Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?

Lilja Kristinsdóttir

Gera verður greinamun á hver er hættulegasti snákurinn og hver er eitraðastur því að eitruðustu snákarnir eru kannski ekki alltaf þeir hættulegustu af því að þeir bíta ekki eins oft og hinir.

Í Bandaríkjunum eru hættulegustu snákarnir skröltormar (rattlesnakes) sem eru kallaðir eystri og vestari diamondbacks. Skröltormar eru svo algengir að það er langlíklegast að vera fyrir biti þeirra. Eitraðasti snákurinn í Bandaríkjunum er hins vegar kóralsnákurinn en hann hefur ekki bitið svo marga því hann er svo lítill og lætur ekki sjá sig mikið.

Á hverju ári eru 45.000 skráð snákabit í Bandaríkjunum. Í þeirri tölu eru talin með bit frá snákum sem ekki eru eitraðir. Árlega deyja 9-15 menn sem verða fyrir bitum.

Inland taipan (Oxyuranus microlepidotus).

Eitraðasti snákurinn í heimi heitir á ensku Inland taipan (Oxyuranus microlepidotus) og lifir í Ástralíu. Mesta eitur sem fundist hefur í einu biti frá þessum snák er 110 millgrömm en það er nóg til að drepa 100 menn eða 250.000 mýs.

Aðrir eitraðir snákar eru:

  1. Australian Brown Snake (Pseudonaja textilis) sem einnig lifir í Ástralíu. Á íslensku mætti þýða nafn hans sem Brúni ástralski snákurinn. Til að drepa mann nægir 2 mg af eitri hans.
  2. Malayan Krait-snákur (Bungarus candidus) heitir snákur sem lifir í Suðaustur-Asíu og Indónesíu. Um helmingslíkur eru á því að deyja ef maður verður fyrir biti hans þó að notað sé mótefni.
  3. Taipan-snákur (Oxyuranus scutellatus) lifir einnig í Ástralíu. Eitur Taipan-snáksins dugar til þess að drepa allt að 12.000 naggrísi.
  4. Tiger Snake (Notechis scutatus) mætti kalla á íslensku tígrisdýrasnákinn. Hann lifir líka í Ástralíu. Hann drepur fleira fólk í Ástralíu en nokkur annar snákur þar í landi.
  5. Beaked Sea Snake (Enhydrina schistosa)mætti kalla gogglagaða sjósnákinn. Sá lifir í Suður-Asíu og í vötnum í Arabíu.
  6. Saw Scaled Viper (Echis carinatus) lifir í Afríku. Snákurinn er sá hættulegasti í Afríku því hann drepur fleira fólk en allir aðrir eitraðir snákar í þeirri heimsálfu. Hann er fimm sinnum eitraðari en kóbraslangan og sextán sinnum eitraðari en Russell´s Viper.
  7. Coral snake (Micrurus fulvius) sem mætti nefna kóralsnákinn á íslensku lifir í Norður-Ameríku. Eitur þeirra er mjög sterkt en oft eru þeir of litlir til að geta drepið manneskju. Kóralsnákurinn er eini ættingi kóbraslöngunnar í Bandaríkjunum.
  8. Boomslang eins og hann kallast á ensku (Dispholidus fypus) lifir í Afríku. Hann er hættulegasta eiturslangan í heiminum af þeim sem hafa höggtennur aftast í munninum. Höggtennur þeirra eru mjög langar og getur slangan opnað kjaftinn allt upp í 180° til að bíta. -- Hinn frægi skriðdýrafræðingur Karl P. Schmidt dó 28 klukkustundum eftir að hafa verið bitinn af þessari slöngu. Daginn eftir bitið hringdi hann í vinnuna og sagði að sér liði vel og hann myndi mæta bráðum í vinnuna -- en tveimur klukkustundum síðar var hann dáinn.
  9. Death Adder (Acanthopis antarctius) mætti þýða á íslensku sem naðra dauðans. Naðran lifir í Ástralíu og á Nýju-Gíneu og líkist eiturslöngu. Hún er náskyld kóbraslöngum. Bit hennar er mjög hættulegt. Um 180 milligröm af eitri koma úr biti hennar og 10 milligrömm nægir til þess að drepa manneskju.

Heimildir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

nemandi í Rimaskóla

Útgáfudagur

22.3.2002

Síðast uppfært

8.8.2022

Spyrjandi

Steinar Logi, f. 1990

Tilvísun

Lilja Kristinsdóttir. „Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2002, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2229.

Lilja Kristinsdóttir. (2002, 22. mars). Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2229

Lilja Kristinsdóttir. „Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2002. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2229>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?
Gera verður greinamun á hver er hættulegasti snákurinn og hver er eitraðastur því að eitruðustu snákarnir eru kannski ekki alltaf þeir hættulegustu af því að þeir bíta ekki eins oft og hinir.

Í Bandaríkjunum eru hættulegustu snákarnir skröltormar (rattlesnakes) sem eru kallaðir eystri og vestari diamondbacks. Skröltormar eru svo algengir að það er langlíklegast að vera fyrir biti þeirra. Eitraðasti snákurinn í Bandaríkjunum er hins vegar kóralsnákurinn en hann hefur ekki bitið svo marga því hann er svo lítill og lætur ekki sjá sig mikið.

Á hverju ári eru 45.000 skráð snákabit í Bandaríkjunum. Í þeirri tölu eru talin með bit frá snákum sem ekki eru eitraðir. Árlega deyja 9-15 menn sem verða fyrir bitum.

Inland taipan (Oxyuranus microlepidotus).

Eitraðasti snákurinn í heimi heitir á ensku Inland taipan (Oxyuranus microlepidotus) og lifir í Ástralíu. Mesta eitur sem fundist hefur í einu biti frá þessum snák er 110 millgrömm en það er nóg til að drepa 100 menn eða 250.000 mýs.

Aðrir eitraðir snákar eru:

  1. Australian Brown Snake (Pseudonaja textilis) sem einnig lifir í Ástralíu. Á íslensku mætti þýða nafn hans sem Brúni ástralski snákurinn. Til að drepa mann nægir 2 mg af eitri hans.
  2. Malayan Krait-snákur (Bungarus candidus) heitir snákur sem lifir í Suðaustur-Asíu og Indónesíu. Um helmingslíkur eru á því að deyja ef maður verður fyrir biti hans þó að notað sé mótefni.
  3. Taipan-snákur (Oxyuranus scutellatus) lifir einnig í Ástralíu. Eitur Taipan-snáksins dugar til þess að drepa allt að 12.000 naggrísi.
  4. Tiger Snake (Notechis scutatus) mætti kalla á íslensku tígrisdýrasnákinn. Hann lifir líka í Ástralíu. Hann drepur fleira fólk í Ástralíu en nokkur annar snákur þar í landi.
  5. Beaked Sea Snake (Enhydrina schistosa)mætti kalla gogglagaða sjósnákinn. Sá lifir í Suður-Asíu og í vötnum í Arabíu.
  6. Saw Scaled Viper (Echis carinatus) lifir í Afríku. Snákurinn er sá hættulegasti í Afríku því hann drepur fleira fólk en allir aðrir eitraðir snákar í þeirri heimsálfu. Hann er fimm sinnum eitraðari en kóbraslangan og sextán sinnum eitraðari en Russell´s Viper.
  7. Coral snake (Micrurus fulvius) sem mætti nefna kóralsnákinn á íslensku lifir í Norður-Ameríku. Eitur þeirra er mjög sterkt en oft eru þeir of litlir til að geta drepið manneskju. Kóralsnákurinn er eini ættingi kóbraslöngunnar í Bandaríkjunum.
  8. Boomslang eins og hann kallast á ensku (Dispholidus fypus) lifir í Afríku. Hann er hættulegasta eiturslangan í heiminum af þeim sem hafa höggtennur aftast í munninum. Höggtennur þeirra eru mjög langar og getur slangan opnað kjaftinn allt upp í 180° til að bíta. -- Hinn frægi skriðdýrafræðingur Karl P. Schmidt dó 28 klukkustundum eftir að hafa verið bitinn af þessari slöngu. Daginn eftir bitið hringdi hann í vinnuna og sagði að sér liði vel og hann myndi mæta bráðum í vinnuna -- en tveimur klukkustundum síðar var hann dáinn.
  9. Death Adder (Acanthopis antarctius) mætti þýða á íslensku sem naðra dauðans. Naðran lifir í Ástralíu og á Nýju-Gíneu og líkist eiturslöngu. Hún er náskyld kóbraslöngum. Bit hennar er mjög hættulegt. Um 180 milligröm af eitri koma úr biti hennar og 10 milligrömm nægir til þess að drepa manneskju.

Heimildir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....