Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Notaði fólk tannbursta í gamla daga?

EDS

Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum.

Heimildum ber ekki alveg saman um hvenær fyrsti tannburstinn leit dagsins ljós en árið 1498 er gjarnan nefnt. Þá á að hafa komið fram tannbursti í Kína með handfangi úr bambus eða beini en hárin voru stíf hnakkahár af svíni.



Tannbursti og tannburstahylki frá 19. öld. Settið er úr beini og var sérsmíðað.

Tannburstanotkun náði ekki útbreiðslu í Evrópu fyrr en á 17. og 18. öld og fyrsti fjöldaframleiddi tannburstinn kom á markað í Bretlandi í kringum 1780. Fyrsta einkaleyfi á tannburstum í Ameríku var gefið út árið 1857 en fjöldaframleiðsla á slíkum burstum hófst þeim megin Atlantshafsins um 1885.

Fyrsti tannburstinn með nælonhárum kom á markaðinn árið 1938, en fram að þeim tíma voru notuð dýrahár í burstana. Mjög almenn tannburstanotkun, í Ameríku að minnsta kosti, hófst þó ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari þegar hermenn úr stríðinu sneru aftur heim, en regluleg tannhreinsun var hluti af því hreinlæti sem ætlast var til af þeim meðan þeir gegndu herþjónustu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvenær var tannburstinn fundinn upp?

Höfundur

Útgáfudagur

18.12.2009

Spyrjandi

Sigurður Viðarsson, Elísa Elíasdóttir, Hildur Sveinsdóttir

Tilvísun

EDS. „Notaði fólk tannbursta í gamla daga?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54635.

EDS. (2009, 18. desember). Notaði fólk tannbursta í gamla daga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54635

EDS. „Notaði fólk tannbursta í gamla daga?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54635>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Notaði fólk tannbursta í gamla daga?
Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum.

Heimildum ber ekki alveg saman um hvenær fyrsti tannburstinn leit dagsins ljós en árið 1498 er gjarnan nefnt. Þá á að hafa komið fram tannbursti í Kína með handfangi úr bambus eða beini en hárin voru stíf hnakkahár af svíni.



Tannbursti og tannburstahylki frá 19. öld. Settið er úr beini og var sérsmíðað.

Tannburstanotkun náði ekki útbreiðslu í Evrópu fyrr en á 17. og 18. öld og fyrsti fjöldaframleiddi tannburstinn kom á markað í Bretlandi í kringum 1780. Fyrsta einkaleyfi á tannburstum í Ameríku var gefið út árið 1857 en fjöldaframleiðsla á slíkum burstum hófst þeim megin Atlantshafsins um 1885.

Fyrsti tannburstinn með nælonhárum kom á markaðinn árið 1938, en fram að þeim tíma voru notuð dýrahár í burstana. Mjög almenn tannburstanotkun, í Ameríku að minnsta kosti, hófst þó ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari þegar hermenn úr stríðinu sneru aftur heim, en regluleg tannhreinsun var hluti af því hreinlæti sem ætlast var til af þeim meðan þeir gegndu herþjónustu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvenær var tannburstinn fundinn upp?
...