Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Af hverju er koltvíildi í líkama okkar og hvað gerir það?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Koltvíildi eða koltvíoxíð myndast við svokallaða frumuöndun í lífverum, þar á meðal mönnum. Frumuöndun felst í því að sundra lífrænum efnum eins og kolvetnum og fitu til að fá úr þeim orku sem er nauðsynleg til nýmyndunar efna fyrir vöxt og viðhald. Lokaafurðir þessa efnaferlis eru vatn og koltvíildi. Þessi efnasambönd eru eiginlega úrgangsefni sem myndast við efnaskipti frumnanna. Vatn umfram þörf er losað með þvagi, en einnig með útöndun og svita að minna leyti. Koltvíildi losum við okkur við með útöndun.

Við losum okkur við koltvíildi með útöndun.

Þetta á ekki aðeins við um okkur, heldur allar lífverur, því að allar lífverur stunda slík sundrunarferli af einhverju tagi. Dýr hafa einhvers konar öndunarfæri til að losa sig við koltvíildið, það er lungu, tálkn, húð eða loftæðar.

Plöntur og aðrar ljóstillífandi lífverur nota koltvíildið sem berst út í andrúmsloftið sem hráefni til myndunar lífrænna efna sem plantan myndar með orku sólarljóssins. Þannig er koltvíildið á sífelldri hringrás milli lífvera.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

9.4.2013

Spyrjandi

Kári Rögnvaldsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju er koltvíildi í líkama okkar og hvað gerir það?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2013. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63397.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 9. apríl). Af hverju er koltvíildi í líkama okkar og hvað gerir það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63397

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju er koltvíildi í líkama okkar og hvað gerir það?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2013. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63397>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er koltvíildi í líkama okkar og hvað gerir það?
Koltvíildi eða koltvíoxíð myndast við svokallaða frumuöndun í lífverum, þar á meðal mönnum. Frumuöndun felst í því að sundra lífrænum efnum eins og kolvetnum og fitu til að fá úr þeim orku sem er nauðsynleg til nýmyndunar efna fyrir vöxt og viðhald. Lokaafurðir þessa efnaferlis eru vatn og koltvíildi. Þessi efnasambönd eru eiginlega úrgangsefni sem myndast við efnaskipti frumnanna. Vatn umfram þörf er losað með þvagi, en einnig með útöndun og svita að minna leyti. Koltvíildi losum við okkur við með útöndun.

Við losum okkur við koltvíildi með útöndun.

Þetta á ekki aðeins við um okkur, heldur allar lífverur, því að allar lífverur stunda slík sundrunarferli af einhverju tagi. Dýr hafa einhvers konar öndunarfæri til að losa sig við koltvíildið, það er lungu, tálkn, húð eða loftæðar.

Plöntur og aðrar ljóstillífandi lífverur nota koltvíildið sem berst út í andrúmsloftið sem hráefni til myndunar lífrænna efna sem plantan myndar með orku sólarljóssins. Þannig er koltvíildið á sífelldri hringrás milli lífvera.

Mynd:

...