Froða er algeng á sumrin bæði við strendur stöðuvatna og sjávar. Hún myndast þegar vindur eða bárur sem brotna við ströndina þeyta saman lofti og vatni sem í eru lífræn efni.
Efnin eru flest að uppruna úr smásæjum svifþörungum sem vaxa í yfirborðslaginu þar sem birtu nýtur. Sumar þörungategundir gefa frá sér l...
Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti.
Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...
Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...
Þrávirk lífræn efni er samheiti yfir hóp efnasambanda sem eru mjög stöðug bæði í náttúrunni og í lífverum ef þau berast í þær. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Þessi þrávirku efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur með fæðu. Þar safnast þau smám saman fyrir í vefjum enda er helmingunar...
Eiturefni eru afar fjölbreytileg að gerð og uppruna. Paracelsus (1493-1541), sem hefur verið nefndur faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði, setti fram þá kenningu að öll efni væru í raun eitruð og það væri einungis spurning um skammta hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Þó að langt sé um liðið síðan þessi kenning va...
Kalksvifþörungar (Coccolithophore) finnast í efstu lögum sjávar. Þeir teljast til svokallaðra frumframleiðenda, það er þeir mynda flókin lífræn efni úr einföldum ólífrænum efnum við ljóstillífun. Lífverur eins og kalksvifþörungar og aðrir hópar sviflægra þörunga, til dæmis skoruþörungar (Dinophyceae) og kísilþörun...
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru kemísk efni? Eru þau í snyrtivörum? Eru kemísk efni hættuleg?
Í daglegu tali heyrist oft talað um kemísk efni. Þessi nafngift er villandi þar sem "kemískt" merkir "efnafræðilegt" og kemísk efni eru því einfaldlega efni.
Svo virðist sem hugtakið sé aðallega no...
Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...
PCB er skammstöfun fyrir polychlorinated biphenyl. Um er að ræða efnaflokk um 209 efna sem eru lífræn hringsambönd tengd klór í mismunandi magni og á mismunandi vegu. Efnið var notað í stórum stíl í iðnaði til dæmis í spennaolíu, sem mýkingarefni í plast og í glussa ýmis konar. Efnið hefur síðan borist út í lífrík...
Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir því hvað ólífræn efni eru og hver munurinn er á þeim og lífrænum efnum.
Lífræn efni eru efnasambönd kolefnis nema koltvíoxíð, koleinoxíð og nokkur sölt. Þau finnast í lifandi verum, úrgangi frá þeim og leifum þeirra. Þau eiga það öll sameiginlegt a...
Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún er með doktorsgráðu frá Stokkhólmsháskóla í umhverfisefnafræði og hefur sérhæft sig í rannsóknum á mengun í umhverfi og mat. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í...
Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...
Histamín tilheyrir hópi efna sem nefnast lífræn amín. Önnur efni í sama flokki eru til dæmis tyramín (e. tyramin), dópamín (e. dopamin), tryptamín (e. tryptamin), serótónín (e. serotonin), pútreskín (e. putrescin), cadaverín (e. cadaverin), spermidín (e. spermidin), spermín (e. spermin) og agmatín (e. agmatin).
...
Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni.
Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar v...
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað?
Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!