Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Finnast kolvetni í mat?

Hörður Filippusson

Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni.

Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar verða að nægja hér. Í „Skýrslu um hið íslenska náttúrufræðifélag“ (1897-8) má lesa: „Mér dettur ekki í hug að allir sökkvi sér niður í kemiskar eða efnafræðislegar grúskarnir um kolahydröt eða „kolvetni“. Og í Iðunni (1917) má lesa: „Það [þe:acetylengas] verður til úr 2 kolaefniseindum og 2 vatnsefniseindum og er því svo nefnt kolvetni (C2H2)“.

Orðið carbohydrate er notað um lífsameindir sem innihalda kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O). Venjulega eru tvö vetnisatóm á móti hverju súrefnisatómi eins og í vatni (H2O) og heildarefnasamsetningin Cm(H2O)n. Þannig séð virðast þessi efni vera sambönd kolefnis og vatns eða hýdröt kolefnis, og eðlileg íslenskun á nafninu því kolhýdröt. Þessi atómhlutföll gilda fyrir einsykrur eins og til dæmis glúkósa (þrúgusykur) en frávik þekkjast eins og í tilviki deoxýríbósa (eitt súrefnisatóm vantar) eða glúkósamín (sem inniheldur nitur). Orðið hýdrat er að öðru leyti notað um bæði lífræn og ólífræn efni, hydrates, sem skilgreina má sem sameindir orðnar til við samruna vatns og annars efnis.

Í raun er kolvetni ekki að finna í matvælum en kolhýdröt (carbohydrate) eru mikilvæg næringarefni. Í umfjöllun um matvæli og næringarfræði tíðkast hins vegar mjög að kalla kolhýdröt kolvetni.

Margskonar kolhýdröt finnast í náttúrunni. Grunneiningarnar eru einsykrur (monosaccharides) (hexósi með 6 C-atóm, pentósi með 5 C-atóm og svo framvegis). Dæmi um einsykrur eru glúkósi (þrúgusykur) og frúktósi (ávaxtasykur). Tvær einsykrur tengjast í tvísykrur (disaccharides) (til dæmis súkrósi (reyrsykur), laktósi (mjólkursykur) og fleira). Keðjur einsykra kallast fásykrur (oligosaccharides) sem eru stuttar keðjur en lengri keðjur kallast fjölsykrur (polysaccharides). Dæmi um fjölsykrur eru sterkja (mjölvi) sem er forðasameind í fræjum og rótum plantna, glýkógen sem er forðasameind í vöðvum og lifur dýra og sellulósi (tréni) sem er byggingarefni frumuveggjar plantna.

Orðið hydrocarbon er notað um lífræn efni sem innihalda eingöngu vetni og kolefni. Þau flokkast meðal annars í arómatísk efni, alkön og alkýn. Um þennan efnaflokk nota efnafræðingar orðið kolvetni. Mest af kolvetnum jarðar er að finna sem hráolíu, sem á uppruna sinn í lífrænu efni sem umbreyst hefur í iðrum jarðar, oft í mjög langar keðjur kolefnis og vetnis. Úr hráolíu má vinna bensín, eldsneytisolíu, smurolíu og svo framvegis.

Orðið hydrocarbon er notað um lífræn efni sem innihalda eingöngu vetni og kolefni. Mest af kolvetnum jarðar er að finna sem hráolíu, sem á uppruna sinn í lífrænu efni sem umbreyst hefur í iðrum jarðar, oft í mjög langar keðjur kolefnis og vetnis. Úr hráolíu má til dæmis vinna bensín.

Í íslenskum lögum er orðið kolvetni notað um hydrocarbons. Lög nr. 13/2001 „taka til leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis og flutnings þess eftir leiðslukerfi utan netlaga í landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunni Íslands“. Þar er að finna eftirfarandi skilgreiningu: „Kolvetni merkir í lögum þessum jarðolía, jarðgas eða annars konar kolvetni sem er til staðar í jarðlögum undir hafsbotni frá náttúrunnar hendi og nýtanlegt er í loftkenndu eða fljótandi formi“. Í færeysku mun sambærileg orðanotkun tíðkast.

Í hugtakasafni þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins er gefin þýðingin kolvetni fyrir carbohydrate og þýðingin vetniskolefni fyrir hydrocarbon.

Æskilegt væri að samræma orðanotkun á þessu sviði. Efnafræðingar og lífefnafræðingar nota orðin kolhýdröt fyrir carbohydrate og kolvetni fyrir hydrocarbon. Í umfjöllun um matvæli og næringarfræði tíðkast hins vegar mjög að kalla kolhýdröt kolvetni.

Niðurstaðan er þessi: Kolvetni er ekki að finna í matvælum en kolhýdröt eru mikilvæg næringarefni.

Myndir:

Upprunalegu spurningarnar voru:

Af hverju eru kolvötn (sykrur) kölluð kolvetni innan næringarfræðinnar? Er kolvetni ekki efnasamband eingöngu úr vetni og kolefni? Er rétt að bensín sé kolvetni en sykur ekki?

Höfundur

Hörður Filippusson

prófessor emeritus í lífefnafræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

14.3.2019

Spyrjandi

Davíð Freyr Björnsson, Þórir Benediktsson

Tilvísun

Hörður Filippusson. „Finnast kolvetni í mat?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2019. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62097.

Hörður Filippusson. (2019, 14. mars). Finnast kolvetni í mat? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62097

Hörður Filippusson. „Finnast kolvetni í mat?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2019. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62097>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Finnast kolvetni í mat?
Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni.

Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar verða að nægja hér. Í „Skýrslu um hið íslenska náttúrufræðifélag“ (1897-8) má lesa: „Mér dettur ekki í hug að allir sökkvi sér niður í kemiskar eða efnafræðislegar grúskarnir um kolahydröt eða „kolvetni“. Og í Iðunni (1917) má lesa: „Það [þe:acetylengas] verður til úr 2 kolaefniseindum og 2 vatnsefniseindum og er því svo nefnt kolvetni (C2H2)“.

Orðið carbohydrate er notað um lífsameindir sem innihalda kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O). Venjulega eru tvö vetnisatóm á móti hverju súrefnisatómi eins og í vatni (H2O) og heildarefnasamsetningin Cm(H2O)n. Þannig séð virðast þessi efni vera sambönd kolefnis og vatns eða hýdröt kolefnis, og eðlileg íslenskun á nafninu því kolhýdröt. Þessi atómhlutföll gilda fyrir einsykrur eins og til dæmis glúkósa (þrúgusykur) en frávik þekkjast eins og í tilviki deoxýríbósa (eitt súrefnisatóm vantar) eða glúkósamín (sem inniheldur nitur). Orðið hýdrat er að öðru leyti notað um bæði lífræn og ólífræn efni, hydrates, sem skilgreina má sem sameindir orðnar til við samruna vatns og annars efnis.

Í raun er kolvetni ekki að finna í matvælum en kolhýdröt (carbohydrate) eru mikilvæg næringarefni. Í umfjöllun um matvæli og næringarfræði tíðkast hins vegar mjög að kalla kolhýdröt kolvetni.

Margskonar kolhýdröt finnast í náttúrunni. Grunneiningarnar eru einsykrur (monosaccharides) (hexósi með 6 C-atóm, pentósi með 5 C-atóm og svo framvegis). Dæmi um einsykrur eru glúkósi (þrúgusykur) og frúktósi (ávaxtasykur). Tvær einsykrur tengjast í tvísykrur (disaccharides) (til dæmis súkrósi (reyrsykur), laktósi (mjólkursykur) og fleira). Keðjur einsykra kallast fásykrur (oligosaccharides) sem eru stuttar keðjur en lengri keðjur kallast fjölsykrur (polysaccharides). Dæmi um fjölsykrur eru sterkja (mjölvi) sem er forðasameind í fræjum og rótum plantna, glýkógen sem er forðasameind í vöðvum og lifur dýra og sellulósi (tréni) sem er byggingarefni frumuveggjar plantna.

Orðið hydrocarbon er notað um lífræn efni sem innihalda eingöngu vetni og kolefni. Þau flokkast meðal annars í arómatísk efni, alkön og alkýn. Um þennan efnaflokk nota efnafræðingar orðið kolvetni. Mest af kolvetnum jarðar er að finna sem hráolíu, sem á uppruna sinn í lífrænu efni sem umbreyst hefur í iðrum jarðar, oft í mjög langar keðjur kolefnis og vetnis. Úr hráolíu má vinna bensín, eldsneytisolíu, smurolíu og svo framvegis.

Orðið hydrocarbon er notað um lífræn efni sem innihalda eingöngu vetni og kolefni. Mest af kolvetnum jarðar er að finna sem hráolíu, sem á uppruna sinn í lífrænu efni sem umbreyst hefur í iðrum jarðar, oft í mjög langar keðjur kolefnis og vetnis. Úr hráolíu má til dæmis vinna bensín.

Í íslenskum lögum er orðið kolvetni notað um hydrocarbons. Lög nr. 13/2001 „taka til leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis og flutnings þess eftir leiðslukerfi utan netlaga í landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunni Íslands“. Þar er að finna eftirfarandi skilgreiningu: „Kolvetni merkir í lögum þessum jarðolía, jarðgas eða annars konar kolvetni sem er til staðar í jarðlögum undir hafsbotni frá náttúrunnar hendi og nýtanlegt er í loftkenndu eða fljótandi formi“. Í færeysku mun sambærileg orðanotkun tíðkast.

Í hugtakasafni þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins er gefin þýðingin kolvetni fyrir carbohydrate og þýðingin vetniskolefni fyrir hydrocarbon.

Æskilegt væri að samræma orðanotkun á þessu sviði. Efnafræðingar og lífefnafræðingar nota orðin kolhýdröt fyrir carbohydrate og kolvetni fyrir hydrocarbon. Í umfjöllun um matvæli og næringarfræði tíðkast hins vegar mjög að kalla kolhýdröt kolvetni.

Niðurstaðan er þessi: Kolvetni er ekki að finna í matvælum en kolhýdröt eru mikilvæg næringarefni.

Myndir:

Upprunalegu spurningarnar voru:

Af hverju eru kolvötn (sykrur) kölluð kolvetni innan næringarfræðinnar? Er kolvetni ekki efnasamband eingöngu úr vetni og kolefni? Er rétt að bensín sé kolvetni en sykur ekki?

...