Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hver er uppruni snáka?

Jón Már Halldórsson

Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffærafræði núlifandi snáka og skyldra hópa skriðdýra.

Ágrip af brotakenndri steingervingasögu snáka

Elstu heimildir um tilvist snáka eru frá fyrri hluta krítartímans eða frá því fyrir um 130 milljón árum síðan. Þetta eru steingerðar leyfar af snák sem fundust í Sahara eyðimörkinni í norðurhluta Afríku og hefur tegundinni verið gefið heitið Lapparentophis defrenni. Þessir steingervingar gefa þó aðeins brotakennda mynd af útliti dýrsins þar sem einungis hryggjarliðirnir hafa varðveist. Þessir hryggjarliðir hafa þó ýmis einkenni sem eru einstök fyrir snáka og menn hafa því dregið þá ályktun að dýrið sem þeir komu úr hafi verið snákur.

Annar mikilvægur hlekkur í steingervingasögu snáka eru steingervingar sem fundust í jarðlögum sem voru undir sjó fyrir um 100 milljón árum. Þeir tilheyra ættkvísl sem nefnd hefur verið Simoliophis og var talin hafa lifað að hluta til í sjó. Þessir snákar eru þó ekki taldir vera skyldir núlifandi hópum sæsnáka, en talið er að allar tegundir af þessum frumstæðu snákum, Simoliophis og Lapparentophis hafi dáið út undir lok krítartímans.

Boidae-ættin er talin vera elsta ætt núlifandi snáka. Slanga af tegundinni Boa imperator.

Heillegasti steingervingur snáks frá seinni hluta krítartímans fannst fyrir nokkrum áratugum í jarðlögum í Patagóníu í Argentínu. Í þessum steingerving má sjá heillega beinagrind með hryggjarliði, rifbein og hauskúpu. Tegund þessi hefur verið í kringum tveir metrar á lengd og hefur verið gefið heitið Dinilysia patagonica. Þessi forni patagóníusnákur ber ýmis einkenni Boidae-ættarinnar, en margar af stærstu og þekktustu snákategundum heims tilheyra henni svo sem tegundir af ættkvíslunum Boa og Python. Boidae-ættin er einmitt talin vera elsta ætt núlifandi snáka.

Önnur athyglisverð tegund sem uppi var seint á krítartímanum hefur fræðiheitið Gigantophis garstini. Nafnið er lýsandi fyrir tegundina því eftir því sem best er vitað er þetta stærsta tegund snáka sem hefur lifað á jörðinni. Talið er að þessir snákar hafi getað orðið allt að 16 metrar á lengd. Leyfar af tegundinni hafa fundist í Egyptalandi en hún er talin hafa verið uppi fyrir um 40 milljónum ára. Líkt og patagóníusnákurinn hefur hún mörg einkenni tegunda af ættinni Boidae.

Kenningar um tilkomu snáka

En hvað olli því að snákar komu fram í þróunarsögunni? Talið er að forfeður snáka hafi verið fjórfættar eðlur og hafa ýmsar tilgátur verið settar fram um hvers vegna núverandi líkamsform snáka þróaðist.

Af ítarlegum samanburðarrannsóknum á skyldleika snáka og eðla má ætla að snákar hafi þróast út frá eðlum af ætt Varanidae sem í dag eru algengar ráneðlur á hitabeltissvæðum allt í kringum hnöttinn. Ýmis einkenni eru sameiginleg með snákum og eðlum svo sem hreyfanlegt bein aftast á kjálka (e. quadrate).

Tegundin Lanthanotus borneensis er talin minna um margt á forfeður snáka á krítartímabilinu.

Sú tilgáta sem er hvað vinsælust meðal dýrafræðinga sem hafa rannsakað uppruna snáka er hin svokallaða grafareðlukenning (e. burrowing lizard theory). Samkvæmt henni er talið að forveri snáka hafi verið eðla sem gróf sig niður í jarðveginn eftir skjóli og fæðu svo sem jarðlægum hryggleysingjum eins og ánamöðkum og skordýrum. Slíkt atferli þekkist meðal nokkurra tegunda eðla í dag. Á milljónum ára aðlöguðust þessar eðlur lífinu í jörðinni og urðu að lokum fótalausir snákar. Fleiri aðlaganir komu einnig fram hjá þessum nýja hópi skriðdýra, til dæmis hurfu augnlokin og í staðinn kom fram himna sem verndar augu þeirra fyrir jarðvegsögnum meðan þeir smjúga um jarðveginn.

Nú vaknar örugglega sú spurning hjá mörgum hvers vegna langflestar tegundir snáka lifa ofanjarðar í dag en ekki neðanjarðar. Þeir sem aðhyllast grafareðlukenninguna skýra það með því að á krítartímabilinu þegar veldi risaeðlanna stóð sem hæst hafi þessi fótalausu skriðdýr komið aftur uppá yfirborðið og aðlagast lífi ofanjarðar og þá þróað með sér hreyfingar sem henta lífi á yfirborði jarðar. Á þessum tíma varð gríðarleg tegundaútgeislun meðal snáka og urðu þeir algengir í mörgum vistum.

Sú tegund sem þróunarfræðingar hafa kallað “hlekkinn” milli snáka og eðla er eyrnalausa eðlan (Lanthanotus borneensis) sem grefur sig í jarðveginn í skóglendi Borneó í Suðaustur-Asíu. Talið er að þessi tegund minni um margt á forfeður snáka á krítartímabilinu. Má þar nefna afar smáa fætur, engin ytri eyru og gegnsæ neðri augnlok sem minna þannig á himnuna sem talin er hafa varið augu fornsnáka gegn jarðvegsögnum þegar þeir grófu sig í jarðveginn.

Á þeim tíma þegar risaeðlur hurfu af yfirborði jarðar voru hinir stórvöxnu Boidae snákar ráðandi í slöngufánu nýlífsaldar. Fyrir um það bil 36 milljónum ára komu svo smærri og hraðskreiðari snákar til sögunnar. Þetta voru snákar af ættinni Colubridae eða hinir dæmigerðu snákar. Þeim tókst að festa sig í sessi í vistkerfum nýlífsaldar en tegundafjölbreytnin var þó ekki neitt í líkingu við það sem gerðist hjá Boidae ættinni sem hélt ennþá velli. Fyrir um það bil 20 milljón árum síðan voru meginlandsflekarnir komnir í þá stöðu sem við þekkjum í dag og í kjölfarið varð veðurfar kaldara. Ólíkt minni snákunum þola stórvöxnu Boidae slöngurnar illa kuldann. Útbreiðsla þeirra og tegundafjöldi fór því að dragast saman samhliða því að gríðarleg tegundaútgeislun varð innan Colubridae ættarinnar. Þær fylltu upp í þá eyðu í vistkerfinu sem Boidae tegundirnar skyldu eftir sig og teljast nú til 70% allra snáka.

Fyrir um 15 milljónum ára urðu svo þáttaskil í þróun snáka þegar vígtennur og eiturkirtlar komu til sögunnar. Þessir þættir lögðu grunninn að eiturslöngum eða Elapsidae sem er ein ógnvænlegusta núlifandi ætt snáka. Út frá þessum hóp komu svo fram skrölormar, nöðrur og fleiri eitraðar tegundir sem finnast nú í hitabeltinu og heittempruðum svæðum jarðar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.3.2007

Spyrjandi

Kristján Már Ólafs

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er uppruni snáka?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2007. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6518.

Jón Már Halldórsson. (2007, 5. mars). Hver er uppruni snáka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6518

Jón Már Halldórsson. „Hver er uppruni snáka?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2007. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6518>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni snáka?
Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffærafræði núlifandi snáka og skyldra hópa skriðdýra.

Ágrip af brotakenndri steingervingasögu snáka

Elstu heimildir um tilvist snáka eru frá fyrri hluta krítartímans eða frá því fyrir um 130 milljón árum síðan. Þetta eru steingerðar leyfar af snák sem fundust í Sahara eyðimörkinni í norðurhluta Afríku og hefur tegundinni verið gefið heitið Lapparentophis defrenni. Þessir steingervingar gefa þó aðeins brotakennda mynd af útliti dýrsins þar sem einungis hryggjarliðirnir hafa varðveist. Þessir hryggjarliðir hafa þó ýmis einkenni sem eru einstök fyrir snáka og menn hafa því dregið þá ályktun að dýrið sem þeir komu úr hafi verið snákur.

Annar mikilvægur hlekkur í steingervingasögu snáka eru steingervingar sem fundust í jarðlögum sem voru undir sjó fyrir um 100 milljón árum. Þeir tilheyra ættkvísl sem nefnd hefur verið Simoliophis og var talin hafa lifað að hluta til í sjó. Þessir snákar eru þó ekki taldir vera skyldir núlifandi hópum sæsnáka, en talið er að allar tegundir af þessum frumstæðu snákum, Simoliophis og Lapparentophis hafi dáið út undir lok krítartímans.

Boidae-ættin er talin vera elsta ætt núlifandi snáka. Slanga af tegundinni Boa imperator.

Heillegasti steingervingur snáks frá seinni hluta krítartímans fannst fyrir nokkrum áratugum í jarðlögum í Patagóníu í Argentínu. Í þessum steingerving má sjá heillega beinagrind með hryggjarliði, rifbein og hauskúpu. Tegund þessi hefur verið í kringum tveir metrar á lengd og hefur verið gefið heitið Dinilysia patagonica. Þessi forni patagóníusnákur ber ýmis einkenni Boidae-ættarinnar, en margar af stærstu og þekktustu snákategundum heims tilheyra henni svo sem tegundir af ættkvíslunum Boa og Python. Boidae-ættin er einmitt talin vera elsta ætt núlifandi snáka.

Önnur athyglisverð tegund sem uppi var seint á krítartímanum hefur fræðiheitið Gigantophis garstini. Nafnið er lýsandi fyrir tegundina því eftir því sem best er vitað er þetta stærsta tegund snáka sem hefur lifað á jörðinni. Talið er að þessir snákar hafi getað orðið allt að 16 metrar á lengd. Leyfar af tegundinni hafa fundist í Egyptalandi en hún er talin hafa verið uppi fyrir um 40 milljónum ára. Líkt og patagóníusnákurinn hefur hún mörg einkenni tegunda af ættinni Boidae.

Kenningar um tilkomu snáka

En hvað olli því að snákar komu fram í þróunarsögunni? Talið er að forfeður snáka hafi verið fjórfættar eðlur og hafa ýmsar tilgátur verið settar fram um hvers vegna núverandi líkamsform snáka þróaðist.

Af ítarlegum samanburðarrannsóknum á skyldleika snáka og eðla má ætla að snákar hafi þróast út frá eðlum af ætt Varanidae sem í dag eru algengar ráneðlur á hitabeltissvæðum allt í kringum hnöttinn. Ýmis einkenni eru sameiginleg með snákum og eðlum svo sem hreyfanlegt bein aftast á kjálka (e. quadrate).

Tegundin Lanthanotus borneensis er talin minna um margt á forfeður snáka á krítartímabilinu.

Sú tilgáta sem er hvað vinsælust meðal dýrafræðinga sem hafa rannsakað uppruna snáka er hin svokallaða grafareðlukenning (e. burrowing lizard theory). Samkvæmt henni er talið að forveri snáka hafi verið eðla sem gróf sig niður í jarðveginn eftir skjóli og fæðu svo sem jarðlægum hryggleysingjum eins og ánamöðkum og skordýrum. Slíkt atferli þekkist meðal nokkurra tegunda eðla í dag. Á milljónum ára aðlöguðust þessar eðlur lífinu í jörðinni og urðu að lokum fótalausir snákar. Fleiri aðlaganir komu einnig fram hjá þessum nýja hópi skriðdýra, til dæmis hurfu augnlokin og í staðinn kom fram himna sem verndar augu þeirra fyrir jarðvegsögnum meðan þeir smjúga um jarðveginn.

Nú vaknar örugglega sú spurning hjá mörgum hvers vegna langflestar tegundir snáka lifa ofanjarðar í dag en ekki neðanjarðar. Þeir sem aðhyllast grafareðlukenninguna skýra það með því að á krítartímabilinu þegar veldi risaeðlanna stóð sem hæst hafi þessi fótalausu skriðdýr komið aftur uppá yfirborðið og aðlagast lífi ofanjarðar og þá þróað með sér hreyfingar sem henta lífi á yfirborði jarðar. Á þessum tíma varð gríðarleg tegundaútgeislun meðal snáka og urðu þeir algengir í mörgum vistum.

Sú tegund sem þróunarfræðingar hafa kallað “hlekkinn” milli snáka og eðla er eyrnalausa eðlan (Lanthanotus borneensis) sem grefur sig í jarðveginn í skóglendi Borneó í Suðaustur-Asíu. Talið er að þessi tegund minni um margt á forfeður snáka á krítartímabilinu. Má þar nefna afar smáa fætur, engin ytri eyru og gegnsæ neðri augnlok sem minna þannig á himnuna sem talin er hafa varið augu fornsnáka gegn jarðvegsögnum þegar þeir grófu sig í jarðveginn.

Á þeim tíma þegar risaeðlur hurfu af yfirborði jarðar voru hinir stórvöxnu Boidae snákar ráðandi í slöngufánu nýlífsaldar. Fyrir um það bil 36 milljónum ára komu svo smærri og hraðskreiðari snákar til sögunnar. Þetta voru snákar af ættinni Colubridae eða hinir dæmigerðu snákar. Þeim tókst að festa sig í sessi í vistkerfum nýlífsaldar en tegundafjölbreytnin var þó ekki neitt í líkingu við það sem gerðist hjá Boidae ættinni sem hélt ennþá velli. Fyrir um það bil 20 milljón árum síðan voru meginlandsflekarnir komnir í þá stöðu sem við þekkjum í dag og í kjölfarið varð veðurfar kaldara. Ólíkt minni snákunum þola stórvöxnu Boidae slöngurnar illa kuldann. Útbreiðsla þeirra og tegundafjöldi fór því að dragast saman samhliða því að gríðarleg tegundaútgeislun varð innan Colubridae ættarinnar. Þær fylltu upp í þá eyðu í vistkerfinu sem Boidae tegundirnar skyldu eftir sig og teljast nú til 70% allra snáka.

Fyrir um 15 milljónum ára urðu svo þáttaskil í þróun snáka þegar vígtennur og eiturkirtlar komu til sögunnar. Þessir þættir lögðu grunninn að eiturslöngum eða Elapsidae sem er ein ógnvænlegusta núlifandi ætt snáka. Út frá þessum hóp komu svo fram skrölormar, nöðrur og fleiri eitraðar tegundir sem finnast nú í hitabeltinu og heittempruðum svæðum jarðar.

Heimildir og myndir:...