Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru laktósafríar mjólkurvörur hollari en venjulegar mjólkurvörur?

Ellen Alma Tryggvadóttir

Stutta svarið er: Laktósafríar mjólkurvörur eru ekki hollari en venjulegar mjólkurvörur, enda er næringarinnihald beggja tegunda mjög svipað. Laktósafríar mjólkurvörur eru þó ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol.

Mjólkurvörur innihalda ýmis orku- og næringarefni. Þar á meðal er mjólkursykurinn laktósi sem er tvísykra samsett úr einsykrunum glúkósa og galaktósa. Til þess að geta melt laktósa þarf líkaminn að framleiða ákveðið ensím sem heitir laktasi. Þegar þetta ensím er til staðar getur líkaminn klofið mjólkursykurinn niður í stakar einsykrur sem frásogast auðveldlega í þörmunum.

Laktósafríar mjólkurvörur eru ekki hollari en venjulegar. Þær eru hins vegar ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol. Líklega er tíðni mjólkursykuróþols innan við 10% á Íslandi.

Einstaklingar með mjólkursykuróþol hafa ekki þetta ensím eða þá að virkni þess er skert. Það verður til þess að mjólkursykurinn klofnar ekki í sundur og getur því ekki frásogast. Vegna osmósuáhrifa dregst vatn að honum og þannig eykst vökvamagnið inni í þörmum. Mjólkursykurinn fer svo óklofinn áfram í ristil þar sem bakteríur í ristli fara að brjóta hann niður. Við þetta niðurbrot myndast gas og stuttar fitusýrukeðjur sem getur valdið óþægindum, loftgangi og niðurgangi.

Í laktósafríum mjólkurvörum er búið að fjarlægja laktósann eða kljúfa hann í einsykrur sem frásogast auðveldlega. Slíkar vörur eru því hentugur kostur fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol. Næringarinnihald í mjólkurvörum með og án laktósa er mjög svipað. Helsti munurinn er að laktósafríar vörur innihalda örlítið minna magn af kolvetnum og þar af leiðandi orku, þar sem búið er að fjarlægja hluta mjólkursykursins. Þessi munur er þó ekki mikill.

Til samanburðar er hér innihaldslýsing fyrir D-vítamín bætta léttmjólk og laktósafría léttmjólk:*

Miðað við 100 grömmD-vítamínbætt léttmjólkLaktósafrí léttmjólk
Orka 45 hitaeiningar (kcal)39 hitaeiningar (kcal)
Fita1,5 g1,5 g
- Þar af mettaðar fitusýrur0,9 g0,9 g
Kolvetni4,5 g2,9 g
- Þar af ein og tvísykrur4,5 g2,9 g
Prótín3,4 g3,4 g
Salt0,1 g0,1 g
B12-vítamín0,37 µg0,37 µg
B2-vítamín0,16 µg0,16 µg
D-vítamín1 µg1 µg
Fosfór95 mg91 mg
Joð11,2 µg11,2 µg
Kalk114 mg110 mg

*Upplýsingar fengnar af vef Mjólkursamsölunnar.

Tíðni mjólkursykuróþols er mjög mismunandi eftir þjóðerni. Hún er mun lægri hjá fólki af norrænum uppruna heldur en til dæmis hjá Asíu- og Afríkubúum. Þar er hún allt að 98%. Ekki eru til nákvæmar tölur um tíðni mjólkursykuróþols á Íslandi, en líklegast er hún innan við 10%.

Mynd:

Höfundur

Ellen Alma Tryggvadóttir

næringarfræðingur

Útgáfudagur

26.9.2014

Spyrjandi

Árni Þór Helgason

Tilvísun

Ellen Alma Tryggvadóttir. „Eru laktósafríar mjólkurvörur hollari en venjulegar mjólkurvörur?“ Vísindavefurinn, 26. september 2014, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65990.

Ellen Alma Tryggvadóttir. (2014, 26. september). Eru laktósafríar mjólkurvörur hollari en venjulegar mjólkurvörur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65990

Ellen Alma Tryggvadóttir. „Eru laktósafríar mjólkurvörur hollari en venjulegar mjólkurvörur?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2014. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65990>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru laktósafríar mjólkurvörur hollari en venjulegar mjólkurvörur?
Stutta svarið er: Laktósafríar mjólkurvörur eru ekki hollari en venjulegar mjólkurvörur, enda er næringarinnihald beggja tegunda mjög svipað. Laktósafríar mjólkurvörur eru þó ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol.

Mjólkurvörur innihalda ýmis orku- og næringarefni. Þar á meðal er mjólkursykurinn laktósi sem er tvísykra samsett úr einsykrunum glúkósa og galaktósa. Til þess að geta melt laktósa þarf líkaminn að framleiða ákveðið ensím sem heitir laktasi. Þegar þetta ensím er til staðar getur líkaminn klofið mjólkursykurinn niður í stakar einsykrur sem frásogast auðveldlega í þörmunum.

Laktósafríar mjólkurvörur eru ekki hollari en venjulegar. Þær eru hins vegar ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol. Líklega er tíðni mjólkursykuróþols innan við 10% á Íslandi.

Einstaklingar með mjólkursykuróþol hafa ekki þetta ensím eða þá að virkni þess er skert. Það verður til þess að mjólkursykurinn klofnar ekki í sundur og getur því ekki frásogast. Vegna osmósuáhrifa dregst vatn að honum og þannig eykst vökvamagnið inni í þörmum. Mjólkursykurinn fer svo óklofinn áfram í ristil þar sem bakteríur í ristli fara að brjóta hann niður. Við þetta niðurbrot myndast gas og stuttar fitusýrukeðjur sem getur valdið óþægindum, loftgangi og niðurgangi.

Í laktósafríum mjólkurvörum er búið að fjarlægja laktósann eða kljúfa hann í einsykrur sem frásogast auðveldlega. Slíkar vörur eru því hentugur kostur fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol. Næringarinnihald í mjólkurvörum með og án laktósa er mjög svipað. Helsti munurinn er að laktósafríar vörur innihalda örlítið minna magn af kolvetnum og þar af leiðandi orku, þar sem búið er að fjarlægja hluta mjólkursykursins. Þessi munur er þó ekki mikill.

Til samanburðar er hér innihaldslýsing fyrir D-vítamín bætta léttmjólk og laktósafría léttmjólk:*

Miðað við 100 grömmD-vítamínbætt léttmjólkLaktósafrí léttmjólk
Orka 45 hitaeiningar (kcal)39 hitaeiningar (kcal)
Fita1,5 g1,5 g
- Þar af mettaðar fitusýrur0,9 g0,9 g
Kolvetni4,5 g2,9 g
- Þar af ein og tvísykrur4,5 g2,9 g
Prótín3,4 g3,4 g
Salt0,1 g0,1 g
B12-vítamín0,37 µg0,37 µg
B2-vítamín0,16 µg0,16 µg
D-vítamín1 µg1 µg
Fosfór95 mg91 mg
Joð11,2 µg11,2 µg
Kalk114 mg110 mg

*Upplýsingar fengnar af vef Mjólkursamsölunnar.

Tíðni mjólkursykuróþols er mjög mismunandi eftir þjóðerni. Hún er mun lægri hjá fólki af norrænum uppruna heldur en til dæmis hjá Asíu- og Afríkubúum. Þar er hún allt að 98%. Ekki eru til nákvæmar tölur um tíðni mjólkursykuróþols á Íslandi, en líklegast er hún innan við 10%.

Mynd:

...