Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu frumefni líkamans?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N). Samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Ef við skoðum nánar hvar þau koma fyrir og hlutfall hvers efnis af heildar líkamsmassa er röðin eftirfarandi:
  • Súrefni (O) 65,0% - Er í vatni og lífrænum efnum, nauðsynlegt fyrir frumuöndun.
  • Kolefni (C) 18,5% - Er í öllum lífrænum efnum.
  • Vetni (H) 9,5% - Er í vatni, öllum mat og flestum lífrænum efnum.
  • Nitur (N) 3,2% - Finnst í öllum prótínum og kjarnsýrum (DNA og RNA).
Til viðbótar við þessi fjögur eru níu önnur frumefni sem eru samtals 3,9% af heildarmassa líkamans. Þau eru:
  • Kalk (Ca) 1,5% - Nauðsynlegt fyrir hörku tanna og beina og fyrir margs konar líkamsstarfsemi, til dæmis blóðstorknun og samdrátt vöðva.
  • Fosfór (P) 1,0% - Er í mörgum prótínum, öllum kjarnsýrum og ATP (orkumiðli frumunnar), nauðsynlegt byggingarefni tanna og beina.
  • Kalín (K) 0,4% - Algengasta plúsjón í frumum, mikilvæg fyrir taugaboð og vöðvasamdrátt.
  • Brennisteinn (S) 0,3% - Er í mörgum prótínum.
  • Natrín (Na) 0,2% - Algengasta plúsjónin í utanfrumuvökva, nauðsynleg í blóði til að viðhalda vökvajafnvægi og fyrir taugaboð og vöðvasamdrátt.
  • Klór (Cl) 0,2% - Algengasta mínusjónin í utanfrumuvökva, nauðsynleg í blóði og millifrumuvökva til að viðhalda vökvajafnvægi.
  • Magnesín (Mg) 0,1% - Nauðsynlegt fyrir starfsemi margra ensíma.
  • Joð (I) 0,1% - Nauðsynlegt fyrir myndun skjaldkirtilshormóna.
  • Járn (Fe) 0,1% - Er í blóðrauða sem flytur súrefni um líkamann og í sumum ensímum sem eru nauðsynleg til framleiðslu ATP.
Þrettán önnur frumefni koma fyrir í snefilmagni og mynda þessi efni samtals það 0,1% af heildarmassa líkamans sem á vantar. Þau eru ál, bór, króm, kóbalt, kopar, flúor, mangan, mólybdenum, selen, kísill, tin, vanadín og sink.

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Höfundur

Útgáfudagur

23.9.2002

Spyrjandi

Erla Rut Káradóttir, f. 1989

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver eru helstu frumefni líkamans?“ Vísindavefurinn, 23. september 2002, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2734.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 23. september). Hver eru helstu frumefni líkamans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2734

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hver eru helstu frumefni líkamans?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2002. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2734>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu frumefni líkamans?
Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N). Samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Ef við skoðum nánar hvar þau koma fyrir og hlutfall hvers efnis af heildar líkamsmassa er röðin eftirfarandi:

  • Súrefni (O) 65,0% - Er í vatni og lífrænum efnum, nauðsynlegt fyrir frumuöndun.
  • Kolefni (C) 18,5% - Er í öllum lífrænum efnum.
  • Vetni (H) 9,5% - Er í vatni, öllum mat og flestum lífrænum efnum.
  • Nitur (N) 3,2% - Finnst í öllum prótínum og kjarnsýrum (DNA og RNA).
Til viðbótar við þessi fjögur eru níu önnur frumefni sem eru samtals 3,9% af heildarmassa líkamans. Þau eru:
  • Kalk (Ca) 1,5% - Nauðsynlegt fyrir hörku tanna og beina og fyrir margs konar líkamsstarfsemi, til dæmis blóðstorknun og samdrátt vöðva.
  • Fosfór (P) 1,0% - Er í mörgum prótínum, öllum kjarnsýrum og ATP (orkumiðli frumunnar), nauðsynlegt byggingarefni tanna og beina.
  • Kalín (K) 0,4% - Algengasta plúsjón í frumum, mikilvæg fyrir taugaboð og vöðvasamdrátt.
  • Brennisteinn (S) 0,3% - Er í mörgum prótínum.
  • Natrín (Na) 0,2% - Algengasta plúsjónin í utanfrumuvökva, nauðsynleg í blóði til að viðhalda vökvajafnvægi og fyrir taugaboð og vöðvasamdrátt.
  • Klór (Cl) 0,2% - Algengasta mínusjónin í utanfrumuvökva, nauðsynleg í blóði og millifrumuvökva til að viðhalda vökvajafnvægi.
  • Magnesín (Mg) 0,1% - Nauðsynlegt fyrir starfsemi margra ensíma.
  • Joð (I) 0,1% - Nauðsynlegt fyrir myndun skjaldkirtilshormóna.
  • Járn (Fe) 0,1% - Er í blóðrauða sem flytur súrefni um líkamann og í sumum ensímum sem eru nauðsynleg til framleiðslu ATP.
Þrettán önnur frumefni koma fyrir í snefilmagni og mynda þessi efni samtals það 0,1% af heildarmassa líkamans sem á vantar. Þau eru ál, bór, króm, kóbalt, kopar, flúor, mangan, mólybdenum, selen, kísill, tin, vanadín og sink.

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings....