Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Hvað er rafeldsneyti?

Ágúst Kvaran

Stutta svarið er:

Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1]

Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá Carbon Recycling á Íslandi.[2] Þar er notast við rafgreiningu á vatni til að mynda vetni og það látið ganga í efnasamband við koltvíildi sem myndast sem afgangsefni (úrgangsefni) frá orkuveri. Efnabreytingin gerist fyrir tilstilli hvatavirkni. „Nettó“ efnabreytingin er,

2 H2 + CO2 → CH3OH + (1/2) O2

Sameindabygging metanóls. Metanól (CH3OH) er dæmi um rafeldsneyti.

Annað dæmi er myndun á kolvetnum[3] (e. hydrocarbons) sem eru keðjulaga sameindir kolefnis og vetnisatóma, líkum bensíni og olíu (tákn: -CH2-) úr koltvíildi (CO2(g)) og vetni (e. hydrogen, H2(g)) sem myndað er við rafgreiningu á vatni (H2O(l)). Slík framleiðsla er meðal annars á vegum Carbon Engineering[4] og fyrirhuguð á vegum Carbon Iceland.[5] Efnabreytingin gerist fyrir tilstilli hvatavirkni. Ýmist er notast við koltvíildi sem myndast sem afgangsefni (úrgangsefni), til dæmis við bruna, eða koltvíildi unnið úr andrúmsloftinu. „Nettó“ efnabreytingin er,

H2O + CO2 → (3/2) O2 + (-CH2-)

Tilvísanir:
  1. ^ Hvað er rafeldsneyti? - Skessuhorn. (Sótt 10.11.2021).
  2. ^ CRI - Carbon Recycling International. (Sótt 10.11.2021) og Recycling CO2 to Produce Methanol - Driving Change — CRI - Carbon Recycling International. (Sótt 10.11.2021) og Carbon Recycling International - Wikipedia. (Sótt 10.11.2021).
  3. ^ Nafngiftin kolvetni er hér notað yfir lífrænar sameindir sem einungis innihalda kolefni (C) og vetni (H), (e. hydrocarbons; CnHm), samanber olíur, en ekki sykrur eða kolvatnsefni (e. carbohydrates; Cn(H2O)m) sem gjarnan (óheppilega) eru nefndar því nafni (kolvetni) meðal almennings.
  4. ^ Carbon Engineering - Wikipedia. (Sótt 10.11.2021).
  5. ^ Carbon Iceland. (Sótt 10.11.2021).

Mynd:

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

11.11.2021

Spyrjandi

Þórir Ingvarsson

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Hvað er rafeldsneyti?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2021. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82720.

Ágúst Kvaran. (2021, 11. nóvember). Hvað er rafeldsneyti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82720

Ágúst Kvaran. „Hvað er rafeldsneyti?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2021. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82720>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er rafeldsneyti?
Stutta svarið er:

Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1]

Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá Carbon Recycling á Íslandi.[2] Þar er notast við rafgreiningu á vatni til að mynda vetni og það látið ganga í efnasamband við koltvíildi sem myndast sem afgangsefni (úrgangsefni) frá orkuveri. Efnabreytingin gerist fyrir tilstilli hvatavirkni. „Nettó“ efnabreytingin er,

2 H2 + CO2 → CH3OH + (1/2) O2

Sameindabygging metanóls. Metanól (CH3OH) er dæmi um rafeldsneyti.

Annað dæmi er myndun á kolvetnum[3] (e. hydrocarbons) sem eru keðjulaga sameindir kolefnis og vetnisatóma, líkum bensíni og olíu (tákn: -CH2-) úr koltvíildi (CO2(g)) og vetni (e. hydrogen, H2(g)) sem myndað er við rafgreiningu á vatni (H2O(l)). Slík framleiðsla er meðal annars á vegum Carbon Engineering[4] og fyrirhuguð á vegum Carbon Iceland.[5] Efnabreytingin gerist fyrir tilstilli hvatavirkni. Ýmist er notast við koltvíildi sem myndast sem afgangsefni (úrgangsefni), til dæmis við bruna, eða koltvíildi unnið úr andrúmsloftinu. „Nettó“ efnabreytingin er,

H2O + CO2 → (3/2) O2 + (-CH2-)

Tilvísanir:
  1. ^ Hvað er rafeldsneyti? - Skessuhorn. (Sótt 10.11.2021).
  2. ^ CRI - Carbon Recycling International. (Sótt 10.11.2021) og Recycling CO2 to Produce Methanol - Driving Change — CRI - Carbon Recycling International. (Sótt 10.11.2021) og Carbon Recycling International - Wikipedia. (Sótt 10.11.2021).
  3. ^ Nafngiftin kolvetni er hér notað yfir lífrænar sameindir sem einungis innihalda kolefni (C) og vetni (H), (e. hydrocarbons; CnHm), samanber olíur, en ekki sykrur eða kolvatnsefni (e. carbohydrates; Cn(H2O)m) sem gjarnan (óheppilega) eru nefndar því nafni (kolvetni) meðal almennings.
  4. ^ Carbon Engineering - Wikipedia. (Sótt 10.11.2021).
  5. ^ Carbon Iceland. (Sótt 10.11.2021).

Mynd:...