig af sjálfsdáðum nær allt land á jörðinni. Það hafa spendýrin hins vegar ekki gert nema þá helst leðurblökurnar. Þannig voru til dæmis engin spendýr á ýmsum afskekktum eyjum þegar mennirnir komu þar fyrst. Þetta á til að mynda við um Galapagos-eyjar og Nýja-Sjáland. Charles Darwin tók vel eftir þessu þegar hann fór kringum hnöttinn kringum 1830 og það var eitt af því sem leiddi síðar til þróunarkenningarinnar.

Hægt er lesa meira um efni tengt spurningunni með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Mynd: Skolestua til Åskollen...