Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?

Starfsmenn Umhverfisstofnunar

Mengunarefni geta borist til sjávar frá landi á fjóra vegu: Með lofti, frárennsli, vegna skipa eða sem úrgangsefni sem varpað er í sjóinn. Áætlað er að sú mengun sem fer í hafið á heimsvísu skiptist í þessa fjóra flokka á eftirfarandi hátt:
  • 33% er loftborin mengun (með ryki, úrkomu eða efni eða efnasambönd sem gufað hafa upp)
  • 44% er vegna frárennslis frá landi (frá almennum fráveitum, frárennsli frá fyrirtækjum eða afrennsli af landi)
  • 12% tengjast rekstri skipa
  • 10% eru úrgangsefni sem varpað er í hafið

Samkvæmt þessu eiga tæp 80% af allri þeirri mengun sem berst til sjávar uppruna sinn í starfsemi í landi, það er loftborin mengun og frárennsli af landi. Því er ljóst að ef árangur á að nást í að draga úr mengun hafsins er vænlegast að beina athyglinni að því sem fram fer í landi.

Lauslega má skipta mengunarefnunum í 6 flokka: Þrávirk lífræn efni, þungmálma, geislavirk efni, næringarsölt, olíu og sorp. Af þessum mengunarefnum eru það helst næringarefni eða sölt sem berast í hafið hér við land, aðallega með fráveitum. Næringarsöltin fosfat og nítrat eru nauðsynleg plöntum og þörungum á landi og í sjó. Ofgnótt næringarefna í sjó getur aftur á móti valdið offjölgun þörunga. Ef blöndun sjávar er ekki nægileg getur slíkt leitt til súrefnisskorts sem veikir meðal annars lífsskilyrði botnfiska. Þannig ástand má til dæmis greina við sunnanverðan Norðursjó og í Eystrasalti þar sem mikið magn þessara efna berst til sjávar frá þéttbýli og vegna notkunar tilbúins áburðar í landbúnaði.



Ofgnótt næringarefna getur leitt til offjölgunar þörunga eins og hér hefur gerst við strönd Ástralíu.

Þó svo að næringarefni séu helstu mengunarefnin sem berast til sjávar hér við land hefur mengun af þessu tagi ekki verið mikið vandamál við strendur Íslands. Ástæðan er sú að víðast hvar er öflug blöndun sjávar á grunnsævi sem kemur því næst í veg fyrir hættu á ofauðgun næringarsalta.

Mengun hafsins getur haft víðtæk áhrif og afleiðingarnar eru margvíslegar. Ofgnótt næringarefna er eitt dæmið en menn hafa einnig miklar áhyggjur vegna þrávirkra lífrænna efna (til dæmis PCB og ýmissa varnaðarefna) og þungmálma (til dæmis kvikasilfurs). Þessi efni geta lífmagnast, það er safnast upp í lífkeðjunni og náð háum og skaðlegum styrk í lífverum sem eru ofarlega í fæðukeðjunni. Hættan er sérstaklega mikil á norðlægum slóðum og eru dæmi um að slík efni hafi fundist í spendýrum á norðurhjara, þar með talið ísbjörnum og mönnum. Sum þessara mengunarefna eru krabbameinsvaldandi og geta haft áhrif á æxlunarhæfni lífvera.

Sum mengunarefni berast langar vegalengdir með vindum eða straumum. Alþjóðlegt samstarf er því sérstaklega mikilvægt í baráttunni gegn mengun hafs og stranda. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ísland verði í fylkingarbrjósti í þeirri baráttu. Lengi hefur verið talið að hafið umhverfis landið sé heilnæmt og tært og strendur landsins hreinar. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að þessi ímynd er um margt á rökum reist. Sömu rannsóknir hafa þó einnig sýnt að víða getum við tekið okkur á og gert betur.

Nánari upplýsingar má finna á vef Umhverfisstofnunar.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um mengun, til dæmis:

Mynd: Clean Ocean Foundation

Útgáfudagur

23.10.2006

Spyrjandi

Kristrún Úlfarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Starfsmenn Umhverfisstofnunar. „Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?“ Vísindavefurinn, 23. október 2006, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6329.

Starfsmenn Umhverfisstofnunar. (2006, 23. október). Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6329

Starfsmenn Umhverfisstofnunar. „Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2006. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6329>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?
Mengunarefni geta borist til sjávar frá landi á fjóra vegu: Með lofti, frárennsli, vegna skipa eða sem úrgangsefni sem varpað er í sjóinn. Áætlað er að sú mengun sem fer í hafið á heimsvísu skiptist í þessa fjóra flokka á eftirfarandi hátt:

  • 33% er loftborin mengun (með ryki, úrkomu eða efni eða efnasambönd sem gufað hafa upp)
  • 44% er vegna frárennslis frá landi (frá almennum fráveitum, frárennsli frá fyrirtækjum eða afrennsli af landi)
  • 12% tengjast rekstri skipa
  • 10% eru úrgangsefni sem varpað er í hafið

Samkvæmt þessu eiga tæp 80% af allri þeirri mengun sem berst til sjávar uppruna sinn í starfsemi í landi, það er loftborin mengun og frárennsli af landi. Því er ljóst að ef árangur á að nást í að draga úr mengun hafsins er vænlegast að beina athyglinni að því sem fram fer í landi.

Lauslega má skipta mengunarefnunum í 6 flokka: Þrávirk lífræn efni, þungmálma, geislavirk efni, næringarsölt, olíu og sorp. Af þessum mengunarefnum eru það helst næringarefni eða sölt sem berast í hafið hér við land, aðallega með fráveitum. Næringarsöltin fosfat og nítrat eru nauðsynleg plöntum og þörungum á landi og í sjó. Ofgnótt næringarefna í sjó getur aftur á móti valdið offjölgun þörunga. Ef blöndun sjávar er ekki nægileg getur slíkt leitt til súrefnisskorts sem veikir meðal annars lífsskilyrði botnfiska. Þannig ástand má til dæmis greina við sunnanverðan Norðursjó og í Eystrasalti þar sem mikið magn þessara efna berst til sjávar frá þéttbýli og vegna notkunar tilbúins áburðar í landbúnaði.



Ofgnótt næringarefna getur leitt til offjölgunar þörunga eins og hér hefur gerst við strönd Ástralíu.

Þó svo að næringarefni séu helstu mengunarefnin sem berast til sjávar hér við land hefur mengun af þessu tagi ekki verið mikið vandamál við strendur Íslands. Ástæðan er sú að víðast hvar er öflug blöndun sjávar á grunnsævi sem kemur því næst í veg fyrir hættu á ofauðgun næringarsalta.

Mengun hafsins getur haft víðtæk áhrif og afleiðingarnar eru margvíslegar. Ofgnótt næringarefna er eitt dæmið en menn hafa einnig miklar áhyggjur vegna þrávirkra lífrænna efna (til dæmis PCB og ýmissa varnaðarefna) og þungmálma (til dæmis kvikasilfurs). Þessi efni geta lífmagnast, það er safnast upp í lífkeðjunni og náð háum og skaðlegum styrk í lífverum sem eru ofarlega í fæðukeðjunni. Hættan er sérstaklega mikil á norðlægum slóðum og eru dæmi um að slík efni hafi fundist í spendýrum á norðurhjara, þar með talið ísbjörnum og mönnum. Sum þessara mengunarefna eru krabbameinsvaldandi og geta haft áhrif á æxlunarhæfni lífvera.

Sum mengunarefni berast langar vegalengdir með vindum eða straumum. Alþjóðlegt samstarf er því sérstaklega mikilvægt í baráttunni gegn mengun hafs og stranda. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ísland verði í fylkingarbrjósti í þeirri baráttu. Lengi hefur verið talið að hafið umhverfis landið sé heilnæmt og tært og strendur landsins hreinar. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að þessi ímynd er um margt á rökum reist. Sömu rannsóknir hafa þó einnig sýnt að víða getum við tekið okkur á og gert betur.

Nánari upplýsingar má finna á vef Umhverfisstofnunar.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um mengun, til dæmis:

Mynd: Clean Ocean Foundation...