Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?

Ríkharð Brynjólfsson

Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi.

Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði pílviði í ker með mold sem hann hafði áður vigtað. Eftir nokkur ár hafði pílviðurinn þyngst um yfir 70 kg en jarðvegurinn hafði nær ekkert lést. Engu hafði verið bætt við í kerið allan þennan tíma nema það vökvað með vatni. Túlkunin var augljós, plöntur nærðust á vatni.

Í lok 17. aldar sýndi Englendingurinn Stephen Hales (1677-1761) fram á að plöntur þyrftu loft til að geta vaxið og benti einnig á nauðsyn sólarljóss. Um svipað leyti benti annar Englendingur, John Woodward (1665-1728), á að plöntur yxu betur ef þær væru vökvaðar með „óhreinu“ vatni en regnvatni.

Á fyrri hluta 19. aldar var sýnt fram á að plöntur geta vaxið vel í hreinu vatni með uppleystum söltum og grundvallarrit um það efni eftir Þjóðverjann Justus von Liebig (1803-1873) kom út 1840. Nú telst vitað að næring plantna (önnur en kolefni sem vinnst með ljóstillífun) byggir á einföldum, ólífrænum efnasamböndum nokkurra frumefna sem rætur taka upp úr jarðvegi.

Til að plöntur vaxi eðlilega þurfa þær að hafa aðgang að hæfilegu magni 16-18 frumefna. Þörf fyrir einstök frumefni er mjög mismikil, frá því að skipta tugum kílóa á hvern hektara (aðalnæringarefni) og niður í svo lítið magn að nær útilokað er að sýna fram á nauðsyn þeirra. Þessi síðarnefndu eru kölluð snefilefni. Aðalnæringarefnin eru nitur (N), kalí (K), fosfór (P), kalsíum (Ca), magnesíum (Ma) og brennisteinn (S).

Vanti eitthvert næringarefni kemur það fram sem minni vöxtur (uppskera), oft koma í ljós sérstök útlitseinkenni og skorturinn kemur einnig fram í efnamagni plantnanna. Vanti tildæmis kalí verður plantan lítil og kalímagn hennar lágt. Búfræðilega er skortur á næringarefni skilgreindur þannig að viðbótargjöf efnisins auki vöxt eða bæti efnamagn plöntunnar.

Þau næringarefni sem oftast skortir í þessum skilningi eru nitur (N), fosfór (P) og kalí (K) og þau eru uppistaða í tilbúnum áburði. Fleiri næringarefni eru stundum með, brennisteinn (S), magnesíum (Mg), bór (B) og stundum enn fleiri, allt eftir því á hvaða plöntur áburðurinn er notaður og einnig skiptir jarðvegur miklu. Káltegundir þurfa til dæmis mikinn bór og því er hann hafður með í garðáburði. Brennisteinn berst með regnvatni og það hefur sýnt sig að á úrkomuminnstu stöðum hér á landi getur skort brennistein, bændur á þeim svæðum kaupa þá áburð með brennisteini.

Uppspretta nituráburðar er andrúmsloftið, nær 80% þess er nitur. Það er auðvelt að vinna hreint nitur úr loftinu en það er gagnslaust plöntum sem lofttegund. Frekari vinnslu þarf til að breyta því í ammóníak og saltpéturssýru. Það er mjög orkukræfur ferill og var framkvæmdur til skamms tíma í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Í áburðarkornunum er nitrið ýmist á formi ammóníaks eða nítrats. Hvort tveggja geta plöntur notað.

Fosfór er unnin úr fosfórríkum bergtegundum sem finnast allvíða um heiminn. Bergið er „hreinsað“ og endar í ýmsum söltum fosfórsýru sem plöntur geta nýtt sér.

Kalí er unnið í námum sem eru leifar af uppþornuðum innhöfum. Kalí er í auðleystum söltum, til dæmis kalíklóríð sem er náskylt matarsalti.

Til að meta þörf fyrir áburðarefni á einhverja tiltekna plöntu í tilteknum jarðvegi eru gerðar áburðartilraunir, bóndinn vill að sjálfsögðu vita hve mikið þurfi því of mikill áburður er í besta falli óþarfa kostnaður, of lítill áburður kostar minni uppskeru. Fræðimenn vinna úr niðurstöðunum og gefa leiðbeiningar, til dæmis í Handbók bænda. Til frekari leiðbeiningar getur bóndinn látið efnagreina jarðveg og uppskeru. Núorðið nota bændur yfirleitt tilbúnar áburðarblöndur, þær eru margar á boðstólum og hlutföll næringarefnanna eru mismunandi. Bóndinn velur þá sem hann telur henta best. Mestum árangri skilar áburðurinn ef hann er borinn á þegar plönturnar eru tilbúnar að nýta sér hann, ef borið er of snemma á er einhver hætta á útskolun, ef borið er of seint á glatast hluti vaxtartímans. Hér hefur sýnt sig að best er að bera áburðinn á þegar tún eru farin að grænka og orðin sæmilega fær vegna bleytu.

Algengir áburðarskammtar á tún eru 100-120 kg niturs, 20-30 kg fosfórs og 40-80 kg kalís, allt miðað við hektara.Lesa má um Jan Babtista van Helmont, Stephen Hales og Justus von Liebig á vefsetri Encyclopædia Britannica. Þaðan er einnig myndin af von Liebig.

Smellið á nafnið til að lesa meira um John Woodward.

Hér er hægt að lesa um sögu og framtíð vatnsræktar, meðal annars um tilraunir van Helmonts og Woodwards.

Hér er að finna umræðu um tilraun van Helmonts.

Mynd af áburðarsekkjum er fengin af heimasíðu Hydro Agri.

Höfundur

prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri

Útgáfudagur

14.7.2003

Spyrjandi

Linda Ósk Þorvaldsdóttir, f. 1986

Tilvísun

Ríkharð Brynjólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2003. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3578.

Ríkharð Brynjólfsson. (2003, 14. júlí). Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3578

Ríkharð Brynjólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2003. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3578>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?
Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi.

Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði pílviði í ker með mold sem hann hafði áður vigtað. Eftir nokkur ár hafði pílviðurinn þyngst um yfir 70 kg en jarðvegurinn hafði nær ekkert lést. Engu hafði verið bætt við í kerið allan þennan tíma nema það vökvað með vatni. Túlkunin var augljós, plöntur nærðust á vatni.

Í lok 17. aldar sýndi Englendingurinn Stephen Hales (1677-1761) fram á að plöntur þyrftu loft til að geta vaxið og benti einnig á nauðsyn sólarljóss. Um svipað leyti benti annar Englendingur, John Woodward (1665-1728), á að plöntur yxu betur ef þær væru vökvaðar með „óhreinu“ vatni en regnvatni.

Á fyrri hluta 19. aldar var sýnt fram á að plöntur geta vaxið vel í hreinu vatni með uppleystum söltum og grundvallarrit um það efni eftir Þjóðverjann Justus von Liebig (1803-1873) kom út 1840. Nú telst vitað að næring plantna (önnur en kolefni sem vinnst með ljóstillífun) byggir á einföldum, ólífrænum efnasamböndum nokkurra frumefna sem rætur taka upp úr jarðvegi.

Til að plöntur vaxi eðlilega þurfa þær að hafa aðgang að hæfilegu magni 16-18 frumefna. Þörf fyrir einstök frumefni er mjög mismikil, frá því að skipta tugum kílóa á hvern hektara (aðalnæringarefni) og niður í svo lítið magn að nær útilokað er að sýna fram á nauðsyn þeirra. Þessi síðarnefndu eru kölluð snefilefni. Aðalnæringarefnin eru nitur (N), kalí (K), fosfór (P), kalsíum (Ca), magnesíum (Ma) og brennisteinn (S).

Vanti eitthvert næringarefni kemur það fram sem minni vöxtur (uppskera), oft koma í ljós sérstök útlitseinkenni og skorturinn kemur einnig fram í efnamagni plantnanna. Vanti tildæmis kalí verður plantan lítil og kalímagn hennar lágt. Búfræðilega er skortur á næringarefni skilgreindur þannig að viðbótargjöf efnisins auki vöxt eða bæti efnamagn plöntunnar.

Þau næringarefni sem oftast skortir í þessum skilningi eru nitur (N), fosfór (P) og kalí (K) og þau eru uppistaða í tilbúnum áburði. Fleiri næringarefni eru stundum með, brennisteinn (S), magnesíum (Mg), bór (B) og stundum enn fleiri, allt eftir því á hvaða plöntur áburðurinn er notaður og einnig skiptir jarðvegur miklu. Káltegundir þurfa til dæmis mikinn bór og því er hann hafður með í garðáburði. Brennisteinn berst með regnvatni og það hefur sýnt sig að á úrkomuminnstu stöðum hér á landi getur skort brennistein, bændur á þeim svæðum kaupa þá áburð með brennisteini.

Uppspretta nituráburðar er andrúmsloftið, nær 80% þess er nitur. Það er auðvelt að vinna hreint nitur úr loftinu en það er gagnslaust plöntum sem lofttegund. Frekari vinnslu þarf til að breyta því í ammóníak og saltpéturssýru. Það er mjög orkukræfur ferill og var framkvæmdur til skamms tíma í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Í áburðarkornunum er nitrið ýmist á formi ammóníaks eða nítrats. Hvort tveggja geta plöntur notað.

Fosfór er unnin úr fosfórríkum bergtegundum sem finnast allvíða um heiminn. Bergið er „hreinsað“ og endar í ýmsum söltum fosfórsýru sem plöntur geta nýtt sér.

Kalí er unnið í námum sem eru leifar af uppþornuðum innhöfum. Kalí er í auðleystum söltum, til dæmis kalíklóríð sem er náskylt matarsalti.

Til að meta þörf fyrir áburðarefni á einhverja tiltekna plöntu í tilteknum jarðvegi eru gerðar áburðartilraunir, bóndinn vill að sjálfsögðu vita hve mikið þurfi því of mikill áburður er í besta falli óþarfa kostnaður, of lítill áburður kostar minni uppskeru. Fræðimenn vinna úr niðurstöðunum og gefa leiðbeiningar, til dæmis í Handbók bænda. Til frekari leiðbeiningar getur bóndinn látið efnagreina jarðveg og uppskeru. Núorðið nota bændur yfirleitt tilbúnar áburðarblöndur, þær eru margar á boðstólum og hlutföll næringarefnanna eru mismunandi. Bóndinn velur þá sem hann telur henta best. Mestum árangri skilar áburðurinn ef hann er borinn á þegar plönturnar eru tilbúnar að nýta sér hann, ef borið er of snemma á er einhver hætta á útskolun, ef borið er of seint á glatast hluti vaxtartímans. Hér hefur sýnt sig að best er að bera áburðinn á þegar tún eru farin að grænka og orðin sæmilega fær vegna bleytu.

Algengir áburðarskammtar á tún eru 100-120 kg niturs, 20-30 kg fosfórs og 40-80 kg kalís, allt miðað við hektara.Lesa má um Jan Babtista van Helmont, Stephen Hales og Justus von Liebig á vefsetri Encyclopædia Britannica. Þaðan er einnig myndin af von Liebig.

Smellið á nafnið til að lesa meira um John Woodward.

Hér er hægt að lesa um sögu og framtíð vatnsræktar, meðal annars um tilraunir van Helmonts og Woodwards.

Hér er að finna umræðu um tilraun van Helmonts.

Mynd af áburðarsekkjum er fengin af heimasíðu Hydro Agri....