Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?

Jón Már Halldórsson

Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngur tilheyra hópi sem kallast Squamata en eru aðskildar í undirhópa. Slöngur og eðlur hafa þannig margt sameiginlegt, svo sem hið hreyfanlega kjálkabein (e. quadrate) sem gerir efri kjálkann hreyfanlegan gagnvart höfuðkúpu.

Græneðlur (Iguana iguana) eru vinsæl gæludýr.

Eðlur hafa tiltölulega vel þróaða sjónskynjun en samskipti þeirra á milli fara oft fram með litabreytingum á skinni. Slíkt er ákaflega vel þróað meðal kameljóna. Ferómón eða lyktarhormón leika einnig stórt hlutverk í samskiptum einstaklinga innan sömu tegundar.

Talsverður stærðarbreytileiki er meðal eðla. Minnstu eðlurnar eru einungis nokkrir sentimetrar en kómódódrekinn er stærsta núlifandi eðla heims og nær rúmlega þriggja metra lengd. Steingervingasagan sýnir dæmi um enn stærri eðlur eða allt að 7 metra svonefnda megalaníu af tegundinni Varanus piscus sem hinn kunni steingervingafræðingur Richard Owen uppgötvaði á öndverðri 19. öld. Hann gerði meðal annars merkar uppgötvanir á risaeðlum (Dinosauria).

Hefð hefur skapast um að skipta eðlum í fjóra undirflokka. Þeir nefnast á fræðimáli Iguania, Gekkota, Amphisbaena og Autarchoglossa.

Kameljón eiga til dæmis samskipti með litabreytingum.

Eðlur af undirflokknum Iguania finnast í suðurhluta Asíu, um gjörvalla Afríku, Ástralíu og í Suður- og Norður-Ameríku. Þær finnast einnig víða á Kyrrahafseyjum. Meðal ætta eru kameljón (Chamaeleonidae).

Innan undirflokksins Gekkota eru smávaxnar tegundir. Gekkóar (gekkonidae) tilheyra þeim undirflokki en það eru smávaxnar eðlur sem finnast víða um heim. Gekkóar eru langtegundaríkasta ætt eðla með rúmlega tvö þúsund tegundir.

Amphisbaena eða ormeðlur er lítt þekktur og undarlegur undirflokkur. Tegundirnar eru fótalausar, lifa neðanjarðarlífi og minna helst á stóra ánamaðka en þær verða sjaldnast lengri en 15 cm á lengd. Útbreiðslu þeirra takmarkast við strandsvæði Afríku og Suður-Ameríku en einnig finnast þessi dýr á Arabíuskaga. Eins og áður segir hafa ormeðlur ekki útlimi en auk þess skortir þær ytri eyru og eru augu þeirra hulin undir skinnfellingum.

Gílaeðlan (Heloderma suspectum) er eitruð og getur reynst mönnum hættuleg.

Flestar eðlur eru hættulausar mönnum. Þó eru undantekningar á því, eins og sjá má með kómódódrekann (Varanus komodoensis) sem er stórhættulegur mönnum og hefur reyndar banað fólki.

Í Norður-Ameríku lifir gílaeðlan (Heloderma suspectum) sem býr yfir kröftugu eitri og getur reynst mönnum hættuleg. Önnur eðla, hin sjaldgæfa skeggeðla (Heloderma horridum), býr líkt og gílaeðlan yfir kröftugu taugaeitri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Byiuo, John L.; King, F. Wayne (1979). The Audubon Society Field Guide to Reptiles and Amphibians of North America. New York: Alfred A. Knopf. 581 bls.
  • Freiberg, Dr. Marcos; Walls, Jerry (1984). The World of Venomous Animals.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.3.2011

Spyrjandi

Kara G.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2011, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58711.

Jón Már Halldórsson. (2011, 29. mars). Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58711

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2011. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58711>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?
Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngur tilheyra hópi sem kallast Squamata en eru aðskildar í undirhópa. Slöngur og eðlur hafa þannig margt sameiginlegt, svo sem hið hreyfanlega kjálkabein (e. quadrate) sem gerir efri kjálkann hreyfanlegan gagnvart höfuðkúpu.

Græneðlur (Iguana iguana) eru vinsæl gæludýr.

Eðlur hafa tiltölulega vel þróaða sjónskynjun en samskipti þeirra á milli fara oft fram með litabreytingum á skinni. Slíkt er ákaflega vel þróað meðal kameljóna. Ferómón eða lyktarhormón leika einnig stórt hlutverk í samskiptum einstaklinga innan sömu tegundar.

Talsverður stærðarbreytileiki er meðal eðla. Minnstu eðlurnar eru einungis nokkrir sentimetrar en kómódódrekinn er stærsta núlifandi eðla heims og nær rúmlega þriggja metra lengd. Steingervingasagan sýnir dæmi um enn stærri eðlur eða allt að 7 metra svonefnda megalaníu af tegundinni Varanus piscus sem hinn kunni steingervingafræðingur Richard Owen uppgötvaði á öndverðri 19. öld. Hann gerði meðal annars merkar uppgötvanir á risaeðlum (Dinosauria).

Hefð hefur skapast um að skipta eðlum í fjóra undirflokka. Þeir nefnast á fræðimáli Iguania, Gekkota, Amphisbaena og Autarchoglossa.

Kameljón eiga til dæmis samskipti með litabreytingum.

Eðlur af undirflokknum Iguania finnast í suðurhluta Asíu, um gjörvalla Afríku, Ástralíu og í Suður- og Norður-Ameríku. Þær finnast einnig víða á Kyrrahafseyjum. Meðal ætta eru kameljón (Chamaeleonidae).

Innan undirflokksins Gekkota eru smávaxnar tegundir. Gekkóar (gekkonidae) tilheyra þeim undirflokki en það eru smávaxnar eðlur sem finnast víða um heim. Gekkóar eru langtegundaríkasta ætt eðla með rúmlega tvö þúsund tegundir.

Amphisbaena eða ormeðlur er lítt þekktur og undarlegur undirflokkur. Tegundirnar eru fótalausar, lifa neðanjarðarlífi og minna helst á stóra ánamaðka en þær verða sjaldnast lengri en 15 cm á lengd. Útbreiðslu þeirra takmarkast við strandsvæði Afríku og Suður-Ameríku en einnig finnast þessi dýr á Arabíuskaga. Eins og áður segir hafa ormeðlur ekki útlimi en auk þess skortir þær ytri eyru og eru augu þeirra hulin undir skinnfellingum.

Gílaeðlan (Heloderma suspectum) er eitruð og getur reynst mönnum hættuleg.

Flestar eðlur eru hættulausar mönnum. Þó eru undantekningar á því, eins og sjá má með kómódódrekann (Varanus komodoensis) sem er stórhættulegur mönnum og hefur reyndar banað fólki.

Í Norður-Ameríku lifir gílaeðlan (Heloderma suspectum) sem býr yfir kröftugu eitri og getur reynst mönnum hættuleg. Önnur eðla, hin sjaldgæfa skeggeðla (Heloderma horridum), býr líkt og gílaeðlan yfir kröftugu taugaeitri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Byiuo, John L.; King, F. Wayne (1979). The Audubon Society Field Guide to Reptiles and Amphibians of North America. New York: Alfred A. Knopf. 581 bls.
  • Freiberg, Dr. Marcos; Walls, Jerry (1984). The World of Venomous Animals.

Myndir:...