Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?

Geir Þ. Þórarinsson

Nei, það er ekki rétt. Þótt ekki sé mikið rætt um tannpínu í þeim forngrísku textum sem varðveist hafa eru þó til orðin odontalgía, sem þýðir tannpína, og sögnin odontalgeo, sem þýðir að hafa tannpínu. Þessi orð koma til að mynda fyrir í ritum hins fræga læknis Galenosar. Nú er vitaskuld hægt að finna til tannpínu sem orsakast ekki af því sem við nefnum venjulega tannskemmd, til dæmis er hægt að hafa tannpínu vegna brotinnar tannar eða eitthvað slíkt. Það er samt óhugsandi að einu tilvikin um tannpínu í Grikklandi hinu forna hafi verið afleiðingar brotinna tanna og aldrei vegna venjulegra tannskemmda. Auk þess verður ekki í fljótu bragði séð að í forngrískum textum sé einkum rætt um tannpínu í sambandi við brotnar tennur.

Í svari Þorbjargar Jensdóttur og Peters Holbrook um neyslu sykurskertra gosdrykkja kemur fram að „[t]ennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður.“ Ólíkt okkur drukku Forngrikkir ekki sykraða gosdrykki (né heldur sykurskerta gosdrykki), þeir átu ekki súkkulaði, brjóstsykur, karamellur og annað sælgæti og þekktu ekki hvítan sykur en eins og allir vita eykur sykur- og sælgætisneysla verulega hættuna á tannskemmdum.


Um 700 f.Kr. smíðuðu Etrúrar brýr í tennur. Þá voru gullvírar notaðaðir til að halda tönnunum saman, líkt og sést á þessari mynd sem sýnir tannviðgerð Egypta.

Hugsanlega hafa tannskemmdir því ekki verið jafnalgengar meðal Forngrikkja og þær eru nú á Vesturlöndum en um tíðni tannskemmda meðal Forngrikkja er ekki hægt að segja. Á hinn bóginn var vissulega til sætur matur í Grikklandi hinu forna, svo sem hunangskökur en hunang var gjarnan notað sem náttúrlegt sætuefni og Grikkirnir átu einnig margvíslegan annan náttúrulega sætan mat, svo sem ávexti. Þeir höfðu vitaskuld bakteríur í munni, rétt eins og við, sem gerjuðu sykurinn í fæðunni og myndaði sýru sem gat valdið tannskemmdum. Enn fremur er safinn í ávöxtunum sem Grikkirnir átu súr og getur verið glerungseyðandi. Að lokum höfðu Forngrikkir ekki sams konar tól til tannhirðu og við höfum: tannbursta, tannþráð, munnskol og þar fram eftir götunum. Svo að þótt Forngrikkir hafi ekki þekkt hvítan sykur, gosdrykki og sælgæti er nær öruggt að þeir fengu stundum tannskemmdir, alveg eins og við.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

18.9.2009

Spyrjandi

Sigurbjörn Einarsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?“ Vísindavefurinn, 18. september 2009. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=18978.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 18. september). Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18978

Geir Þ. Þórarinsson. „Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2009. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18978>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?
Nei, það er ekki rétt. Þótt ekki sé mikið rætt um tannpínu í þeim forngrísku textum sem varðveist hafa eru þó til orðin odontalgía, sem þýðir tannpína, og sögnin odontalgeo, sem þýðir að hafa tannpínu. Þessi orð koma til að mynda fyrir í ritum hins fræga læknis Galenosar. Nú er vitaskuld hægt að finna til tannpínu sem orsakast ekki af því sem við nefnum venjulega tannskemmd, til dæmis er hægt að hafa tannpínu vegna brotinnar tannar eða eitthvað slíkt. Það er samt óhugsandi að einu tilvikin um tannpínu í Grikklandi hinu forna hafi verið afleiðingar brotinna tanna og aldrei vegna venjulegra tannskemmda. Auk þess verður ekki í fljótu bragði séð að í forngrískum textum sé einkum rætt um tannpínu í sambandi við brotnar tennur.

Í svari Þorbjargar Jensdóttur og Peters Holbrook um neyslu sykurskertra gosdrykkja kemur fram að „[t]ennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður.“ Ólíkt okkur drukku Forngrikkir ekki sykraða gosdrykki (né heldur sykurskerta gosdrykki), þeir átu ekki súkkulaði, brjóstsykur, karamellur og annað sælgæti og þekktu ekki hvítan sykur en eins og allir vita eykur sykur- og sælgætisneysla verulega hættuna á tannskemmdum.


Um 700 f.Kr. smíðuðu Etrúrar brýr í tennur. Þá voru gullvírar notaðaðir til að halda tönnunum saman, líkt og sést á þessari mynd sem sýnir tannviðgerð Egypta.

Hugsanlega hafa tannskemmdir því ekki verið jafnalgengar meðal Forngrikkja og þær eru nú á Vesturlöndum en um tíðni tannskemmda meðal Forngrikkja er ekki hægt að segja. Á hinn bóginn var vissulega til sætur matur í Grikklandi hinu forna, svo sem hunangskökur en hunang var gjarnan notað sem náttúrlegt sætuefni og Grikkirnir átu einnig margvíslegan annan náttúrulega sætan mat, svo sem ávexti. Þeir höfðu vitaskuld bakteríur í munni, rétt eins og við, sem gerjuðu sykurinn í fæðunni og myndaði sýru sem gat valdið tannskemmdum. Enn fremur er safinn í ávöxtunum sem Grikkirnir átu súr og getur verið glerungseyðandi. Að lokum höfðu Forngrikkir ekki sams konar tól til tannhirðu og við höfum: tannbursta, tannþráð, munnskol og þar fram eftir götunum. Svo að þótt Forngrikkir hafi ekki þekkt hvítan sykur, gosdrykki og sælgæti er nær öruggt að þeir fengu stundum tannskemmdir, alveg eins og við.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...