Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Drepast tré ef koparnagli er rekinn í bolinn?

Þröstur Eysteinsson

Nei. Það er gömul flökkusaga að koparnagli drepi tré, en hún á sér ekki vísindalega stoð. Kopar er trjám, og reyndar flestum öðrum lífverum, nauðsynlegur sem snefilefni í mjög litlu magni. Í mjög miklu magni og sem hluti af ýmsum efnasamböndum getur kopar hins vegar haft eituráhrif. En koparmálmur leysist ekki hratt upp og því hefur kopar í einum nagla hverfandi áhrif á tré.Að reka marga koparnagla hlið við hlið, hringinn í kringum stofn trésins getur drepið það með því að eyðileggja sáldlagið undir berkinum. Það virkar eins og að hringberkja tréð og er eins hægt að gera með venjulegum járnnöglum. Líklegra er að sárin eftir naglana eða hamarinn veiti fúasveppum innkomuleið og það séu þeir sem drepi tréð.

En því reka nagla í tré? Því ekki bara fella það?

Að einn koparnagli geti drepið tré er dæmi um flökkusögu sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Flökkusagan hefur hins vegar náð ótrúlega mikilli útbreiðslu og lifir góðu lífi í skjóli fáfræði fólks um líffræði og efnafræði árhringir í trjám?

Mynd:

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

8.6.2010

Síðast uppfært

19.2.2020

Spyrjandi

Óskar S. Harðarson

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Drepast tré ef koparnagli er rekinn í bolinn?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2010, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56531.

Þröstur Eysteinsson. (2010, 8. júní). Drepast tré ef koparnagli er rekinn í bolinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56531

Þröstur Eysteinsson. „Drepast tré ef koparnagli er rekinn í bolinn?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2010. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56531>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Drepast tré ef koparnagli er rekinn í bolinn?
Nei. Það er gömul flökkusaga að koparnagli drepi tré, en hún á sér ekki vísindalega stoð. Kopar er trjám, og reyndar flestum öðrum lífverum, nauðsynlegur sem snefilefni í mjög litlu magni. Í mjög miklu magni og sem hluti af ýmsum efnasamböndum getur kopar hins vegar haft eituráhrif. En koparmálmur leysist ekki hratt upp og því hefur kopar í einum nagla hverfandi áhrif á tré.Að reka marga koparnagla hlið við hlið, hringinn í kringum stofn trésins getur drepið það með því að eyðileggja sáldlagið undir berkinum. Það virkar eins og að hringberkja tréð og er eins hægt að gera með venjulegum járnnöglum. Líklegra er að sárin eftir naglana eða hamarinn veiti fúasveppum innkomuleið og það séu þeir sem drepi tréð.

En því reka nagla í tré? Því ekki bara fella það?

Að einn koparnagli geti drepið tré er dæmi um flökkusögu sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Flökkusagan hefur hins vegar náð ótrúlega mikilli útbreiðslu og lifir góðu lífi í skjóli fáfræði fólks um líffræði og efnafræði árhringir í trjám?

Mynd:...