Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru skriðdýr?

Jón Már Halldórsson

Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðdýrum fyrir langa löngu.

Eins og hjá spendýrum og fuglum þá fer frjóvgun skriðdýra fram innvortis. Ólíkt lang flestum spendýrum verpa skriðdýr eggjum eins og fuglar en þau eru með leðurkennda skurn. Skinn skriðdýra er frábrugðið öðrum hryggdýrum á þann hátt að það er þurrt og hreisturkennt. Ólíkt fuglum og spendýrum sem hafa jafnheitt blóð þá eru skriðdýr með misheitt blóð eins og froskdýr og fiskar.


Eðlur eru einn hópur skriðdýra.

Skriðdýr þróuðust frá froskdýrum á kolatímabilinu fyrir um 250 milljónum ára. Tilkoma þeirra var mikil bylting í aðlögun hryggdýra að lífi á landi enda eru froskdýr afar háð vatni, meðal annars þar sem húð þeirra er einstaklega viðkvæm fyrir þurrki og öll æxlun þeirra er bundin vatni. Það sem þykir hvað merkilegast er að tiltölulega snemma í þróunarsögu skriðdýra komu fram skriðdýr sem höfðu mörg einkenni spendýra og fljótlega upp frá því komu spendýr fram eða fyrir um 200 milljónum ára síðan.

Til skriðdýra teljast nokkrir hópar. Það eru krókódílar, skjaldbökur, eðlur, snákar og ranakollur. Fjölmargir útdauðir hópar þekkjast svo sem fiskeðlur (Ichthyosaurus), risaeðlur (Dinosaurus) og flugeðlur (Pterosaurus).

Í dag teljast um 6000 tegundir til skriðdýra, litlu færri en núlifandi fuglategundir en fleiri en núlifandi spendýrategundir.

Mynd: Steven Pinker

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.2.2005

Spyrjandi

Heimir Ingi Guðmundsson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru skriðdýr?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2005, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4765.

Jón Már Halldórsson. (2005, 21. febrúar). Hvað eru skriðdýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4765

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru skriðdýr?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2005. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4765>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru skriðdýr?
Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðdýrum fyrir langa löngu.

Eins og hjá spendýrum og fuglum þá fer frjóvgun skriðdýra fram innvortis. Ólíkt lang flestum spendýrum verpa skriðdýr eggjum eins og fuglar en þau eru með leðurkennda skurn. Skinn skriðdýra er frábrugðið öðrum hryggdýrum á þann hátt að það er þurrt og hreisturkennt. Ólíkt fuglum og spendýrum sem hafa jafnheitt blóð þá eru skriðdýr með misheitt blóð eins og froskdýr og fiskar.


Eðlur eru einn hópur skriðdýra.

Skriðdýr þróuðust frá froskdýrum á kolatímabilinu fyrir um 250 milljónum ára. Tilkoma þeirra var mikil bylting í aðlögun hryggdýra að lífi á landi enda eru froskdýr afar háð vatni, meðal annars þar sem húð þeirra er einstaklega viðkvæm fyrir þurrki og öll æxlun þeirra er bundin vatni. Það sem þykir hvað merkilegast er að tiltölulega snemma í þróunarsögu skriðdýra komu fram skriðdýr sem höfðu mörg einkenni spendýra og fljótlega upp frá því komu spendýr fram eða fyrir um 200 milljónum ára síðan.

Til skriðdýra teljast nokkrir hópar. Það eru krókódílar, skjaldbökur, eðlur, snákar og ranakollur. Fjölmargir útdauðir hópar þekkjast svo sem fiskeðlur (Ichthyosaurus), risaeðlur (Dinosaurus) og flugeðlur (Pterosaurus).

Í dag teljast um 6000 tegundir til skriðdýra, litlu færri en núlifandi fuglategundir en fleiri en núlifandi spendýrategundir.

Mynd: Steven Pinker ...