Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

Peter Holbrook (1949-2024)

Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta óbeinni aðferðir duga.

En fyrr á árum höfðu menn aðrar hugmyndir um siðfræði vísinda en nú, og þá voru gerðar fróðlegar rannsóknir á þessu. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var unnið eitt merkilegasta rannsóknarverkefni um tannskemmdir fyrr eða síðar. Frá árinu 1946 til 1951 tóku 436 fullorðnir einstaklingar (sjúklingar) á geðsjúkrahúsi í Svíþjóð þátt í rannsókn þar sem könnuð voru tengsl milli mataræðis, sérstaklega sykurs, og tannátu. Þrátt fyrir allar efasemdir um siðfræði var niðurstaðan mjög dýrmæt fyrir þekkingu manna á hlutverki sykurs í tannátu og þess vegna eru þessar niðurstöður notaðar enn þann dag í dag.

Mikilvægt er að bursta tennur.

Í þessari rannsókn fengu allir sjúklingarnir eins konar grunnnæringu án sykurs. Þeim var skipt í hópa sem fengu síðan misjafnlega mikið af sykri í mismunandi formi, með mat eða milli mála. Það kom í ljós í stuttu máli að sjúklingur sem tuggði 24 sælgætismola á dag fékk 7 nýjar skemmdir í tennur á 5 ára rannsóknartímabili og 4 skemmdir á tannfleti á ári. Vegna lélegrar tannheilsu urðu flestir sjúklinganna að hætta þátttöku í rannsókninni áður en fyrirhuguðu rannsóknatímabili var lokið. Þó að þessir sjúklingar burstuðu tennur er skráð að mikil tannsýkla myndaðist hjá þeim sem borðuðu sykur milli mála, en flúortannkrem var ekki til árið 1951. (Tannsýkla er munnvatnsskánin með sýklum, próteinum og sykrum sem myndast á tönnum). Til samanburðar má geta þess að sjúklingar sem fengu sykur eingöngu með mat, ekki milli mála, fengu 0,7-1,3 nýjar holur á ári. (Upplýsingar frá Gustafsson BE, et. al, Acta Odont. Scand. 1954;11:232-264).

Með betri gátun á tannheilsu, flúortannkremi, flúorskolun og tannlæknaþjónustu hefur tannheilsa Íslendinga gjörbreyst undanfarin 12-15 ár, langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Samt sem áður sýna allmargar rannsóknir frekar sterk tengsl milli sykurneyslu íslenskra barna og unglinga og tannátutíðni þeirra. Þar kemur fram að það er tíðni sykurneyslu, sérstaklega milli mála, sem er lykilatriði. Því lengri tíma yfir daginn sem munnbakteríur gerja sykur og mynda mjólkursýru, því meiri er hættan á tannskemmdum, ekki síst ef tannburstun er ábótavant vegna þess að tannsýklan er ekki bara full af tannátubakteríum, heldur einangrast tennur frá ýmsum efnum í munnvatni sem virka gegn tannskemmdum.

Til frekari upplýsingar: A. Thylstrup og O. Fejerskov, Textbook of Clinical Cariology. 2. útg. Kaupmannahöfn: Munksgaard.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

prófessor emeritus í tannlækningum við HÍ

Útgáfudagur

5.2.2000

Spyrjandi

Jónas Reynir Gunnarsson

Tilvísun

Peter Holbrook (1949-2024). „Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2000, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62.

Peter Holbrook (1949-2024). (2000, 5. febrúar). Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62

Peter Holbrook (1949-2024). „Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2000. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?
Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta óbeinni aðferðir duga.

En fyrr á árum höfðu menn aðrar hugmyndir um siðfræði vísinda en nú, og þá voru gerðar fróðlegar rannsóknir á þessu. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var unnið eitt merkilegasta rannsóknarverkefni um tannskemmdir fyrr eða síðar. Frá árinu 1946 til 1951 tóku 436 fullorðnir einstaklingar (sjúklingar) á geðsjúkrahúsi í Svíþjóð þátt í rannsókn þar sem könnuð voru tengsl milli mataræðis, sérstaklega sykurs, og tannátu. Þrátt fyrir allar efasemdir um siðfræði var niðurstaðan mjög dýrmæt fyrir þekkingu manna á hlutverki sykurs í tannátu og þess vegna eru þessar niðurstöður notaðar enn þann dag í dag.

Mikilvægt er að bursta tennur.

Í þessari rannsókn fengu allir sjúklingarnir eins konar grunnnæringu án sykurs. Þeim var skipt í hópa sem fengu síðan misjafnlega mikið af sykri í mismunandi formi, með mat eða milli mála. Það kom í ljós í stuttu máli að sjúklingur sem tuggði 24 sælgætismola á dag fékk 7 nýjar skemmdir í tennur á 5 ára rannsóknartímabili og 4 skemmdir á tannfleti á ári. Vegna lélegrar tannheilsu urðu flestir sjúklinganna að hætta þátttöku í rannsókninni áður en fyrirhuguðu rannsóknatímabili var lokið. Þó að þessir sjúklingar burstuðu tennur er skráð að mikil tannsýkla myndaðist hjá þeim sem borðuðu sykur milli mála, en flúortannkrem var ekki til árið 1951. (Tannsýkla er munnvatnsskánin með sýklum, próteinum og sykrum sem myndast á tönnum). Til samanburðar má geta þess að sjúklingar sem fengu sykur eingöngu með mat, ekki milli mála, fengu 0,7-1,3 nýjar holur á ári. (Upplýsingar frá Gustafsson BE, et. al, Acta Odont. Scand. 1954;11:232-264).

Með betri gátun á tannheilsu, flúortannkremi, flúorskolun og tannlæknaþjónustu hefur tannheilsa Íslendinga gjörbreyst undanfarin 12-15 ár, langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Samt sem áður sýna allmargar rannsóknir frekar sterk tengsl milli sykurneyslu íslenskra barna og unglinga og tannátutíðni þeirra. Þar kemur fram að það er tíðni sykurneyslu, sérstaklega milli mála, sem er lykilatriði. Því lengri tíma yfir daginn sem munnbakteríur gerja sykur og mynda mjólkursýru, því meiri er hættan á tannskemmdum, ekki síst ef tannburstun er ábótavant vegna þess að tannsýklan er ekki bara full af tannátubakteríum, heldur einangrast tennur frá ýmsum efnum í munnvatni sem virka gegn tannskemmdum.

Til frekari upplýsingar: A. Thylstrup og O. Fejerskov, Textbook of Clinical Cariology. 2. útg. Kaupmannahöfn: Munksgaard.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...