Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna svitnar maður?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Sviti er leið líkamans til þess að kæla sig.

Sviti er vökvi sem myndast í svitakirtlum í húð okkar. Hann er að mestu leyti vatn en einnig eru uppleyst í honum ýmis sölt og mismikið af úrgangsefnum. Meginhlutverk svita er að taka þátt í stjórnun líkamshita, en einnig á hann þátt í þveiti líkamans, það er að segja losun úrgangsefna úr líkamanum.

Þegar líkamshiti hækkar áreitir það sérstaka hitanema í húðinni. Þegar hitanemarnir skynja þetta áreiti senda þeir skynboð til heila, nánar til tekið til hitastillistöðvar í undirstúku hans. Hitastillistöðin bregst við með því að senda taugaboð til svitakirtla sem örvast við þessi boð og mynda meiri svita. Við það að sviti gufar upp af yfirborði húðarinnar tapar hún varma og kólnar þar sem uppgufun krefst orku og sú orka er tekin úr húðinni. Þetta orkutap húðarinnar er einmitt sérlega mikið af því að um uppgufun er að ræða, samanber svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0oC upp í 100oC?

Nánar má lesa um hitamyndun og hitatap í svörum Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunum Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? og Er húðin líffæri?

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

21.1.2003

Spyrjandi

Óþekktur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna svitnar maður?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2003, sótt 18. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3029.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 21. janúar). Hvers vegna svitnar maður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3029

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna svitnar maður?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2003. Vefsíða. 18. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3029>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna svitnar maður?

Sviti er leið líkamans til þess að kæla sig.

Sviti er vökvi sem myndast í svitakirtlum í húð okkar. Hann er að mestu leyti vatn en einnig eru uppleyst í honum ýmis sölt og mismikið af úrgangsefnum. Meginhlutverk svita er að taka þátt í stjórnun líkamshita, en einnig á hann þátt í þveiti líkamans, það er að segja losun úrgangsefna úr líkamanum.

Þegar líkamshiti hækkar áreitir það sérstaka hitanema í húðinni. Þegar hitanemarnir skynja þetta áreiti senda þeir skynboð til heila, nánar til tekið til hitastillistöðvar í undirstúku hans. Hitastillistöðin bregst við með því að senda taugaboð til svitakirtla sem örvast við þessi boð og mynda meiri svita. Við það að sviti gufar upp af yfirborði húðarinnar tapar hún varma og kólnar þar sem uppgufun krefst orku og sú orka er tekin úr húðinni. Þetta orkutap húðarinnar er einmitt sérlega mikið af því að um uppgufun er að ræða, samanber svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0oC upp í 100oC?

Nánar má lesa um hitamyndun og hitatap í svörum Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunum Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? og Er húðin líffæri?

Mynd:...