Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til einhver eitruð spendýr?

Jón Már Halldórsson

Eina spendýrið sem staðfest er að framleiði eitur er breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) sem er afar sérstætt spendýr og sker sig mjög frá öðrum spendýrum jarðarinnar. Eins og önnur spendýr hefur breiðnefurinn jafnheitt blóð en hitastig þess er lægra en hjá öðrum ættum spendýra eða 25-30 °C. Það er að jafnaði svipaður líkamshiti og hjá skriðdýrum.

Ýmis líffærafræðileg einkenni breiðnefsins eru meira í ætt við einkenni skriðdýra og fugla en spendýra. Þar er mest áberandi goggurinn sem breiðnefurinn hefur og sú staðreynd að hann verpir eggjum. Breiðnefurinn er af ættbálki nefdýra (Monotremata) og þekkjast nú aðeins 2 tegundir innan þess ættbálks. Hin tegundin er mjónefurinn (Tachyglossus aculeatus). Breiðnefurinn finnst eingöngu í austanverðri Ástralíu og á eyjunni Tasmaníu.

Breiðnefurinn hefur nokkurs konar spora á fótunum sem innihalda eitur. Þessir sporar eru einungis hjá karldýrunum og telja dýrafræðingar að eitursporar þessir séu notaðir í baráttu karldýranna um maka. Eitrið sem dýrin framleiða er nokkuð sterkt og getur auðveldlega drepið lítil spendýr, allt upp í hunda og ketti. Það eitur getur ekki orðið mönnum að fjörtjóni en veldur ákaflega miklum sársauka.

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á verkun eitursins á mannslíkamann og talið er að um 25 líffræðilega virk efni séu í eitrinu. Þegar það kemst inn í líkamann veldur ein prótíngerðin því að blóð fórnarlambsins flæðir að svæðinu sem varð fyrir stungunni og sýra veldur ákaflega miklum sviða. Annað prótín veldur því að blóðþrýstingur fórnarlambsins fellur sem leiðir til þess að fórnarlambið upplifir mikinn svima og jafnvel yfirlið. Nokkur efnasambönd í eitrinu valda því að vefir og æðar leysast upp þannig að eitrið berst betur út frá stungusvæðinu og síðast en ekki síst þá er sterkasta efnið í eitrinu prótín sem ræðst á taugafrumur sem hafa með sársaukaskynjun að gera. Það efni truflar starfsemi þessara taugafrumna og leiðir til ógurlegs sársauka. Sá sem verður fyrir eiturstungu breiðnefsins getur átt von á langri sjúkrahúslegu.

Myndin sýnir breiðnefinn í sínu uppáhalds umhverfi.

Myndin er fengin á þessari síðu um dýr í Ástralíu.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.1.2002

Spyrjandi

Daniel Sigurðsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til einhver eitruð spendýr?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2002, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2037.

Jón Már Halldórsson. (2002, 8. janúar). Eru til einhver eitruð spendýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2037

Jón Már Halldórsson. „Eru til einhver eitruð spendýr?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2002. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2037>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til einhver eitruð spendýr?
Eina spendýrið sem staðfest er að framleiði eitur er breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) sem er afar sérstætt spendýr og sker sig mjög frá öðrum spendýrum jarðarinnar. Eins og önnur spendýr hefur breiðnefurinn jafnheitt blóð en hitastig þess er lægra en hjá öðrum ættum spendýra eða 25-30 °C. Það er að jafnaði svipaður líkamshiti og hjá skriðdýrum.

Ýmis líffærafræðileg einkenni breiðnefsins eru meira í ætt við einkenni skriðdýra og fugla en spendýra. Þar er mest áberandi goggurinn sem breiðnefurinn hefur og sú staðreynd að hann verpir eggjum. Breiðnefurinn er af ættbálki nefdýra (Monotremata) og þekkjast nú aðeins 2 tegundir innan þess ættbálks. Hin tegundin er mjónefurinn (Tachyglossus aculeatus). Breiðnefurinn finnst eingöngu í austanverðri Ástralíu og á eyjunni Tasmaníu.

Breiðnefurinn hefur nokkurs konar spora á fótunum sem innihalda eitur. Þessir sporar eru einungis hjá karldýrunum og telja dýrafræðingar að eitursporar þessir séu notaðir í baráttu karldýranna um maka. Eitrið sem dýrin framleiða er nokkuð sterkt og getur auðveldlega drepið lítil spendýr, allt upp í hunda og ketti. Það eitur getur ekki orðið mönnum að fjörtjóni en veldur ákaflega miklum sársauka.

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á verkun eitursins á mannslíkamann og talið er að um 25 líffræðilega virk efni séu í eitrinu. Þegar það kemst inn í líkamann veldur ein prótíngerðin því að blóð fórnarlambsins flæðir að svæðinu sem varð fyrir stungunni og sýra veldur ákaflega miklum sviða. Annað prótín veldur því að blóðþrýstingur fórnarlambsins fellur sem leiðir til þess að fórnarlambið upplifir mikinn svima og jafnvel yfirlið. Nokkur efnasambönd í eitrinu valda því að vefir og æðar leysast upp þannig að eitrið berst betur út frá stungusvæðinu og síðast en ekki síst þá er sterkasta efnið í eitrinu prótín sem ræðst á taugafrumur sem hafa með sársaukaskynjun að gera. Það efni truflar starfsemi þessara taugafrumna og leiðir til ógurlegs sársauka. Sá sem verður fyrir eiturstungu breiðnefsins getur átt von á langri sjúkrahúslegu.

Myndin sýnir breiðnefinn í sínu uppáhalds umhverfi.

Myndin er fengin á þessari síðu um dýr í Ástralíu....