Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Arnar Pálsson

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og landdýr. Áður en hann fannst var ekki vitað hvernig fjórfætt dýr höfðu komist á land.[1]

Talið er að tiktaalik hafi lifað í árósum eða tjörnum, til dæmis á grunnum fenjasvæðum.[2] Hann var með hreistur eins og fiskur og fjóra ugga sem svipaði til þeirra sem holduggar eru með. Hins vegar var hann með flatan haus eins og finnst hjá ferfætlingum, og með háls sem finnst meðal landdýra en ekki fiska. Einnig voru beinin í uggunum nær því sem þekkist í frumstæðum hryggdýrum á landi. Þau gætu hafa nýst honum til að lyfta sér upp af botni eða jafnvel til að skríða yfir eiði milli tjarna.

Steingervingur af tiktaalik, séð ofan frá og vísar flatt höfuðið til vinstri. Dýrið hefur verið um tveir metrar á lengd.

Nafnið tiktaalik táknar stór ferskvatnsfiskur á máli heimafólks á Ellesmere-eyju nyrst í Kanada, þar sem hann fannst. Oft er talað um forn dýr sem týnda hlekki milli núlifandi hópa eða þeirra og formæðranna. Tiktaalik er ekki týndur hlekkur en líklega ættingi fiskanna sem voru forfeður ferfætlinga.[3]

Tilvísanir:
  1. ^ Shubin, 2008.
  2. ^ Daeschler, o.fl., 2006; Shubin, o.fl., 2006.
  3. ^ Shubin, 2008; Shubin, o.fl., 2006.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir

M.Sc. í líffræði og aðstoðarkennari við HÍ

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

31.10.2022

Spyrjandi

Alexandra, ritstjórn

Tilvísun

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Arnar Pálsson. „Hvers konar dýr var tiktaalik?“ Vísindavefurinn, 31. október 2022, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84200.

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Arnar Pálsson. (2022, 31. október). Hvers konar dýr var tiktaalik? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84200

Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Arnar Pálsson. „Hvers konar dýr var tiktaalik?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2022. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84200>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr var tiktaalik?
Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og landdýr. Áður en hann fannst var ekki vitað hvernig fjórfætt dýr höfðu komist á land.[1]

Talið er að tiktaalik hafi lifað í árósum eða tjörnum, til dæmis á grunnum fenjasvæðum.[2] Hann var með hreistur eins og fiskur og fjóra ugga sem svipaði til þeirra sem holduggar eru með. Hins vegar var hann með flatan haus eins og finnst hjá ferfætlingum, og með háls sem finnst meðal landdýra en ekki fiska. Einnig voru beinin í uggunum nær því sem þekkist í frumstæðum hryggdýrum á landi. Þau gætu hafa nýst honum til að lyfta sér upp af botni eða jafnvel til að skríða yfir eiði milli tjarna.

Steingervingur af tiktaalik, séð ofan frá og vísar flatt höfuðið til vinstri. Dýrið hefur verið um tveir metrar á lengd.

Nafnið tiktaalik táknar stór ferskvatnsfiskur á máli heimafólks á Ellesmere-eyju nyrst í Kanada, þar sem hann fannst. Oft er talað um forn dýr sem týnda hlekki milli núlifandi hópa eða þeirra og formæðranna. Tiktaalik er ekki týndur hlekkur en líklega ættingi fiskanna sem voru forfeður ferfætlinga.[3]

Tilvísanir:
  1. ^ Shubin, 2008.
  2. ^ Daeschler, o.fl., 2006; Shubin, o.fl., 2006.
  3. ^ Shubin, 2008; Shubin, o.fl., 2006.

Heimildir og mynd:...