Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um guldoppótta eðlu (e. spotted yellow lizard)?

Jón Már Halldórsson

Guldoppótta eðlan (e. yellow spotted night lizard), eins og spyrjandi kýs að kalla hana á íslensku, hefur fræðiheitið Lepidophyma flavimaculatum og finnst þéttum regnskógum í Mið-Ameríku,frá Panama norður til Mexíkó.

Þetta er smávaxnar eðlur sem verða ekki meira en tæpir 13 cm á lengd. Þær eru svartar að lit með gulum doppum á hliðunum, frá trýni aftur á halaenda. Á halanum líta doppurnar reyndar oft út eins og lóðrétt strik. Kjörbúsvæði eðlanna eru regnskógar þar sem þær lifa á skordýrum sem finnast í rotnandi jurtaleyfum.



Hér sést Lepidophyma flavimaculatum í felum undir trjábol.

Guldoppóttu eðlurnar eru af ætt nátteðla (Xantusiidae) og það sést því lítið til þeirra yfir daginn, en þá leita þær venjulega skjóls undir trjábolum og greinum. Á nóttunni eru þær hins vegar mun virkari og skríða þá fram úr fylgsnum sínum í fæðuleit.

Tegundir innan ættar nátteðla eiga það sameiginlegt að verða tiltölulega seint kynþroska og er tímgunin afar hæg. Þær eru jafnframt talsvert langlífari en eðlur af sambærilegri stærð. Þessar eðlur lifa í afar sérhæfðum vistum, en L. flavimaculatum finnst til dæmis nær undantekningarlaust undir föllnum trjábolum regnskóganna á meðan aðrar tegundir ættarinnar finnast aðeins í klettum. Oft halda einstaklingar sig undir sama fallna trjástofninum allt sitt líf, en aðlögun að svo sérhæfðum vistum er talsvert algeng í fjölbreytilegu og tegundaríku vistkerfi regnskóganna.

Þess má geta að á ákveðnum svæðum Panama og Costa Rica hafa einungis fundist kvendýr þessarar tegundar og fjölga eðlurnar sér þar með meyfæðingu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: Wikipedia Encyclopedia

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.1.2007

Spyrjandi

Anna Róbertsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um guldoppótta eðlu (e. spotted yellow lizard)?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2007. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6449.

Jón Már Halldórsson. (2007, 2. janúar). Hvað getið þið sagt mér um guldoppótta eðlu (e. spotted yellow lizard)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6449

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um guldoppótta eðlu (e. spotted yellow lizard)?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2007. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6449>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um guldoppótta eðlu (e. spotted yellow lizard)?
Guldoppótta eðlan (e. yellow spotted night lizard), eins og spyrjandi kýs að kalla hana á íslensku, hefur fræðiheitið Lepidophyma flavimaculatum og finnst þéttum regnskógum í Mið-Ameríku,frá Panama norður til Mexíkó.

Þetta er smávaxnar eðlur sem verða ekki meira en tæpir 13 cm á lengd. Þær eru svartar að lit með gulum doppum á hliðunum, frá trýni aftur á halaenda. Á halanum líta doppurnar reyndar oft út eins og lóðrétt strik. Kjörbúsvæði eðlanna eru regnskógar þar sem þær lifa á skordýrum sem finnast í rotnandi jurtaleyfum.



Hér sést Lepidophyma flavimaculatum í felum undir trjábol.

Guldoppóttu eðlurnar eru af ætt nátteðla (Xantusiidae) og það sést því lítið til þeirra yfir daginn, en þá leita þær venjulega skjóls undir trjábolum og greinum. Á nóttunni eru þær hins vegar mun virkari og skríða þá fram úr fylgsnum sínum í fæðuleit.

Tegundir innan ættar nátteðla eiga það sameiginlegt að verða tiltölulega seint kynþroska og er tímgunin afar hæg. Þær eru jafnframt talsvert langlífari en eðlur af sambærilegri stærð. Þessar eðlur lifa í afar sérhæfðum vistum, en L. flavimaculatum finnst til dæmis nær undantekningarlaust undir föllnum trjábolum regnskóganna á meðan aðrar tegundir ættarinnar finnast aðeins í klettum. Oft halda einstaklingar sig undir sama fallna trjástofninum allt sitt líf, en aðlögun að svo sérhæfðum vistum er talsvert algeng í fjölbreytilegu og tegundaríku vistkerfi regnskóganna.

Þess má geta að á ákveðnum svæðum Panama og Costa Rica hafa einungis fundist kvendýr þessarar tegundar og fjölga eðlurnar sér þar með meyfæðingu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: Wikipedia Encyclopedia

...