Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í eiturkirtli slangna eru frumur af þremur gerðum sem sjá um að framleiða eitur. Þetta eru svokallaðar basal-frumur, hvatberaríkar frumur sem samanstanda af keilulaga hvatberum og loks seytfrumur sem sjá um að seyta eitrinu úr kirtlinum.
Rannsóknir benda til þess að eiturkirtlarnir stjórni eiturframleiðslunni óháð taugakerfi snáksins. Hráefnið berst til kirtlanna með blóðinu og er það fengið úr fæðunni, til dæmis fitusýrum og prótíni.
Eiturmyndunarferlið er flókð enda getur eitrið samanstaðið af mismunandi efnum sem verka margvíslega á fórnarlambið.
Úr kirtlum snáksins liggur rás til höggtanna sem eru holar að innan. Þegar snákurinn bítur bráðina eða árásaraðilann, þrýstist eitrið úr kirtlinum með hjálp vöðvasamdráttar í vöðva sem liggur fyrir aftan kirtilinn, eitrið dælist þá eftir rásinni og inn í höggtennur og þaðan í sárið og sársaukafullur dauðdagi bíður fórnarlambsins.
Skýringarmynd sem sýnir hvernig eitur berst úr eiturkirtli í höggtennur.
Jón Már Halldórsson. „Hvernig framleiða slöngur eitur og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2005, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4961.
Jón Már Halldórsson. (2005, 27. apríl). Hvernig framleiða slöngur eitur og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4961
Jón Már Halldórsson. „Hvernig framleiða slöngur eitur og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2005. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4961>.