Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað eru til margar tegundir af mömbum?

Jón Már Halldórsson

Mömbur (Dendroaspis eða Dendraspis) tilheyra ætt kóbraslanga (Elapidae) og eru stórir, baneitraðir og mjög árásargjarnir snákar. Lesa má meira um kóbraslöngur í svari Klöru J. Arnalds við spurningunni Hvað er kóbraslanga?

Mömbur lifa í Afríka, sunnan Sahara og þær veiða meðal annars smádýr í trjám. Vitað er um fjórar mömbutegundir. Kunnust er hin stórhættulega svarta mamba (Dendroaspis polylepis) sem lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?

Aðrar tegundir eru græna mamban (Dendroaspis angusticeps) sem er nokkuð minni og ekki eins hættuleg mönnum, Jameson mamban (Dendroaspis jamesoni) og loks svonefnd Hallowells græna mamba (Dendroaspis viridis). Með því að smella hér má fá nánari upplýsingar um heimkynni hverrar tegundar.

Heimildir og mynd:
  • Branch, B. 1988. Field guide to the snakes and other reptiles of Southern Africa. New Holland Ltd., London.
  • FitzSimons, V.F.M. 1970. A Field Guide to the Snakes of Southern Africa. Collins, London.
  • Bluechameleon.org

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.5.2004

Spyrjandi

Svavar Skúli, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af mömbum?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2004. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4251.

Jón Már Halldórsson. (2004, 12. maí). Hvað eru til margar tegundir af mömbum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4251

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af mömbum?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2004. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4251>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af mömbum?
Mömbur (Dendroaspis eða Dendraspis) tilheyra ætt kóbraslanga (Elapidae) og eru stórir, baneitraðir og mjög árásargjarnir snákar. Lesa má meira um kóbraslöngur í svari Klöru J. Arnalds við spurningunni Hvað er kóbraslanga?

Mömbur lifa í Afríka, sunnan Sahara og þær veiða meðal annars smádýr í trjám. Vitað er um fjórar mömbutegundir. Kunnust er hin stórhættulega svarta mamba (Dendroaspis polylepis) sem lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?

Aðrar tegundir eru græna mamban (Dendroaspis angusticeps) sem er nokkuð minni og ekki eins hættuleg mönnum, Jameson mamban (Dendroaspis jamesoni) og loks svonefnd Hallowells græna mamba (Dendroaspis viridis). Með því að smella hér má fá nánari upplýsingar um heimkynni hverrar tegundar.

Heimildir og mynd:
  • Branch, B. 1988. Field guide to the snakes and other reptiles of Southern Africa. New Holland Ltd., London.
  • FitzSimons, V.F.M. 1970. A Field Guide to the Snakes of Southern Africa. Collins, London.
  • Bluechameleon.org
...