Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mjólkurneysla tannskemmandi?

Sigfús Þór Elíasson

Mjólk er af flestum ekki talin valda tannátu, jafnvel í mörgum tilvikum talin draga úr henni. Aftur á móti er alþekkt að ungbörn sem sofa með pela, fá tannskemmdir framan á framtennur efrigóms.

Mjög fáar bitastæðar rannsóknir eru til þar sem áhrif mjólkurdrykkju á tannátu í fólki eru könnuð, enda er erfitt eða ómögulegt að einangra þennan fæðuþátt. Hins vegar hefur mun lægri tannátutíðni mælst hjá hópum sem drekka mikla mjólk og hjá fólki sem eingöngu neytir mjólkur- og grænmetisfæðis (lacto-vegetarian diet). Þá hefur sambandið verið rannsakað nokkuð með dýratilraunum.

Þrátt fyrir að mjólkursykur geti gerjast af munngerlum yfir í sýru og þar með valdið mögulegri úrkölkun tanna, þá hafa efni í mjólkinni einnig tannverndandi eiginleika. Því hefur verið haldið fram að mjólk dragi úr tannskemmdum á nokkra vegu:
  • að mjólkin virki sem stuðpúðablanda gegn sýrum í tannsýklunni.
  • að mjólkurprótein, einkum casein, setjist á yfirborð tanna og dragi þar með úr úrkölkun vegna sýrumyndunar.
  • að kalk og fosfór úr mjólkinni hjálpi til við endurkölkun á byrjandi tannátu.

Rannsóknir á dýrum hafa einnig sýnt að verndandi eiginleikar mjólkur verði augljósari þegar tannskemmandi fæðis er neytt á sama tíma og mjólkurinnar. Ýmis atriði geta þó yfirskyggt verndandi áhrif mjólkurinnar, eins og þegar mjólkin liggur lengi á tönnunum (pelatannáta) og þegar óhóflegum sykri er bætt í mjólk og mjólkurvörur.

Það er því hægt að draga þá ályktun að mjólk hafi bæði tannskemmandi og verndandi eiginleika sem séu í jafnvægi og jafnvel töluvert verndandi þegar hennar er neytt á eðlilegan hátt. Þetta jafnvægi getur samt orðið tönnunum óhagstætt þegar neysluvenjur eru rangar, eða öðrum efnum bætt í mjólkina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

prófessor í tannlækningum við HÍ

Útgáfudagur

18.2.2000

Spyrjandi

Jón Pétur Einarsson

Tilvísun

Sigfús Þór Elíasson. „Er mjólkurneysla tannskemmandi?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=122.

Sigfús Þór Elíasson. (2000, 18. febrúar). Er mjólkurneysla tannskemmandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=122

Sigfús Þór Elíasson. „Er mjólkurneysla tannskemmandi?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=122>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er mjólkurneysla tannskemmandi?
Mjólk er af flestum ekki talin valda tannátu, jafnvel í mörgum tilvikum talin draga úr henni. Aftur á móti er alþekkt að ungbörn sem sofa með pela, fá tannskemmdir framan á framtennur efrigóms.

Mjög fáar bitastæðar rannsóknir eru til þar sem áhrif mjólkurdrykkju á tannátu í fólki eru könnuð, enda er erfitt eða ómögulegt að einangra þennan fæðuþátt. Hins vegar hefur mun lægri tannátutíðni mælst hjá hópum sem drekka mikla mjólk og hjá fólki sem eingöngu neytir mjólkur- og grænmetisfæðis (lacto-vegetarian diet). Þá hefur sambandið verið rannsakað nokkuð með dýratilraunum.

Þrátt fyrir að mjólkursykur geti gerjast af munngerlum yfir í sýru og þar með valdið mögulegri úrkölkun tanna, þá hafa efni í mjólkinni einnig tannverndandi eiginleika. Því hefur verið haldið fram að mjólk dragi úr tannskemmdum á nokkra vegu:
  • að mjólkin virki sem stuðpúðablanda gegn sýrum í tannsýklunni.
  • að mjólkurprótein, einkum casein, setjist á yfirborð tanna og dragi þar með úr úrkölkun vegna sýrumyndunar.
  • að kalk og fosfór úr mjólkinni hjálpi til við endurkölkun á byrjandi tannátu.

Rannsóknir á dýrum hafa einnig sýnt að verndandi eiginleikar mjólkur verði augljósari þegar tannskemmandi fæðis er neytt á sama tíma og mjólkurinnar. Ýmis atriði geta þó yfirskyggt verndandi áhrif mjólkurinnar, eins og þegar mjólkin liggur lengi á tönnunum (pelatannáta) og þegar óhóflegum sykri er bætt í mjólk og mjólkurvörur.

Það er því hægt að draga þá ályktun að mjólk hafi bæði tannskemmandi og verndandi eiginleika sem séu í jafnvægi og jafnvel töluvert verndandi þegar hennar er neytt á eðlilegan hátt. Þetta jafnvægi getur samt orðið tönnunum óhagstætt þegar neysluvenjur eru rangar, eða öðrum efnum bætt í mjólkina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...