Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?

Guðmundur Eggertsson og Margrét Björk Sigurðardóttir

Öll efnasambönd sem innihalda kolefni (C), auk annarra frumefna, teljast til lífrænna efnasambanda (að undanskyldum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum). Auk kolefnis eru algengustu frumefnin í lífrænum sameindum vetni (H), súrefni (O), köfnunarefni (N), fosfór (P) og brennisteinn (S).

Lífrænar sameindir eru afar fjölbreytilegar en teljast aldrei einar og sér til lifandi vera. Stórsameindir gerðar úr keðjum lífrænna sameinda eru nauðsynlegar öllum lífverum, en þær mynda kjarnsýru (DNA, RNA), prótín, fjölsykrur og fitusýrur, sem eru erfðaefni, starfssameindir og byggingarefni lífvera.

Torbern Bergmann lýsti fyrstur muninum á lífrænum og ólífrænum efnum árið 1770, og í dag er talað um “lífræna efnafræði” þegar átt er við efnafræði þeirra efna sem finnast í lifandi verum.

Dæmi um lífræn efni eru koffín, nikótín og vítamín C.



Sameindabygging koffíns



Sameindabygging nikótíns



Sameindabygging vítamíns C

Til örvera teljast allar veirur og bakteríur en einnig smásæir heilkjörnungar, það er frumdýr, og einfrumna sveppir og þörungar.

Bakteríur eru minnstu þekktu frumurnar og eru þrátt fyrir smæð sína mjög flóknar að skipulagi. Allra minnstu bakteríufrumur, sem eru aðeins um 0,2 µm í þvermál (1 µm er einn þúsundasti úr mm), hafa um 500 gen í erfðaefni sínu og í þeim má finna mörg hundruð lífrænar smásameindir og stórsameindir, sem nauðsynlegar eru fyrir lífsstarfsemina. Hver þessara sameinda ein og sér er gjörsamlega lífvana.

Veirur eru mun einfaldari í sniðum en bakteríur og geta ekki fjölgað sér sjálfar utan lifandi frumna. Þær eru því yfirleitt ekki taldar til lífvera þar sem þær vantar þau efnakerfi sem þarf til fjölgunar og viðhalds sjálfstæðrar tilveru. Einföldustu veirur eru settar saman úr kjarnsýru (DNA eða RNA) sem ber erfðaboðin og einni eða örfáum tegundum prótínsameinda sem umlykja erfðaefnið. Það má því segja að þær séu settar saman úr fáum en mjög margbrotnum efnasamböndum. Veirur sýkja hýsilfrumur og nýta efnakerfi þeirra til þess að byggja nýjar veiruagnir eftir forskrift erfðaefnis síns.

Nánari fróðleik má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Heimildir og myndir:

  • McMurry, J. 2004. Organic Chemistry. Thomson - Brooks/Cole, USA.

Höfundar

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

15.12.2005

Spyrjandi

Matthildur Stefánsdóttir

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2005, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5487.

Guðmundur Eggertsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. (2005, 15. desember). Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5487

Guðmundur Eggertsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2005. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5487>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?
Öll efnasambönd sem innihalda kolefni (C), auk annarra frumefna, teljast til lífrænna efnasambanda (að undanskyldum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum). Auk kolefnis eru algengustu frumefnin í lífrænum sameindum vetni (H), súrefni (O), köfnunarefni (N), fosfór (P) og brennisteinn (S).

Lífrænar sameindir eru afar fjölbreytilegar en teljast aldrei einar og sér til lifandi vera. Stórsameindir gerðar úr keðjum lífrænna sameinda eru nauðsynlegar öllum lífverum, en þær mynda kjarnsýru (DNA, RNA), prótín, fjölsykrur og fitusýrur, sem eru erfðaefni, starfssameindir og byggingarefni lífvera.

Torbern Bergmann lýsti fyrstur muninum á lífrænum og ólífrænum efnum árið 1770, og í dag er talað um “lífræna efnafræði” þegar átt er við efnafræði þeirra efna sem finnast í lifandi verum.

Dæmi um lífræn efni eru koffín, nikótín og vítamín C.



Sameindabygging koffíns



Sameindabygging nikótíns



Sameindabygging vítamíns C

Til örvera teljast allar veirur og bakteríur en einnig smásæir heilkjörnungar, það er frumdýr, og einfrumna sveppir og þörungar.

Bakteríur eru minnstu þekktu frumurnar og eru þrátt fyrir smæð sína mjög flóknar að skipulagi. Allra minnstu bakteríufrumur, sem eru aðeins um 0,2 µm í þvermál (1 µm er einn þúsundasti úr mm), hafa um 500 gen í erfðaefni sínu og í þeim má finna mörg hundruð lífrænar smásameindir og stórsameindir, sem nauðsynlegar eru fyrir lífsstarfsemina. Hver þessara sameinda ein og sér er gjörsamlega lífvana.

Veirur eru mun einfaldari í sniðum en bakteríur og geta ekki fjölgað sér sjálfar utan lifandi frumna. Þær eru því yfirleitt ekki taldar til lífvera þar sem þær vantar þau efnakerfi sem þarf til fjölgunar og viðhalds sjálfstæðrar tilveru. Einföldustu veirur eru settar saman úr kjarnsýru (DNA eða RNA) sem ber erfðaboðin og einni eða örfáum tegundum prótínsameinda sem umlykja erfðaefnið. Það má því segja að þær séu settar saman úr fáum en mjög margbrotnum efnasamböndum. Veirur sýkja hýsilfrumur og nýta efnakerfi þeirra til þess að byggja nýjar veiruagnir eftir forskrift erfðaefnis síns.

Nánari fróðleik má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Heimildir og myndir:

  • McMurry, J. 2004. Organic Chemistry. Thomson - Brooks/Cole, USA.
  • ...