Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Er svartur sporðdreki hættulegur?

Jón Már Halldórsson

Allir sporðdrekar eru eitraðir. Stærri sporðdrekar eru sýnu hættulegri en þeir minni, enda geta stórir sporðdrekar yfirleitt komið meira eitri í fórnarlamb sitt.

Spyrjandi spyr um svarta sporðdrekann en fjölmargar sporðdrekategundir eru svartar að lit. Þær þekktustu finnast í norðanverðri Afríku og vestanverðri Asíu. Þetta eru tegundir innan ættkvíslar sem nefnist Androctonus en heitið, sem er gríska, má þýða sem 'sá sem drepur menn'. Þessir sporðdrekar eru yfirleitt um 10 cm langir og á hverju ári deyja fáeinir tugir manna af þeirra völdum. Sporðdrekarnir ráðast ekki á menn af fyrra bragði en stundum leita þeir í mannabústaði, til dæmis til að komast í skjól undan hitanum í eyðimörkinni, og þá geta orðið árekstrar á milli sporðdrekanna og manna sem enda stundum með stungu.

Fjölmargar sporðdrekategundir eru svartar á lit. Ein þeirra er tegundin Androctonus crassicauda.

Kunnust sporðdrekarnir innan Androctonus ættkvíslarinnar eru svonefndir digursporðar (Androctonus crassicauda) sem finnast aðallega á eyðimerkursvæðum í Austurlöndum nær. Eitur digursporðanna er mjög skaðlegt. Rannsóknir hafa sýnt að um helmingur tilraunamúsa drepst við magn sem svarar til 0,32 mg á hvert líkamskíló. Digursporðar eru þess vegna ein af eitruðustu dýrategundum í heimi. Eitrið leggst á taugakerfið og það brotnar hægt niður í líkama fórnarlambsins og nær að valda miklum skaða.

Það er óhætt að fullyrða að allir sporðdrekar, hvort sem þeir eru svartir eða öðruvísi á litinn, eru hættulegir. Sporðdrekaeitur er misskaðlegt en yfirleitt fylgir stungu mikill sviði og nokkrar tegundir hinna rúmlega 2.000 tegunda sem eru þekktar geta valdið mönnum varanlegum skaða og jafnvel dauða. Þó er reglan sú að sporðdrekar ráðast aldrei á mann að fyrra bragði heldur stinga þeir einungis í sjálfsvörn.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.9.2007

Spyrjandi

Hafdís Bjarnadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er svartur sporðdreki hættulegur?“ Vísindavefurinn, 13. september 2007. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6800.

Jón Már Halldórsson. (2007, 13. september). Er svartur sporðdreki hættulegur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6800

Jón Már Halldórsson. „Er svartur sporðdreki hættulegur?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2007. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6800>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er svartur sporðdreki hættulegur?
Allir sporðdrekar eru eitraðir. Stærri sporðdrekar eru sýnu hættulegri en þeir minni, enda geta stórir sporðdrekar yfirleitt komið meira eitri í fórnarlamb sitt.

Spyrjandi spyr um svarta sporðdrekann en fjölmargar sporðdrekategundir eru svartar að lit. Þær þekktustu finnast í norðanverðri Afríku og vestanverðri Asíu. Þetta eru tegundir innan ættkvíslar sem nefnist Androctonus en heitið, sem er gríska, má þýða sem 'sá sem drepur menn'. Þessir sporðdrekar eru yfirleitt um 10 cm langir og á hverju ári deyja fáeinir tugir manna af þeirra völdum. Sporðdrekarnir ráðast ekki á menn af fyrra bragði en stundum leita þeir í mannabústaði, til dæmis til að komast í skjól undan hitanum í eyðimörkinni, og þá geta orðið árekstrar á milli sporðdrekanna og manna sem enda stundum með stungu.

Fjölmargar sporðdrekategundir eru svartar á lit. Ein þeirra er tegundin Androctonus crassicauda.

Kunnust sporðdrekarnir innan Androctonus ættkvíslarinnar eru svonefndir digursporðar (Androctonus crassicauda) sem finnast aðallega á eyðimerkursvæðum í Austurlöndum nær. Eitur digursporðanna er mjög skaðlegt. Rannsóknir hafa sýnt að um helmingur tilraunamúsa drepst við magn sem svarar til 0,32 mg á hvert líkamskíló. Digursporðar eru þess vegna ein af eitruðustu dýrategundum í heimi. Eitrið leggst á taugakerfið og það brotnar hægt niður í líkama fórnarlambsins og nær að valda miklum skaða.

Það er óhætt að fullyrða að allir sporðdrekar, hvort sem þeir eru svartir eða öðruvísi á litinn, eru hættulegir. Sporðdrekaeitur er misskaðlegt en yfirleitt fylgir stungu mikill sviði og nokkrar tegundir hinna rúmlega 2.000 tegunda sem eru þekktar geta valdið mönnum varanlegum skaða og jafnvel dauða. Þó er reglan sú að sporðdrekar ráðast aldrei á mann að fyrra bragði heldur stinga þeir einungis í sjálfsvörn.

Mynd: