Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast árhringir í trjám?

Rétt undir berki trjáa er lag af frumum sem kallað er vaxtarlag. Á hverju sumri skipta þessar frumur sér og mynda nýjar sáld- og viðaræðafrumur. Á þennan hátt gildnar trjábolurinn á hverju ári.

Fyrripart sumars er vöxtur hraður og nýju viðaræðafrumurnar sem myndast eru stórar og víðar. Seinnipart sumars hægir á vextinum og frumur sem þá myndast eru þrengri og hafa tiltölulega þykka frumuveggi.

Þegar skorið er þversnið af trjábol sést litamunur á snemmsumarsvexti og síðsumarsvexti. Síðsumarsvöxturinn er dekkri af því að holrými frumnanna eru minni og frumuveggirnir þykkri. Á hverju ári myndast því hringur af ljósum frumum og hringur af dökkum frumum. Þetta köllum við árhringi.

Útgáfudagur

25.9.2002

Spyrjandi

Ásgeir Ólafsson

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Hvernig myndast árhringir í trjám?“ Vísindavefurinn, 25. september 2002. Sótt 14. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2723.

Þröstur Eysteinsson. (2002, 25. september). Hvernig myndast árhringir í trjám? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2723

Þröstur Eysteinsson. „Hvernig myndast árhringir í trjám?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2002. Vefsíða. 14. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2723>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ólöf Guðný Geirsdóttir

1968

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Meginviðfangsefni hennar eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á áhrifum næringar á farsæla öldrun.