Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?

Jón Már Halldórsson

Alls eru til 35 fylkingar dýra samkvæmt núgildandi flokkunarfræði. Af þeim er aðeins ein fylking seildýra, en til hennar teljast hryggdýrin. Allar hinar fylkingarnar tilheyra hryggleysingjum. Samkvæmt núverandi mati eru tegundir hryggdýra í kringum 40 þúsund en fjöldi tegunda hryggleysingja er margfalt hærri, hleypur eflaust á fáeinum milljónum. Þar af leiðandi er hlutfall hryggdýrategunda innan við 2% af heildarfjölda dýrategunda á jörðinni.


Hryggleysingjar eru afar fjölbreytilegur hópur dýra og þegar skoðuð eru einkenni, svo sem útlitseinkenni og jafnvel fósturfræðileg einkenni, virðist vera afar erfitt að finna eitthvað sameiginlegt með öllum þessum tegundum. Eitt tiltekið atriði gefur þessum fjölskrúðuga hópi nafn sitt, hann vantar baklæga stoðgrind (hrygg eða seil) - öll hryggdýr hafa slíka byggingu eins og nafnið gefur til kynna. Margar tegundir hryggleysingja hafa ytri stoðgrind (e. exoskeleton) sem vöðvar festast á.

Fósturfræðileg einkenni virðast benda til þess að sumir hryggleysingjar, svo sem skrápdýr, deili mörgum líffræðilegum þáttum með hryggdýrum (ásamt fáeinum öðrum hópum lítt kunnra dýra). Nefna má myndun annars stigs munns (deuterostomia) þegar frummunnur þeirra verður að endaþarmsopi á fósturskeiði. Slíkt á sér ekki stað meðal lindýra, liðdýra og annarra hryggleysingja, og bendir þetta atriði meðal annars til sameiginlegs forföðurs.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.2.2003

Spyrjandi

Edda Bergsveinsdóttir, f. 1988

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2003, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3097.

Jón Már Halldórsson. (2003, 4. febrúar). Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3097

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2003. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3097>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?
Alls eru til 35 fylkingar dýra samkvæmt núgildandi flokkunarfræði. Af þeim er aðeins ein fylking seildýra, en til hennar teljast hryggdýrin. Allar hinar fylkingarnar tilheyra hryggleysingjum. Samkvæmt núverandi mati eru tegundir hryggdýra í kringum 40 þúsund en fjöldi tegunda hryggleysingja er margfalt hærri, hleypur eflaust á fáeinum milljónum. Þar af leiðandi er hlutfall hryggdýrategunda innan við 2% af heildarfjölda dýrategunda á jörðinni.


Hryggleysingjar eru afar fjölbreytilegur hópur dýra og þegar skoðuð eru einkenni, svo sem útlitseinkenni og jafnvel fósturfræðileg einkenni, virðist vera afar erfitt að finna eitthvað sameiginlegt með öllum þessum tegundum. Eitt tiltekið atriði gefur þessum fjölskrúðuga hópi nafn sitt, hann vantar baklæga stoðgrind (hrygg eða seil) - öll hryggdýr hafa slíka byggingu eins og nafnið gefur til kynna. Margar tegundir hryggleysingja hafa ytri stoðgrind (e. exoskeleton) sem vöðvar festast á.

Fósturfræðileg einkenni virðast benda til þess að sumir hryggleysingjar, svo sem skrápdýr, deili mörgum líffræðilegum þáttum með hryggdýrum (ásamt fáeinum öðrum hópum lítt kunnra dýra). Nefna má myndun annars stigs munns (deuterostomia) þegar frummunnur þeirra verður að endaþarmsopi á fósturskeiði. Slíkt á sér ekki stað meðal lindýra, liðdýra og annarra hryggleysingja, og bendir þetta atriði meðal annars til sameiginlegs forföðurs.

Myndir:...