Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún?

Innri öndun er kölluð öðru nafni frumuöndun og fer fram í hverri einustu frumu líkamans. Þetta er í raun efnaferli þar sem orkuefni, sem við höfum fengið með fæðunni og hafa borist með blóðrásinni frá meltingarfærum til vefja líkamans, eru brotin niður í frumunum til að fá úr þeim orku. Þessi efni eru sykrur (carbohydrates), fita og prótín.

Niðurbrotið gerist í mörgum skrefum þar sem orkan er losuð úr efnunum í smáskömmtum. Það væri lífshættulegt ef orkan losnaði öll á einu bretti þar sem hún er svo mikil að varminn sem þannig yrði til myndi eyðileggja prótínin sem eru aðalbyggingarefni frumanna.

Frumuöndun getur ýmist farið fram með eða án súrefnis. Fari hún fram með súrefni er talað um loftháða frumuöndun eða bruna. Við bruna sundrast efnin algjörlega í lokaafurðirnar koltvíoxíð og vatn sem við öndum frá okkur. Við bruna fáum við hámarksorku úr hverri sameind orkuefnis.

Sé ekki nægt súrefni til staðar fer fram svokölluð loftfirrt frumuöndun, til dæmis mjólkursýrugerjun sem myndar mjólkursýru. Við loftfirrta öndun sundrast efnin ekki alveg og minni orka fæst úr hverri sameind en fengist við bruna. Slíkt gerist við mikla líkamlega áreynslu þegar lungun ná ekki að sjá líkamanum fyrir nægu súrefni til að bruni eigi sér stað.

Mikil mjólkursýrumyndun í vöðvum er ekki æskileg þar sem hún hefur í för með sér súrnun þeirra. Ef sýrustigið víkur verulega frá kjöraðstæðum dregur það úr starfsgetu vöðvanna. Mjólkusýrumyndun er því vísbending um skort á súrefni þar sem lítið væri af henni ef vöðvarnir gætu stundað bruna og nýtt orkuefnin betur. Lesa má meira um mjólkursýrumyndun í svari Önnur Rögnu Magnúsardóttur við spurningunni Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?

Að lokum má bæta því við að frumuöndun fer fram í öllum lífverum, hvort sem þær eru einfaldar eða flóknar. Sömu efnaferlin eru að verki og hefur þetta verið notað sem ein röksemd fyrir þeirri kenningu að allar lífverur hafi þróast frá sameiginlegum forföður sem er fyrsta fruman.

Útgáfudagur

31.3.2002

Spyrjandi

Berglind Sigurðardóttir, f. 1984

Höfundur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2002. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2251.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 31. mars). Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2251

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2002. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2251>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.