Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig kviknaði líf á jörðinni?

MBS

Hvernig líf kviknaði á jörðinni er ein stærsta gáta sem vísindamenn standa frammi fyrir. Þrátt fyrir að ýmsar ótrúlegar uppgötvanir hafi verið gerðar á lífrænum ferlum undanfarna áratugi getum við enn þann dag í dag ekki sagt til um það hvernig líf kviknaði upphaflega. Til eru ýmsar kenningar um hvernig fyrstu lífverurnar komu til sögunnar en engar haldbærar sannanir eru fyrir hendi um hver þeirra reynist rétt.

Þrátt fyrir þetta er ýmislegt sem vitum og getum dregið ályktanir út frá. Leifar af örverum hafa fundist í jarðlögum sem eru 3100-3450 milljón ára gömul. Þessar elstu lífveruleifar fundust í Ástralíu og Suður-Afríku og benda til þess að fyrstu lífverur jarðar hafi verið mjög frumstæðar. Það kemur einnig vel heim og saman við þróunarkenninguna. Út frá þessum einföldu örverum hefur svo allt líf á jörðinni þróast. Um þetta segir Jón Már Halldórsson í svari sínu við spurningunni Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?

Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafinu. Þetta voru aðallega bakteríur, sveppir og þörungar, en fyrstu fjölfruma lífverurnar voru að birtast. Rétt fyrir upphaf fornlífsaldar, fyrir rúmum 600 milljónum ára, voru frumstæðir ormar og svampdýr komin fram á sjónarsviðið.
Ráðgátan liggur hins vegar í hvernig þessar litlu, smásæju lífverur komu upphaflega til sögunnar. Sumir telja að líf hafi jafnvel ekki kviknað hér á jörðinni og að örverurnar hafi komið til jarðarinnar með loftsteinum frá öðrum hnöttum. Um þetta segir Guðmundur Eggertsson í svari sínu við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

Reyndar er hugsanlegt að líf jarðarinnar hafi ekki kviknað hér heldur hafi það borist til jarðarinnar utan úr geimnum. Til dæmis er hugsanlegt að það hafi borist hingað með loftsteinum frá reikistjörnunni Mars. Miklu ólíklegra er að það hafi borist frá öðru sólkerfi þótt ekki sé hægt að útiloka það með öllu. En það er sama hvort lífið hefur hafist á jörðinni eða annars staðar; -- það þarf að skýra hvernig það hefur fyrst myndast.

Ýmsar hugmyndir eru um það hvernig líf hefur myndast upphaflega hvort sem það var á jörðinni eða annars staðar. Margir telja að við ákveðnar aðstæður hafi lífrænar sameindir myndast sem að lokum hafi myndað einfaldar lífverur. Guðmundur Eggertsson segir í áðurnefndu svari sínu:
Margir telja nú líklegt að lífið hafi kviknað við heita hveri í sjó eða í heitu umhverfi undir yfirborði jarðar. Þar hafa verið efni eins og vetnissúlfíð og járnsúlfíð og er hugsanlegt að efnahvörf þeirra hafi gefið næga orku til myndunar lífrænna sameinda af ýmsu tagi. Það er hins vegar mikil ráðgáta hvernig erfðaefni hefur fyrst myndast.
Þó talað sé um að fyrstu lífverurnar hafi verið einfaldar að gerð er ljóst að líf er aldrei einfalt og starfsemi allra lífvera er æði flókin. Guðmundur hefur eftirfarandi um það að segja:
Í náttúrunni er ekki til neitt millistig milli lífs og dauðs efnis. Blanda þeirra lífrænu efnasambanda sem finnast í lífverum er steindauð. Lífverur, jafnvel smæstu bakteríur, eru mjög flóknar að byggingu. Allar lífverur hafa erfðaefni sem gert er úr kjarnsýrunni DNA. Erfðaefnið flytur á milli kynslóða boð um gerð prótína (próteina) en prótín (nánar tiltekið ensím) hvata flest þau efnahvörf sem fram fara í lifandi frumu. Jafnvel smæstu bakteríur þurfa á miklu erfðaefni og mörg hundruð ólíkum prótínum að halda. Líf þeirra er ekki einfalt!
Við stöndum því enn frammi fyrir þeirri ráðgátu hvernig líf kviknaði á jörðinni og lífverur urðu til. Þó margir hafi reynt fyrir sér í gegnum aldirnar að kveikja líf út frá ólífrænum þáttum og stýrðum aðstæðum er fjölgun lífvera ennþá eina leiðin sem við þekkjum þar sem líf kviknar. Við erum sífellt að læra meira um starfsemi lífvera og þau flóknu ferli sem þar búa að baki, en ljóst er að enn er langt í að við öðlumst á því fullkominn skilning.

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

9.5.2006

Spyrjandi

Eydis Ósk Ingadóttir, f. 1994

Tilvísun

MBS. „Hvernig kviknaði líf á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2006, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5875.

MBS. (2006, 9. maí). Hvernig kviknaði líf á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5875

MBS. „Hvernig kviknaði líf á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2006. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5875>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig kviknaði líf á jörðinni?
Hvernig líf kviknaði á jörðinni er ein stærsta gáta sem vísindamenn standa frammi fyrir. Þrátt fyrir að ýmsar ótrúlegar uppgötvanir hafi verið gerðar á lífrænum ferlum undanfarna áratugi getum við enn þann dag í dag ekki sagt til um það hvernig líf kviknaði upphaflega. Til eru ýmsar kenningar um hvernig fyrstu lífverurnar komu til sögunnar en engar haldbærar sannanir eru fyrir hendi um hver þeirra reynist rétt.

Þrátt fyrir þetta er ýmislegt sem vitum og getum dregið ályktanir út frá. Leifar af örverum hafa fundist í jarðlögum sem eru 3100-3450 milljón ára gömul. Þessar elstu lífveruleifar fundust í Ástralíu og Suður-Afríku og benda til þess að fyrstu lífverur jarðar hafi verið mjög frumstæðar. Það kemur einnig vel heim og saman við þróunarkenninguna. Út frá þessum einföldu örverum hefur svo allt líf á jörðinni þróast. Um þetta segir Jón Már Halldórsson í svari sínu við spurningunni Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?

Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafinu. Þetta voru aðallega bakteríur, sveppir og þörungar, en fyrstu fjölfruma lífverurnar voru að birtast. Rétt fyrir upphaf fornlífsaldar, fyrir rúmum 600 milljónum ára, voru frumstæðir ormar og svampdýr komin fram á sjónarsviðið.
Ráðgátan liggur hins vegar í hvernig þessar litlu, smásæju lífverur komu upphaflega til sögunnar. Sumir telja að líf hafi jafnvel ekki kviknað hér á jörðinni og að örverurnar hafi komið til jarðarinnar með loftsteinum frá öðrum hnöttum. Um þetta segir Guðmundur Eggertsson í svari sínu við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

Reyndar er hugsanlegt að líf jarðarinnar hafi ekki kviknað hér heldur hafi það borist til jarðarinnar utan úr geimnum. Til dæmis er hugsanlegt að það hafi borist hingað með loftsteinum frá reikistjörnunni Mars. Miklu ólíklegra er að það hafi borist frá öðru sólkerfi þótt ekki sé hægt að útiloka það með öllu. En það er sama hvort lífið hefur hafist á jörðinni eða annars staðar; -- það þarf að skýra hvernig það hefur fyrst myndast.

Ýmsar hugmyndir eru um það hvernig líf hefur myndast upphaflega hvort sem það var á jörðinni eða annars staðar. Margir telja að við ákveðnar aðstæður hafi lífrænar sameindir myndast sem að lokum hafi myndað einfaldar lífverur. Guðmundur Eggertsson segir í áðurnefndu svari sínu:
Margir telja nú líklegt að lífið hafi kviknað við heita hveri í sjó eða í heitu umhverfi undir yfirborði jarðar. Þar hafa verið efni eins og vetnissúlfíð og járnsúlfíð og er hugsanlegt að efnahvörf þeirra hafi gefið næga orku til myndunar lífrænna sameinda af ýmsu tagi. Það er hins vegar mikil ráðgáta hvernig erfðaefni hefur fyrst myndast.
Þó talað sé um að fyrstu lífverurnar hafi verið einfaldar að gerð er ljóst að líf er aldrei einfalt og starfsemi allra lífvera er æði flókin. Guðmundur hefur eftirfarandi um það að segja:
Í náttúrunni er ekki til neitt millistig milli lífs og dauðs efnis. Blanda þeirra lífrænu efnasambanda sem finnast í lífverum er steindauð. Lífverur, jafnvel smæstu bakteríur, eru mjög flóknar að byggingu. Allar lífverur hafa erfðaefni sem gert er úr kjarnsýrunni DNA. Erfðaefnið flytur á milli kynslóða boð um gerð prótína (próteina) en prótín (nánar tiltekið ensím) hvata flest þau efnahvörf sem fram fara í lifandi frumu. Jafnvel smæstu bakteríur þurfa á miklu erfðaefni og mörg hundruð ólíkum prótínum að halda. Líf þeirra er ekki einfalt!
Við stöndum því enn frammi fyrir þeirri ráðgátu hvernig líf kviknaði á jörðinni og lífverur urðu til. Þó margir hafi reynt fyrir sér í gegnum aldirnar að kveikja líf út frá ólífrænum þáttum og stýrðum aðstæðum er fjölgun lífvera ennþá eina leiðin sem við þekkjum þar sem líf kviknar. Við erum sífellt að læra meira um starfsemi lífvera og þau flóknu ferli sem þar búa að baki, en ljóst er að enn er langt í að við öðlumst á því fullkominn skilning.

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan....