Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru salamöndrur eðlur?

Jón Már Halldórsson

Salamöndrur eru ekki eðlur heldur hópur innan ættar froskdýra. Salamöndrur eru hryggdýr eins og fuglar og spendýr, en hryggdýrum er skipt upp í fimm flokka: fiska, spendýr, fugla, skriðdýr og að lokum froskdýr. Eðlur tilheyra flokki skriðdýra ásamt skjaldbökum og slöngum.

Froskdýrum er skipt upp í þrjá flokka, í fyrsta lagi fótalaus dýr sem minna mjög á slöngur (Gymnophiona), í öðru lagi froska (Anura) og í þriðja lagi salamöndrur (Caudata).

Nú eru þekktar alls um 420 tegundir salamandra og lifa þær mjög víða, þó finnast fleiri tegundir norðan miðbaugs en fyrir sunnan hann. Ólíkt froskum hafa salamöndrur hala alla sína ævi. Líkami þeirra er langur og afturfæturnir eru mjög stuttir samanborið við afturlappir froska. Líkt og froskar verpa salalmöndrur í vatni og lifir ungviðið í fyrstu í vatni. Sumar tegundir salamandra lifa í vatni allt sitt líf.

Salamöndrur eru mest á ferli á næturnar en láta lítið fyrir sér fara á daginn og leynast þá oftast á einhverjum öruggum, rökum stað. Salamöndrur finnast nær alls staðar nema á hánorrænum stöðum og á Suðurheimskautinu. Eins og önnur froskdýr, eru salamöndrur með raka húð og er tilvera þeirra samofin vatni. Flestar salamöndrur eru tiltölulega smáar, undir 15 cm á lengd, en sú stærsta er tegund af ættkvíslinni Andrias og getur náð 1,5 metra á lengd.

Samkvæmt þróunarsögu hryggdýra, voru fyrstu landhryggdýrin froskdýr. Síðan hafa að öllum líkindum þróast skriðdýr, spendýr og fuglar. Því má segja að froskdýrin, þessi forni hópur hryggdýra, hafi aldrei sagt skilið við vatnssvæðin og þau eru mun háðari vatni sem búsvæði en hinir hóparnir þrír.

Myndin er fengin af vefsetrinu Tree of Life.

Áhugaverðar síður um salamöndrur:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.11.2002

Spyrjandi

Gauti Baldvinsson, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru salamöndrur eðlur?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2002, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2911.

Jón Már Halldórsson. (2002, 27. nóvember). Eru salamöndrur eðlur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2911

Jón Már Halldórsson. „Eru salamöndrur eðlur?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2002. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2911>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru salamöndrur eðlur?
Salamöndrur eru ekki eðlur heldur hópur innan ættar froskdýra. Salamöndrur eru hryggdýr eins og fuglar og spendýr, en hryggdýrum er skipt upp í fimm flokka: fiska, spendýr, fugla, skriðdýr og að lokum froskdýr. Eðlur tilheyra flokki skriðdýra ásamt skjaldbökum og slöngum.

Froskdýrum er skipt upp í þrjá flokka, í fyrsta lagi fótalaus dýr sem minna mjög á slöngur (Gymnophiona), í öðru lagi froska (Anura) og í þriðja lagi salamöndrur (Caudata).

Nú eru þekktar alls um 420 tegundir salamandra og lifa þær mjög víða, þó finnast fleiri tegundir norðan miðbaugs en fyrir sunnan hann. Ólíkt froskum hafa salamöndrur hala alla sína ævi. Líkami þeirra er langur og afturfæturnir eru mjög stuttir samanborið við afturlappir froska. Líkt og froskar verpa salalmöndrur í vatni og lifir ungviðið í fyrstu í vatni. Sumar tegundir salamandra lifa í vatni allt sitt líf.

Salamöndrur eru mest á ferli á næturnar en láta lítið fyrir sér fara á daginn og leynast þá oftast á einhverjum öruggum, rökum stað. Salamöndrur finnast nær alls staðar nema á hánorrænum stöðum og á Suðurheimskautinu. Eins og önnur froskdýr, eru salamöndrur með raka húð og er tilvera þeirra samofin vatni. Flestar salamöndrur eru tiltölulega smáar, undir 15 cm á lengd, en sú stærsta er tegund af ættkvíslinni Andrias og getur náð 1,5 metra á lengd.

Samkvæmt þróunarsögu hryggdýra, voru fyrstu landhryggdýrin froskdýr. Síðan hafa að öllum líkindum þróast skriðdýr, spendýr og fuglar. Því má segja að froskdýrin, þessi forni hópur hryggdýra, hafi aldrei sagt skilið við vatnssvæðin og þau eru mun háðari vatni sem búsvæði en hinir hóparnir þrír.

Myndin er fengin af vefsetrinu Tree of Life.

Áhugaverðar síður um salamöndrur:...