Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Á hverju nærast tré?

Þröstur EysteinssonTré nærast á samskonar efnum og þú og ég, einkum kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum.

Munurinn er sá að trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi sem laufblöðin „anda“ til sín úr andrúmsloftinu og vatni sem ræturnar taka upp úr jarðveginum og er síðan flutt upp í laufblöðin.

Önnur efni sem nauðsynleg eru í þessa framleiðslu svo sem nitursambönd, fosfat og kalí, sem til samans kallast áburðarefni eða áburðarsölt, og ýmsir málmar, sem kallast snefilefni, koma með vatninu úr jarðveginum.

Orkan sem notuð er til að setja saman næringarefnin úr koltvísýringi, vatni, áburðarsöltum og snefilefnum er sólarljós og kallast þetta einu nafni ljóstillífun. Afurðir ljóstillífunar, einkum kolvetni, eru síðan fluttar um allt tréð þar sem hinir ýmsu vefir trésins nærast á þeim.

Mynd: Nature Destinations.com

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

17.2.2003

Spyrjandi

Silja Sif Engilbertsdóttir,
f. 1993

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Á hverju nærast tré?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2003. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3147.

Þröstur Eysteinsson. (2003, 17. febrúar). Á hverju nærast tré? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3147

Þröstur Eysteinsson. „Á hverju nærast tré?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2003. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3147>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á hverju nærast tré?Tré nærast á samskonar efnum og þú og ég, einkum kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum.

Munurinn er sá að trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi sem laufblöðin „anda“ til sín úr andrúmsloftinu og vatni sem ræturnar taka upp úr jarðveginum og er síðan flutt upp í laufblöðin.

Önnur efni sem nauðsynleg eru í þessa framleiðslu svo sem nitursambönd, fosfat og kalí, sem til samans kallast áburðarefni eða áburðarsölt, og ýmsir málmar, sem kallast snefilefni, koma með vatninu úr jarðveginum.

Orkan sem notuð er til að setja saman næringarefnin úr koltvísýringi, vatni, áburðarsöltum og snefilefnum er sólarljós og kallast þetta einu nafni ljóstillífun. Afurðir ljóstillífunar, einkum kolvetni, eru síðan fluttar um allt tréð þar sem hinir ýmsu vefir trésins nærast á þeim.

Mynd: Nature Destinations.com...