
Alls eru rúmlega 2700 tegundir af slöngum þekktar í heiminum. Þegar nær dregur miðbaug eykst tegundafjölbreytileikinn. Í Kanada finnast eingöngu um 24 tegundir og í Evrópu 28 tegundir. Í Flórída í Bandaríkjunum lifa hins vegar tæplega 50 tegundir og í Brasilíu nokkur hundruð. Í Ástralíu er einnig mikið af slöngum, þar hafa fundist um 140 tegundir af landslöngum og 32 tegundir vatnasnáka. Af þessum fjölda slöngutegunda eru aðeins um 375 tegundir eitraðar manninum. Slöngur lifa villtar í öllum löndum heims nema á Suðurskautslandinu, Grænlandi, Íslandi, Írlandi og Nýja-Sjálandi. Þær hafa aðlagast margvíslegum búsvæðum eins og skóglendi, graslendi, eyðimerkursvæðum, ferskvatni og sjó.
Myndin er fengin af vefsetrinu Galeon