Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er íslenska þýðingin á „leopard lizard“ og hvað getið þið sagt mér um hana?

Jón Már Halldórsson

Það sem á ensku kallast „leopard lizard“ er ekki ein tegund eðlna heldur þrjár sem allar tilheyra ættinni Crotaphytida og ættkvíslinni Gambelia. Þetta eru tegundirnar:
  • Gambelia wislizenii (e. Long-nosed leopard lizard)
  • Gambelia copei (e. Cope's leopard lizard)
  • Gambelia sila (e. Blunt-nosed leopard lizard)
Eins og fleiri dýr og flokkar dýra sem ekki eiga fulltrúa í íslenskri náttúru hafa þessar eðlur ekki fengið íslensk heiti. Í umfjölluninni hér á eftir eru því notuð fræðiheiti umræddra tegunda.

Ættkvíslarheitið Gambelia er í höfuðið á ameríska náttúrufræðingnum William Gambel (1819-1849). Hann eyddi miklum tíma í að safna fuglum og var fyrstur til að stunda fuglaathuganir í Kaliforníu á fyrri hluta 19. aldar. Hann lést aðeins þrítugur að aldri, af völdum taugaveiki sem hann smitaðist af í einum af leiðöngrum sínum um vesturfylki Bandaríkjanna. Það má segja að Gambel hafi brotið eina af meginsiðareglum náttúrufræðinnar með því að nefna fuglategund í höfuðið á sjálfum sér, Callipepla gambelii. Hins vegar er ættkvíslarheitið á eðlunum sem hér eru til umfjöllunar ekki frá Gambel sjálfum komið heldur honum til heiðurs vegna ómetanlegs framlags hans til dýrafræðirannsókna í vestanverðum Bandaríkjunum á 19. öld.

Gambelia wislizenii er stærsta tegund ættkvíslarinnar. Hausinn er hlutfallslega stór miðað við búkinn og trýnið langt eins og enskt nafn hennar ber með sér (Long-nosed leopard lizard). Þessar eðlur eru á bilinu 22–38 cm á lengd en talsverður stærðarmunur er á kynjunum þar sem kvendýrið er stærra. Enginn litamunur er á kynjunum nema á æxlunartíma en þá fær kvendýrið rauða flekki á vangana.


G. wislizenii finnst í vesturhluta Bandaríkjanna, frá Oregonfylki til Idaho í norðri og suður til nyrstu héraða Mexíkó. Hún er algengust á eyðimerkursvæðum þar sem gróður er lítill. Rannsóknir hafa sýnt að á svæðum þar sem þéttleiki er mestur, meðal annars á svæðum innan Nevada, getur hann verið meiri en 5 dýr á hektara.

Æxlunartíminn er á vorin og verpir kvendýrið í júní eða júlí, alls 5-7 eggjum. Ungviðið verður oftast kynþroska árið eftir.

Eins og aðrar tegundir ættarinnar þá leggur G. wislizenii sér til munns ýmsar smærri eðlur, skordýr eða aðra hryggleysingja sem verða á vegi hennar í eyðimörkinni. Stundum kemur það fyrir að hún veiðir smávaxin nagdýr sem hún getur ráðið við. Veiðiaðferðir hennar felast í árás úr launsátri en sjaldgæft er að hún hlaupi uppi fæðuna þar sem bráðin er oftast snarari í snúningum en hún.

Ef eðlunni er ógnað stendur hún oftast grafkyrr en tekur síðan skyndilega á rás og flýr undir stein eða í runnagróður. Ef hún er króuð af hvæsir hún hátt og snýst hiklaust til varnar og bítur. Hún er ekki eitruð en fólk getur fengið alvarlegar bakteríusýkingar vegna slíkra bitsára.

G. wislizenii á sér marga óvini meðal eyðimerkurdýra svo sem hauka, sléttuhunda, greifingja og eyðimerkurrefi.

Gambelia copei eða Cope´s leopard eðlan er nefnd eftir frægum skriðdýrafræðingi, Edward D. Cope að nafni. Hún er tiltölulega stór, kvendýrið er að meðaltali tæplega 24 cm á lengd en karldýrið um 20 cm. G. copei er mun sterklegri að byggingu en G. wislizenii. Enginn litamunur er á kynjunum nema á æxlunartímanum þegar kvendýrið fær rauðar skellur í vanga. G. copei var löngum talin vera deilitegund G. wislizenii en er nú talin sérstök tegund.


G. copei lifir í suðvesturhluta Bandaríkjanna, frá San Diegosýslu í Kaliforníufylki suður að höfðasvæðinu (Cape region) við Kaliforníuflóa meðal annars á eyjunum de Cedros, Magdalena, og Santa Margarita. Búsvæði G. copei eru mun fjölbreytilegri en frænku hennar G. wislizenii svo sem kjarrlendi og skógarsvæði, ekki síður en eyðimerkur Kaliforníu.

Veiðiaðferðir G. copei eru áþekkar G. wislizenii. Hún situr fyrir bráðinni og stekkur á hana og grípur með skoltinum. Fæðan er fjölbreytt en stærri hluti hennar eru hryggdýr en hjá G. wislizenii svo sem nagdýr, eðlur og litlir snákar. G. copei er mun öflugara hlaupadýr en G. wislizenii og sést oftar en ekki hlaupa á ankanalegan hátt á afturlöppunum.

Gambelia sila eða Blunt-nosed leopard lizard er að öllu jöfnu minni en hinar tegundirnar tvær eða um 20 cm á lengd frá trýni og aftur á hala. Ólíkt G. wislizenii og G. copei er karldýr G. sila aðeins stærra en kvendýrið. G. sila er dekkri að lit en hinar tegundirnar tvær en líkt og frænkur hennar er kvendýrið með rauðar skellur á æxlunartímanum.


Af þeim þremur tegundum sem hér eru til umfjöllunar er G. sila í mestri útrýmingarhættu og finnst nú aðeins í San Joaquindalnum og aðliggjandi hæðum í Kaliforníu. Ástæðan fyrir því er að stórum hluta sú að búsvæði hennar hefur verið raskað með mannvirkjagerð og í tengslum við landbúnað.

Helsta fæða G. sila eru skordýr, aðallega engisprettur og krybbur, en einnig leggur hún sér til munns eðlur og aðra bráð sem á vegi hennar verður og hún ræður við að éta.

Ein varnaraðferð sem þekkist meðal þessara eðlna er að losa sig við skottið ef rándýr nær tökum á því.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.1.2005

Spyrjandi

Jóhann Bjarki, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er íslenska þýðingin á „leopard lizard“ og hvað getið þið sagt mér um hana?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4711.

Jón Már Halldórsson. (2005, 12. janúar). Hver er íslenska þýðingin á „leopard lizard“ og hvað getið þið sagt mér um hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4711

Jón Már Halldórsson. „Hver er íslenska þýðingin á „leopard lizard“ og hvað getið þið sagt mér um hana?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4711>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er íslenska þýðingin á „leopard lizard“ og hvað getið þið sagt mér um hana?
Það sem á ensku kallast „leopard lizard“ er ekki ein tegund eðlna heldur þrjár sem allar tilheyra ættinni Crotaphytida og ættkvíslinni Gambelia. Þetta eru tegundirnar:

  • Gambelia wislizenii (e. Long-nosed leopard lizard)
  • Gambelia copei (e. Cope's leopard lizard)
  • Gambelia sila (e. Blunt-nosed leopard lizard)
Eins og fleiri dýr og flokkar dýra sem ekki eiga fulltrúa í íslenskri náttúru hafa þessar eðlur ekki fengið íslensk heiti. Í umfjölluninni hér á eftir eru því notuð fræðiheiti umræddra tegunda.

Ættkvíslarheitið Gambelia er í höfuðið á ameríska náttúrufræðingnum William Gambel (1819-1849). Hann eyddi miklum tíma í að safna fuglum og var fyrstur til að stunda fuglaathuganir í Kaliforníu á fyrri hluta 19. aldar. Hann lést aðeins þrítugur að aldri, af völdum taugaveiki sem hann smitaðist af í einum af leiðöngrum sínum um vesturfylki Bandaríkjanna. Það má segja að Gambel hafi brotið eina af meginsiðareglum náttúrufræðinnar með því að nefna fuglategund í höfuðið á sjálfum sér, Callipepla gambelii. Hins vegar er ættkvíslarheitið á eðlunum sem hér eru til umfjöllunar ekki frá Gambel sjálfum komið heldur honum til heiðurs vegna ómetanlegs framlags hans til dýrafræðirannsókna í vestanverðum Bandaríkjunum á 19. öld.

Gambelia wislizenii er stærsta tegund ættkvíslarinnar. Hausinn er hlutfallslega stór miðað við búkinn og trýnið langt eins og enskt nafn hennar ber með sér (Long-nosed leopard lizard). Þessar eðlur eru á bilinu 22–38 cm á lengd en talsverður stærðarmunur er á kynjunum þar sem kvendýrið er stærra. Enginn litamunur er á kynjunum nema á æxlunartíma en þá fær kvendýrið rauða flekki á vangana.


G. wislizenii finnst í vesturhluta Bandaríkjanna, frá Oregonfylki til Idaho í norðri og suður til nyrstu héraða Mexíkó. Hún er algengust á eyðimerkursvæðum þar sem gróður er lítill. Rannsóknir hafa sýnt að á svæðum þar sem þéttleiki er mestur, meðal annars á svæðum innan Nevada, getur hann verið meiri en 5 dýr á hektara.

Æxlunartíminn er á vorin og verpir kvendýrið í júní eða júlí, alls 5-7 eggjum. Ungviðið verður oftast kynþroska árið eftir.

Eins og aðrar tegundir ættarinnar þá leggur G. wislizenii sér til munns ýmsar smærri eðlur, skordýr eða aðra hryggleysingja sem verða á vegi hennar í eyðimörkinni. Stundum kemur það fyrir að hún veiðir smávaxin nagdýr sem hún getur ráðið við. Veiðiaðferðir hennar felast í árás úr launsátri en sjaldgæft er að hún hlaupi uppi fæðuna þar sem bráðin er oftast snarari í snúningum en hún.

Ef eðlunni er ógnað stendur hún oftast grafkyrr en tekur síðan skyndilega á rás og flýr undir stein eða í runnagróður. Ef hún er króuð af hvæsir hún hátt og snýst hiklaust til varnar og bítur. Hún er ekki eitruð en fólk getur fengið alvarlegar bakteríusýkingar vegna slíkra bitsára.

G. wislizenii á sér marga óvini meðal eyðimerkurdýra svo sem hauka, sléttuhunda, greifingja og eyðimerkurrefi.

Gambelia copei eða Cope´s leopard eðlan er nefnd eftir frægum skriðdýrafræðingi, Edward D. Cope að nafni. Hún er tiltölulega stór, kvendýrið er að meðaltali tæplega 24 cm á lengd en karldýrið um 20 cm. G. copei er mun sterklegri að byggingu en G. wislizenii. Enginn litamunur er á kynjunum nema á æxlunartímanum þegar kvendýrið fær rauðar skellur í vanga. G. copei var löngum talin vera deilitegund G. wislizenii en er nú talin sérstök tegund.


G. copei lifir í suðvesturhluta Bandaríkjanna, frá San Diegosýslu í Kaliforníufylki suður að höfðasvæðinu (Cape region) við Kaliforníuflóa meðal annars á eyjunum de Cedros, Magdalena, og Santa Margarita. Búsvæði G. copei eru mun fjölbreytilegri en frænku hennar G. wislizenii svo sem kjarrlendi og skógarsvæði, ekki síður en eyðimerkur Kaliforníu.

Veiðiaðferðir G. copei eru áþekkar G. wislizenii. Hún situr fyrir bráðinni og stekkur á hana og grípur með skoltinum. Fæðan er fjölbreytt en stærri hluti hennar eru hryggdýr en hjá G. wislizenii svo sem nagdýr, eðlur og litlir snákar. G. copei er mun öflugara hlaupadýr en G. wislizenii og sést oftar en ekki hlaupa á ankanalegan hátt á afturlöppunum.

Gambelia sila eða Blunt-nosed leopard lizard er að öllu jöfnu minni en hinar tegundirnar tvær eða um 20 cm á lengd frá trýni og aftur á hala. Ólíkt G. wislizenii og G. copei er karldýr G. sila aðeins stærra en kvendýrið. G. sila er dekkri að lit en hinar tegundirnar tvær en líkt og frænkur hennar er kvendýrið með rauðar skellur á æxlunartímanum.


Af þeim þremur tegundum sem hér eru til umfjöllunar er G. sila í mestri útrýmingarhættu og finnst nú aðeins í San Joaquindalnum og aðliggjandi hæðum í Kaliforníu. Ástæðan fyrir því er að stórum hluta sú að búsvæði hennar hefur verið raskað með mannvirkjagerð og í tengslum við landbúnað.

Helsta fæða G. sila eru skordýr, aðallega engisprettur og krybbur, en einnig leggur hún sér til munns eðlur og aðra bráð sem á vegi hennar verður og hún ræður við að éta.

Ein varnaraðferð sem þekkist meðal þessara eðlna er að losa sig við skottið ef rándýr nær tökum á því.

Heimildir og myndir: ...