Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað eru kemísk efni?

Sigríður Jónsdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað eru kemísk efni? Eru þau í snyrtivörum? Eru kemísk efni hættuleg?

Í daglegu tali heyrist oft talað um kemísk efni. Þessi nafngift er villandi þar sem "kemískt" merkir "efnafræðilegt" og kemísk efni eru því einfaldlega efni.

Svo virðist sem hugtakið sé aðallega notað um efni sem keypt eru inn frá efnaframleiðendum til að nota þau áfram í iðnaði, þar með talið snyrtivöruiðnaði, hreinsiefnaiðnaði, málningariðnaði, lyfjaiðnaði og matvælaiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Þýska fleirtöluorðið "Chemikalien" er til að mynda heiti yfir efni sem framleidd eru á tilraunastofum eða í verksmiðjum eftir skilgreindum ferlum. Í íslensku máli hefur ekki verið gerður greinarmunur á því hvernig efni eru framleidd eða hvaðan þau koma. Efni eru þó flokkuð niður í lífræn (e. organic) og ólífræn (e. inorganic) efni, en uppistaðan í lífrænum efnum er kolefni (C).

Fyrstu lífrænu efnin sem lýst var í fræðigreinum voru fengin úr lífríkinu, en efnafræðingar áttuðu sig fljótlega á því að mun erfiðara var að einangra efni úr plöntum og dýrum en úr steindum. En nú til dags búa menn til lífrænar sameindir eftir pöntunum á tilraunastofum með markvissum efnasmíðum og eru slík efni ekki neitt frábrugðin samsvarandi efnum sem finnast í náttúrunni.


Efni telst þekkt ef það hefur verið einangrað og vitað er um efnaformúlu þess og uppbyggingu. Þekkt efni skipta milljónum og á hverju ári er þúsundum nýrra efna lýst í fagtímaritum. Fæst þeirra hafa hagnýtt gildi, en það er ekki vitað fyrirfram og leit að efnum sem hægt er að hagnýta rekur vísindamenn um allan heim áfram til frekari efnasmíða. Þannig er meðal annars leitað að efnum sem gætu verið lyf framtíðarinnar.

Árið 1995 voru í kringum 65.000 efni framleidd í verksmiðjum um allan heim, þar á meðal amínósýrur, vítamín og virk lyfjaefni. Ýmist er unnið eftir skilgreindum efnasmíðaferlum eða lífmassi (örverur) er látinn framleiða efnið sem sóst er eftir (til dæmis vítamín B12 og insúlín). Það er síðan einangrað og hreinsað.

Í snyrtivöruiðnaði eru notuð efni sem framleidd eru í verksmiðjum. Þess er gætt að slík efni séu skaðlaus og oft liggja að baki dýratilraunir til að ganga úr skugga um að svo sé. Þó ætti auðvitað enginn að leggja sér snyrtivörur til munns.

Mynd: Chemistry Pictures. Chemistry Images and Pictures.

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir

efnafræðingur, Dr.rer.nat.

Útgáfudagur

22.3.2006

Spyrjandi

Pétur Jónsson
Jón Þór Árnason

Tilvísun

Sigríður Jónsdóttir. „Hvað eru kemísk efni?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5725.

Sigríður Jónsdóttir. (2006, 22. mars). Hvað eru kemísk efni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5725

Sigríður Jónsdóttir. „Hvað eru kemísk efni?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5725>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru kemísk efni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvað eru kemísk efni? Eru þau í snyrtivörum? Eru kemísk efni hættuleg?

Í daglegu tali heyrist oft talað um kemísk efni. Þessi nafngift er villandi þar sem "kemískt" merkir "efnafræðilegt" og kemísk efni eru því einfaldlega efni.

Svo virðist sem hugtakið sé aðallega notað um efni sem keypt eru inn frá efnaframleiðendum til að nota þau áfram í iðnaði, þar með talið snyrtivöruiðnaði, hreinsiefnaiðnaði, málningariðnaði, lyfjaiðnaði og matvælaiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Þýska fleirtöluorðið "Chemikalien" er til að mynda heiti yfir efni sem framleidd eru á tilraunastofum eða í verksmiðjum eftir skilgreindum ferlum. Í íslensku máli hefur ekki verið gerður greinarmunur á því hvernig efni eru framleidd eða hvaðan þau koma. Efni eru þó flokkuð niður í lífræn (e. organic) og ólífræn (e. inorganic) efni, en uppistaðan í lífrænum efnum er kolefni (C).

Fyrstu lífrænu efnin sem lýst var í fræðigreinum voru fengin úr lífríkinu, en efnafræðingar áttuðu sig fljótlega á því að mun erfiðara var að einangra efni úr plöntum og dýrum en úr steindum. En nú til dags búa menn til lífrænar sameindir eftir pöntunum á tilraunastofum með markvissum efnasmíðum og eru slík efni ekki neitt frábrugðin samsvarandi efnum sem finnast í náttúrunni.


Efni telst þekkt ef það hefur verið einangrað og vitað er um efnaformúlu þess og uppbyggingu. Þekkt efni skipta milljónum og á hverju ári er þúsundum nýrra efna lýst í fagtímaritum. Fæst þeirra hafa hagnýtt gildi, en það er ekki vitað fyrirfram og leit að efnum sem hægt er að hagnýta rekur vísindamenn um allan heim áfram til frekari efnasmíða. Þannig er meðal annars leitað að efnum sem gætu verið lyf framtíðarinnar.

Árið 1995 voru í kringum 65.000 efni framleidd í verksmiðjum um allan heim, þar á meðal amínósýrur, vítamín og virk lyfjaefni. Ýmist er unnið eftir skilgreindum efnasmíðaferlum eða lífmassi (örverur) er látinn framleiða efnið sem sóst er eftir (til dæmis vítamín B12 og insúlín). Það er síðan einangrað og hreinsað.

Í snyrtivöruiðnaði eru notuð efni sem framleidd eru í verksmiðjum. Þess er gætt að slík efni séu skaðlaus og oft liggja að baki dýratilraunir til að ganga úr skugga um að svo sé. Þó ætti auðvitað enginn að leggja sér snyrtivörur til munns.

Mynd: Chemistry Pictures. Chemistry Images and Pictures....