
Hryggleysingjar eru afar fjölbreytilegur hópur dýra og þegar skoðuð eru einkenni, svo sem útlitseinkenni og jafnvel fósturfræðileg einkenni, virðist vera afar erfitt að finna eitthvað sameiginlegt með öllum þessum tegundum. Eitt tiltekið atriði gefur þessum fjölskrúðuga hópi nafn sitt, hann vantar baklæga stoðgrind (hrygg eða seil) - öll hryggdýr hafa slíka byggingu eins og nafnið gefur til kynna. Margar tegundir hryggleysingja hafa ytri stoðgrind (e. exoskeleton) sem vöðvar festast á.

- Fiðrildi af vefsetri The Pennsylvania Department of Conservation and Natural Resources
- Krossfiskur af vefsetri Jóns Baldurs Hlíðbergs Myndir af lífríki lands og sjávar