Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?

Magnús Jóhannsson

svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og lófa, iljar, handarkrika, andlit eða búk, eða dreift um allan líkamann.

Óeðlilega mikil svitamyndun (hyperhydrosis) getur átt sér þekktar orsakir eða verið af óþekktum uppruna. Þekktar orsakir fyrir mikilli svitamyndun eru oft læknanlegar að einhverju marki og getur þar til dæmis verið um að ræða ofstarfsemi skjaldkirtils, hormónameðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli, offitu, sykursýki, tíðahvörf og geðsjúkdóma. Sumir svitna mikið vegna kvíða og fælni, til dæmis ef þeir þurfa að koma fram á sviði, í ræðustól eða í sjónvarpi. Þegar ekki finnst nein sérstök orsök er oft um að ræða ættgengan kvilla sem gjarnan byrjar á barns- eða unglingsárum og fylgir viðkomandi einstaklingi alla ævi. Sumir þessara einstaklinga svitna óeðlilega mikið allan sólarhringinn en aðrir við minnstu áreynslu, hækkun á lofthita, sótthita, kvíða eða mikið kryddaðan mat. Oft fylgir þessu roði í húð, einkum í andliti og á hálsi.

Sum líkamssvæði hafa mikið af svitakirtlum, önnur minna. Mest af svitakirtlum er að finna í lófum og iljum. Í handarkrikum og nárum er mikið af sérstakri gerð svitakirtla sem framleiða þykkan, fitumikinn svita. Þessi fitumikli sviti getur auðveldlega orðið gróðrarstía fyrir sérstakar tegundir baktería sem brjóta niður fituna og við það myndast lyktarsterk efni, það er svitalykt. Svitalykt getur orðið að alvarlegu vandamáli sem meðal annars leiðir stundum til félagslegrar einangrunar.

Þekktar orsakir fyrir mikilli svitamyndun eru oft læknanlegar að einhverju marki og getur þar til dæmis verið um að ræða ofstarfsemi skjaldkirtils, hormónameðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli, offitu, sykursýki, tíðahvörf og geðsjúkdóma.

Ekki er hægt að lækna þennan kvilla en ýmiss konar meðferð kemur til greina sem hjálpar mörgum. Tíðir þvottar og svitameðul geta hjálpað og svitameðul sem innihalda álklóríð verka venjulega best. Rafmagnsmeðferð hjálpar sumum en er erfitt að beita nema á hendur og fætur. Höndum eða fótum er stungið ofan í saltlausn og vægum rafstraumi hleypt í gegn (með þar til gerðu tæki). Þetta þarf að gera daglega í fyrstu, við það minnkar svitamyndun smám saman, og eftir nokkurn tíma er vikuleg meðferð venjulega nægjanleg.

Tvenns konar lyfjainntaka kemur til greina, andkólínvirk lyf og betablokkar. Til eru ýmis lyf af þessum flokkum og sumum gagnast að taka annað en öðrum hjálpar mest að taka lyf af báðum flokkum. Það nýjasta á þessu sviði er að sprauta í húðina í handarkrikunum lyfi sem stöðvar allan boðflutning til svitakirtlanna og dregur verulega úr svitamyndun í nokkra mánuði eftir hverja meðferð. Oftast þarf að prófa sig áfram til að leita uppi þá meðferð sem hentar hverjum og einum.

Ef annað bregst og ástandið er alvarlegt er hægt að grípa til skurðaðgerða sem eru stórar og ekki hættulausar. Stundum eru svitakirtlar í handarkrikum fjarlægðir, sem er nokkuð stór aðgerð, og einnig er stundum gerð stór aðgerð þar sem farið er inn í brjósthol og taugar til svitakirtla á stórum hluta líkamans rofnar. Sumir prófa hómópatalyf, nálastungulækningar, nudd, dáleiðslu eða náttúrumeðul en óvíst er um árangur.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

22.4.2009

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2009. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=28988.

Magnús Jóhannsson. (2009, 22. apríl). Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28988

Magnús Jóhannsson. „Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2009. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28988>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?
svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og lófa, iljar, handarkrika, andlit eða búk, eða dreift um allan líkamann.

Óeðlilega mikil svitamyndun (hyperhydrosis) getur átt sér þekktar orsakir eða verið af óþekktum uppruna. Þekktar orsakir fyrir mikilli svitamyndun eru oft læknanlegar að einhverju marki og getur þar til dæmis verið um að ræða ofstarfsemi skjaldkirtils, hormónameðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli, offitu, sykursýki, tíðahvörf og geðsjúkdóma. Sumir svitna mikið vegna kvíða og fælni, til dæmis ef þeir þurfa að koma fram á sviði, í ræðustól eða í sjónvarpi. Þegar ekki finnst nein sérstök orsök er oft um að ræða ættgengan kvilla sem gjarnan byrjar á barns- eða unglingsárum og fylgir viðkomandi einstaklingi alla ævi. Sumir þessara einstaklinga svitna óeðlilega mikið allan sólarhringinn en aðrir við minnstu áreynslu, hækkun á lofthita, sótthita, kvíða eða mikið kryddaðan mat. Oft fylgir þessu roði í húð, einkum í andliti og á hálsi.

Sum líkamssvæði hafa mikið af svitakirtlum, önnur minna. Mest af svitakirtlum er að finna í lófum og iljum. Í handarkrikum og nárum er mikið af sérstakri gerð svitakirtla sem framleiða þykkan, fitumikinn svita. Þessi fitumikli sviti getur auðveldlega orðið gróðrarstía fyrir sérstakar tegundir baktería sem brjóta niður fituna og við það myndast lyktarsterk efni, það er svitalykt. Svitalykt getur orðið að alvarlegu vandamáli sem meðal annars leiðir stundum til félagslegrar einangrunar.

Þekktar orsakir fyrir mikilli svitamyndun eru oft læknanlegar að einhverju marki og getur þar til dæmis verið um að ræða ofstarfsemi skjaldkirtils, hormónameðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli, offitu, sykursýki, tíðahvörf og geðsjúkdóma.

Ekki er hægt að lækna þennan kvilla en ýmiss konar meðferð kemur til greina sem hjálpar mörgum. Tíðir þvottar og svitameðul geta hjálpað og svitameðul sem innihalda álklóríð verka venjulega best. Rafmagnsmeðferð hjálpar sumum en er erfitt að beita nema á hendur og fætur. Höndum eða fótum er stungið ofan í saltlausn og vægum rafstraumi hleypt í gegn (með þar til gerðu tæki). Þetta þarf að gera daglega í fyrstu, við það minnkar svitamyndun smám saman, og eftir nokkurn tíma er vikuleg meðferð venjulega nægjanleg.

Tvenns konar lyfjainntaka kemur til greina, andkólínvirk lyf og betablokkar. Til eru ýmis lyf af þessum flokkum og sumum gagnast að taka annað en öðrum hjálpar mest að taka lyf af báðum flokkum. Það nýjasta á þessu sviði er að sprauta í húðina í handarkrikunum lyfi sem stöðvar allan boðflutning til svitakirtlanna og dregur verulega úr svitamyndun í nokkra mánuði eftir hverja meðferð. Oftast þarf að prófa sig áfram til að leita uppi þá meðferð sem hentar hverjum og einum.

Ef annað bregst og ástandið er alvarlegt er hægt að grípa til skurðaðgerða sem eru stórar og ekki hættulausar. Stundum eru svitakirtlar í handarkrikum fjarlægðir, sem er nokkuð stór aðgerð, og einnig er stundum gerð stór aðgerð þar sem farið er inn í brjósthol og taugar til svitakirtla á stórum hluta líkamans rofnar. Sumir prófa hómópatalyf, nálastungulækningar, nudd, dáleiðslu eða náttúrumeðul en óvíst er um árangur.

Mynd:...