Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur?

Jón Már Halldórsson

Áttfætlur (Arachnida) er flokkur innan fylkingar liðfætlna (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem eru með 4 pör af fótum og tvískiptan líkama. Þær skortir einnig fálmara og vængi. Til áttfætlna teljast köngulær (Araneae), áttfætlumaurar (Acari) eða mítlar, langfætlur (Opiliones), sporðdrekar (Scorpiones), drekar (Pseudoscorpiones), líkir sporðdrekum en hafa ekki hala með eiturbroddi, og nokkrir minni og lítt þekktir ættbálkar. Sá reginmunur er á áttfætlum og skordýrum (Insecta) að skordýr hafa þrískiptan líkama, fálmara og vængi en skordýr eru einnig liðfætlur og þar liggur skyldleiki þessara flokka.

Í dag eru þekktar rúmlega 75.000 tegundir af áttfætlum og er fjölda nýrra tegunda lýst árlega, jafnvel um 1.000 tegundir á hverju ári. Langflestar tegundir áttfætlna eru innan ættbálks köngulóa eða um 35.000 tegundir, en til áttfætlumaura eða mítla teljast um 30.000 tegundir. Eflaust er heildarfjöldi mítla margfalt hærri þar sem þeir eru smáir og urmull tegunda lifir á lítt þekktum svæðum í regnskógum heimsins. Margir fræðimenn telja að heildarfjöldi tegunda áttfætlna sé nálægt einni milljón.




Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.3.2003

Spyrjandi

Andri Stefánsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2003, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3210.

Jón Már Halldórsson. (2003, 7. mars). Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3210

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2003. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3210>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur?
Áttfætlur (Arachnida) er flokkur innan fylkingar liðfætlna (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem eru með 4 pör af fótum og tvískiptan líkama. Þær skortir einnig fálmara og vængi. Til áttfætlna teljast köngulær (Araneae), áttfætlumaurar (Acari) eða mítlar, langfætlur (Opiliones), sporðdrekar (Scorpiones), drekar (Pseudoscorpiones), líkir sporðdrekum en hafa ekki hala með eiturbroddi, og nokkrir minni og lítt þekktir ættbálkar. Sá reginmunur er á áttfætlum og skordýrum (Insecta) að skordýr hafa þrískiptan líkama, fálmara og vængi en skordýr eru einnig liðfætlur og þar liggur skyldleiki þessara flokka.

Í dag eru þekktar rúmlega 75.000 tegundir af áttfætlum og er fjölda nýrra tegunda lýst árlega, jafnvel um 1.000 tegundir á hverju ári. Langflestar tegundir áttfætlna eru innan ættbálks köngulóa eða um 35.000 tegundir, en til áttfætlumaura eða mítla teljast um 30.000 tegundir. Eflaust er heildarfjöldi mítla margfalt hærri þar sem þeir eru smáir og urmull tegunda lifir á lítt þekktum svæðum í regnskógum heimsins. Margir fræðimenn telja að heildarfjöldi tegunda áttfætlna sé nálægt einni milljón.




Myndir:

...