Nú eru þekktar alls um 420 tegundir salamandra og lifa þær mjög víða, þó finnast fleiri tegundir norðan miðbaugs en fyrir sunnan hann. Ólíkt froskum hafa salamöndrur hala alla sína ævi. Líkami þeirra er langur og afturfæturnir eru mjög stuttir samanborið við afturlappir froska. Líkt og froskar verpa salalmöndrur í vatni og lifir ungviðið í fyrstu í vatni. Sumar tegundir salamandra lifa í vatni allt sitt líf.
Salamöndrur eru mest á ferli á næturnar en láta lítið fyrir sér fara á daginn og leynast þá oftast á einhverjum öruggum, rökum stað. Salamöndrur finnast nær alls staðar nema á hánorrænum stöðum og á Suðurheimskautinu. Eins og önnur froskdýr, eru salamöndrur með raka húð og er tilvera þeirra samofin vatni. Flestar salamöndrur eru tiltölulega smáar, undir 15 cm á lengd, en sú stærsta er tegund af ættkvíslinni Andrias og getur náð 1,5 metra á lengd.
Samkvæmt þróunarsögu hryggdýra, voru fyrstu landhryggdýrin froskdýr. Síðan hafa að öllum líkindum þróast skriðdýr, spendýr og fuglar. Því má segja að froskdýrin, þessi forni hópur hryggdýra, hafi aldrei sagt skilið við vatnssvæðin og þau eru mun háðari vatni sem búsvæði en hinir hóparnir þrír.
Myndin er fengin af vefsetrinu Tree of Life.
Áhugaverðar síður um salamöndrur:
Nú eru þekktar alls um 420 tegundir salamandra og lifa þær mjög víða, þó finnast fleiri tegundir norðan miðbaugs en fyrir sunnan hann. Ólíkt froskum hafa salamöndrur hala alla sína ævi. Líkami þeirra er langur og afturfæturnir eru mjög stuttir samanborið við afturlappir froska. Líkt og froskar verpa salalmöndrur í vatni og lifir ungviðið í fyrstu í vatni. Sumar tegundir salamandra lifa í vatni allt sitt líf.
Salamöndrur eru mest á ferli á næturnar en láta lítið fyrir sér fara á daginn og leynast þá oftast á einhverjum öruggum, rökum stað. Salamöndrur finnast nær alls staðar nema á hánorrænum stöðum og á Suðurheimskautinu. Eins og önnur froskdýr, eru salamöndrur með raka húð og er tilvera þeirra samofin vatni. Flestar salamöndrur eru tiltölulega smáar, undir 15 cm á lengd, en sú stærsta er tegund af ættkvíslinni Andrias og getur náð 1,5 metra á lengd.
Samkvæmt þróunarsögu hryggdýra, voru fyrstu landhryggdýrin froskdýr. Síðan hafa að öllum líkindum þróast skriðdýr, spendýr og fuglar. Því má segja að froskdýrin, þessi forni hópur hryggdýra, hafi aldrei sagt skilið við vatnssvæðin og þau eru mun háðari vatni sem búsvæði en hinir hóparnir þrír.
Myndin er fengin af vefsetrinu Tree of Life.
Áhugaverðar síður um salamöndrur: