Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?

Ríkharð Brynjólfsson

Í nágrannalöndunum hafa margir miklar áhyggur af mengun vegna áburðarefna, einkum niturs (N) og fosfórs (P). Áburðarmengun er tvennskonar, mengun grunnvatns vegna niðursigs og mengun straum- og stöðuvatna vegna afrennslis eða áfoks. Grunnvatnið mengast ef regnvatn sígur gegnum jarðveginn og ber með sér uppleyst sölt. Öll næringarefni tapast ef jarðvegur rennur eða fýkur úr ökrum, að ónefndum jarðveginum sjálfum. Hér á landi er tæpast um að ræða skaðlega áburðarmengun vegna afrennslis eða foks, áhyggjur eru frekar af jarðvegstapi.

Áburðarefnin, hvort sem þau eru úr áburði eða „náttúruleg“, hegða sér mismunandi í jarðvegi. Fosfór binst fastur og niðursig hans í grunnvatn er afar lítið. Fosfórmengun verður þannig nær eingöngu vegna jarðvegsrofs.

Kalí (K) binst misfast eftir jarðvegsgerð en er sjaldnast talið mengunarvaldur, hvorki er það skaðlegt í neysluvatni né veldur ofauðgun í vatni því nær alltaf er það fosfór eða nitur sem takmarkar vöxt þörunga.

Nitur er flóknara frumefni, það er á ýmsu formi í jarðvegi, mikið er bundið í lífrænum efnum og losnar við rotnun. Í jarðvatninu er nitur uppleyst sem ammóníum og nítrat. Ammóníum binst á jarðvegsagnir eins og kalí og sígur lítið niður en nítrat binst hinsvegar ekki og sígur auðveldlega niður í grunnvatnið. Nítratmengað vatn er óhæft til neyslu. Í jarðvegi eru örverur sem nota sér ammóníum sem fæðu og breyta því í nítrat, það er kallað nítrun. Vaxandi plöntur ná yfirleitt að grípa nítratið jafnharðan og það myndast. Í akurrækt eru mestar áhyggjur af nítratmengun grunnvatns í haustrigningum þegar akrar eru gróðurlausir. Í nágrannalöndum okkar er mikil áhersla lögð á að akrar séu ekki plægðir að hausti og eftir uppskeru korns sé séð til þess að eftir sitji virkar plöntur til að grípa nitursambönd áður en þau renna niður í grunnvatnið. Sama ferli hindrar einnig jarðvegsrof. Á norðurlandamálum eru þessar plöntur nefndar „fangavgröder“ en á ensku „catch crop“. Þetta er kallað að akrar séu hafðir grænir yfir veturinn. Hér á landi er langmestur hluti ræktaðs lands „grænn“ í þessum skilningi.

Við venjulega notkun áburðar á tún hér á landi er tæpast hætta á mengun grunnvatns. Áborinn áburður er álíka mikill og fjarlægður er með uppskeru og hann er jafnan borinn á gróandi plöntur. Mengunarhætta vegna áburðarefnanna er helst við flutninga eða geymslu.

Að lokum má nefna að tilbúnum áburði fylgir eitthvert magn óæskilegra þungmálma. Helst er þar til að nefna kadmíum, en í fosfórgrýti er jafnan eitthvað kadmíum. Mesta leyfilega magn kadmíums (Evrópustaðall) í áburði eru 50 mg/kg P. Áburður á íslenskum markaði er yfirleitt langt undir þessum mörkum (1-5 mg/kg P).Lesið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?

Höfundur

prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri

Útgáfudagur

15.7.2003

Spyrjandi

Linda Ósk Þorvaldsdóttir, f. 1986

Tilvísun

Ríkharð Brynjólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2003. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3583.

Ríkharð Brynjólfsson. (2003, 15. júlí). Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3583

Ríkharð Brynjólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2003. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3583>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?
Í nágrannalöndunum hafa margir miklar áhyggur af mengun vegna áburðarefna, einkum niturs (N) og fosfórs (P). Áburðarmengun er tvennskonar, mengun grunnvatns vegna niðursigs og mengun straum- og stöðuvatna vegna afrennslis eða áfoks. Grunnvatnið mengast ef regnvatn sígur gegnum jarðveginn og ber með sér uppleyst sölt. Öll næringarefni tapast ef jarðvegur rennur eða fýkur úr ökrum, að ónefndum jarðveginum sjálfum. Hér á landi er tæpast um að ræða skaðlega áburðarmengun vegna afrennslis eða foks, áhyggjur eru frekar af jarðvegstapi.

Áburðarefnin, hvort sem þau eru úr áburði eða „náttúruleg“, hegða sér mismunandi í jarðvegi. Fosfór binst fastur og niðursig hans í grunnvatn er afar lítið. Fosfórmengun verður þannig nær eingöngu vegna jarðvegsrofs.

Kalí (K) binst misfast eftir jarðvegsgerð en er sjaldnast talið mengunarvaldur, hvorki er það skaðlegt í neysluvatni né veldur ofauðgun í vatni því nær alltaf er það fosfór eða nitur sem takmarkar vöxt þörunga.

Nitur er flóknara frumefni, það er á ýmsu formi í jarðvegi, mikið er bundið í lífrænum efnum og losnar við rotnun. Í jarðvatninu er nitur uppleyst sem ammóníum og nítrat. Ammóníum binst á jarðvegsagnir eins og kalí og sígur lítið niður en nítrat binst hinsvegar ekki og sígur auðveldlega niður í grunnvatnið. Nítratmengað vatn er óhæft til neyslu. Í jarðvegi eru örverur sem nota sér ammóníum sem fæðu og breyta því í nítrat, það er kallað nítrun. Vaxandi plöntur ná yfirleitt að grípa nítratið jafnharðan og það myndast. Í akurrækt eru mestar áhyggjur af nítratmengun grunnvatns í haustrigningum þegar akrar eru gróðurlausir. Í nágrannalöndum okkar er mikil áhersla lögð á að akrar séu ekki plægðir að hausti og eftir uppskeru korns sé séð til þess að eftir sitji virkar plöntur til að grípa nitursambönd áður en þau renna niður í grunnvatnið. Sama ferli hindrar einnig jarðvegsrof. Á norðurlandamálum eru þessar plöntur nefndar „fangavgröder“ en á ensku „catch crop“. Þetta er kallað að akrar séu hafðir grænir yfir veturinn. Hér á landi er langmestur hluti ræktaðs lands „grænn“ í þessum skilningi.

Við venjulega notkun áburðar á tún hér á landi er tæpast hætta á mengun grunnvatns. Áborinn áburður er álíka mikill og fjarlægður er með uppskeru og hann er jafnan borinn á gróandi plöntur. Mengunarhætta vegna áburðarefnanna er helst við flutninga eða geymslu.

Að lokum má nefna að tilbúnum áburði fylgir eitthvert magn óæskilegra þungmálma. Helst er þar til að nefna kadmíum, en í fosfórgrýti er jafnan eitthvað kadmíum. Mesta leyfilega magn kadmíums (Evrópustaðall) í áburði eru 50 mg/kg P. Áburður á íslenskum markaði er yfirleitt langt undir þessum mörkum (1-5 mg/kg P).Lesið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?...