Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hver er helsta fæða snáka?

Jón Már Halldórsson

Slöngur eða snákar eru af ætt skriðdýra (Reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en falla í undirættbálkinn Serpenta. Alls eru núlifandi slöngutegundir taldar vera um 2700.

Eins og gefur að skilja er fæðuval snáka afar fjölbreytt og markast meðal annars af heimkynnum þeirra og stærð ásamt fleiri þáttum. Allir snákar eiga það þó sameiginlegt að vera rándýr. Hjá minni tegundum, svo sem ormasnákum (Typhlops spp.) og ótal öðrum smávöxnum tegundum, eru ýmsir hryggleysingjar helsta fæðan, aðallega skordýr og ánamaðkar, auk smærri hryggdýra.Eðli málsins samkvæmt geta stærri snákar ráðið við stærri bita en snákar sem eru minni. Rannsóknir á fæðuvali kóngabóunnar (Constrictor constrictor) hafa til dæmis sýnt að ungviðið étur nær eingöngu skriðdýr, svo sem smáar eðlur, en hlutfall spendýra eykst jafnt og þétt eftir því sem slöngurnar verða stærri. Á lista yfir dýr sem fullorðin kóngabóa étur eru meðal annars stórar eðlur, pokarottur, mongúsar (indverskt rándýr af ætt deskatta), rottur og íkornar.

Vatnabóan eða græna anakondan (Eunectes murinus) er stærsti snákur í heimi ef bæði er tekið tillit til þyngdar og lengdar og ræður hún við nokkuð stóra bráð. Flóðsvín (Hydrochoerus hydrochaeris, e. capybara), sem eru stærstu nagdýr heims og geta orðið allt að 50 kg að þyngd, eru til dæmis algeng á matseðli grænu anakondunnar. Af annarri fæðu hennar má nefna smærri nagdýr, fiska og froskdýr. Heimildir geta um að anakondan hafi jafnvel drepið og gleypt fullorðna víðnasa sem eru amerískir krókódílar. Nánar er fjallað um anakondur í svari sama höfundar við spurningunni Geta anakondur étið menn í heilu lagi?

Aðrar kunnar tegundir, eins og kóngakóbran (Ophiophagus hannah) sem drepur bráð sína með eitri, einskorða fæðuval sitt við hryggdýr með misheitt blóð svo sem aðra og hættuminni snáka. Hin afríska svarta mamba, sem einnig notar eitur, er hins vegar aðlöguð að veiðum á smáum spendýrum, til dæmis íkornum, nagdýrum, snubbum og einstaka sinnum fuglum. Nánar má lesa um hana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur? Koparnaðran (Agkistrodon contortrix) sem lifir villt í suðurhluta Bandaríkjanna er þriðja dæmið um eiturslöngu, en fæða hennar er aðallega smærri spendýr svo sem nagdýr og froskdýr.

Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um fæðu snáka en eins og gefur að skilja er ógerningur að gera ítarlega grein fyrir því efni í svari sem þessu.

Á Vísindavefnum má finna fleiri áhugaverð svör um slöngur eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og mynd:
  • Conant, R., J. Collins. 1998. A Field Guide to Reptiles and Amphibians Eastern/Central North America. New York: Houghton Mifflin Company.
  • Mehrtens, John M. 1987. Living Snakes Of The World. Sterling Publishing Co., Inc. New York. Blanford Press. Dorset, England.
  • Pough, F.H, Janis, C.M. og Heiser, J.B. 2002. Vertebrate life. Prentice Hall, New Jersey.
  • Fort Stewart/Hunter Army Airfield
  • StrangeZoo.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.3.2006

Spyrjandi

Úlfar Árdal, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er helsta fæða snáka?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2006. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5716.

Jón Már Halldórsson. (2006, 17. mars). Hver er helsta fæða snáka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5716

Jón Már Halldórsson. „Hver er helsta fæða snáka?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2006. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5716>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er helsta fæða snáka?
Slöngur eða snákar eru af ætt skriðdýra (Reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en falla í undirættbálkinn Serpenta. Alls eru núlifandi slöngutegundir taldar vera um 2700.

Eins og gefur að skilja er fæðuval snáka afar fjölbreytt og markast meðal annars af heimkynnum þeirra og stærð ásamt fleiri þáttum. Allir snákar eiga það þó sameiginlegt að vera rándýr. Hjá minni tegundum, svo sem ormasnákum (Typhlops spp.) og ótal öðrum smávöxnum tegundum, eru ýmsir hryggleysingjar helsta fæðan, aðallega skordýr og ánamaðkar, auk smærri hryggdýra.Eðli málsins samkvæmt geta stærri snákar ráðið við stærri bita en snákar sem eru minni. Rannsóknir á fæðuvali kóngabóunnar (Constrictor constrictor) hafa til dæmis sýnt að ungviðið étur nær eingöngu skriðdýr, svo sem smáar eðlur, en hlutfall spendýra eykst jafnt og þétt eftir því sem slöngurnar verða stærri. Á lista yfir dýr sem fullorðin kóngabóa étur eru meðal annars stórar eðlur, pokarottur, mongúsar (indverskt rándýr af ætt deskatta), rottur og íkornar.

Vatnabóan eða græna anakondan (Eunectes murinus) er stærsti snákur í heimi ef bæði er tekið tillit til þyngdar og lengdar og ræður hún við nokkuð stóra bráð. Flóðsvín (Hydrochoerus hydrochaeris, e. capybara), sem eru stærstu nagdýr heims og geta orðið allt að 50 kg að þyngd, eru til dæmis algeng á matseðli grænu anakondunnar. Af annarri fæðu hennar má nefna smærri nagdýr, fiska og froskdýr. Heimildir geta um að anakondan hafi jafnvel drepið og gleypt fullorðna víðnasa sem eru amerískir krókódílar. Nánar er fjallað um anakondur í svari sama höfundar við spurningunni Geta anakondur étið menn í heilu lagi?

Aðrar kunnar tegundir, eins og kóngakóbran (Ophiophagus hannah) sem drepur bráð sína með eitri, einskorða fæðuval sitt við hryggdýr með misheitt blóð svo sem aðra og hættuminni snáka. Hin afríska svarta mamba, sem einnig notar eitur, er hins vegar aðlöguð að veiðum á smáum spendýrum, til dæmis íkornum, nagdýrum, snubbum og einstaka sinnum fuglum. Nánar má lesa um hana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur? Koparnaðran (Agkistrodon contortrix) sem lifir villt í suðurhluta Bandaríkjanna er þriðja dæmið um eiturslöngu, en fæða hennar er aðallega smærri spendýr svo sem nagdýr og froskdýr.

Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um fæðu snáka en eins og gefur að skilja er ógerningur að gera ítarlega grein fyrir því efni í svari sem þessu.

Á Vísindavefnum má finna fleiri áhugaverð svör um slöngur eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og mynd:
  • Conant, R., J. Collins. 1998. A Field Guide to Reptiles and Amphibians Eastern/Central North America. New York: Houghton Mifflin Company.
  • Mehrtens, John M. 1987. Living Snakes Of The World. Sterling Publishing Co., Inc. New York. Blanford Press. Dorset, England.
  • Pough, F.H, Janis, C.M. og Heiser, J.B. 2002. Vertebrate life. Prentice Hall, New Jersey.
  • Fort Stewart/Hunter Army Airfield
  • StrangeZoo.com

...